Alex Jones úthýst af Facebook Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 17:43 Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir. Skjáskot Facebook-síðu hins litríka spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. Í yfirlýsingu sem samfélagsmiðilinn sendi frá sér segir að lokunina megi rekja til þeirra samsæriskenninga og hatursáróðurs sem Jones hefur birt á síðunni í gegnum tíðina. Í þessu samhengi nefnir Facebook fjögur myndbönd sem birtust á síðu hans á síðustu misserum, sem brutu birtingarreglur miðilsins. Lokunin gildir í 30 daga og segir Facebook að hætti þáttastjórnandinn ekki að brjóta reglur samfélagsmiðilsins verður öðrum síðum, til að mynda Facebook-síðu þáttar hans, Infowars, einnig lokað. Hinar síðurnar hafi þegar fengið aðvörun en ekki „brotið nógu mikið af sér“ eins og það er orðað, til að verða lokað. Sjá einnig: Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Bannið þýðir að Jones getur ekki birt neinar færslur, hvorki á sinni eigin síðu eða öðrum, og þá getur hann ekki sent skilaboð. Greint var frá því í liðinni viku að Youtube hafi einnig fjarlægt fjögur myndbönd af reikningi Infowars. Í yfirlýsingu frá myndbandaveitunni segir að Infowars eigi á hættu að vera lokað fyrir fullt og allt ef Jones sendir frá sér fleiri myndbönd sem brjóti reglur miðilsins. Infowars hefur ekki tjáð sig um málið við miðla vestanhafs. Alex Jones hefur aukið vinsældir statt og stöðugt frá því að hann setti Infowars í loftið árið 1999. Hann þykir umdeildur vegna þeirra skoðana og kenninga sem hann reifar í myndböndunum sínum. Til að mynda segist hann sannfærður um að flest fjöldamorð í Bandaríkjunum séu sviðsetningar. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Facebook-síðu hins litríka spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. Í yfirlýsingu sem samfélagsmiðilinn sendi frá sér segir að lokunina megi rekja til þeirra samsæriskenninga og hatursáróðurs sem Jones hefur birt á síðunni í gegnum tíðina. Í þessu samhengi nefnir Facebook fjögur myndbönd sem birtust á síðu hans á síðustu misserum, sem brutu birtingarreglur miðilsins. Lokunin gildir í 30 daga og segir Facebook að hætti þáttastjórnandinn ekki að brjóta reglur samfélagsmiðilsins verður öðrum síðum, til að mynda Facebook-síðu þáttar hans, Infowars, einnig lokað. Hinar síðurnar hafi þegar fengið aðvörun en ekki „brotið nógu mikið af sér“ eins og það er orðað, til að verða lokað. Sjá einnig: Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Bannið þýðir að Jones getur ekki birt neinar færslur, hvorki á sinni eigin síðu eða öðrum, og þá getur hann ekki sent skilaboð. Greint var frá því í liðinni viku að Youtube hafi einnig fjarlægt fjögur myndbönd af reikningi Infowars. Í yfirlýsingu frá myndbandaveitunni segir að Infowars eigi á hættu að vera lokað fyrir fullt og allt ef Jones sendir frá sér fleiri myndbönd sem brjóti reglur miðilsins. Infowars hefur ekki tjáð sig um málið við miðla vestanhafs. Alex Jones hefur aukið vinsældir statt og stöðugt frá því að hann setti Infowars í loftið árið 1999. Hann þykir umdeildur vegna þeirra skoðana og kenninga sem hann reifar í myndböndunum sínum. Til að mynda segist hann sannfærður um að flest fjöldamorð í Bandaríkjunum séu sviðsetningar.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13