Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves ásamt eiginkonu sinni, sjónvarpskonunni Julie Chen. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. Ronan Farrow, blaðamaðurinn sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, skrifar um ásakanirnar á hendur Moonves í dagblaðinu The New Yorker. Um er að ræða frásagnir sex kvenna en þær greina meðal annars frá því að Moonves hafi bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Leikkonan og handritshöfundurinn Illeana Douglas er ein hinna sex kvenna sem greina frá kynferðislegri áreitni Moonves.Vísir/getty Í yfirlýsingu frá CBS segir að ásakanir kvennanna verði rannsakaðar. Þá hyggst fyrirtækið taka á málinu „á viðeigandi hátt“. Moonves sendi sjálfur yfirlýsingu á The New Yorker sem Farrow birti með umfjöllun sinni. Í yfirlýsingunni segist Moonves alltaf hafa virt rétt kvenna til höfnunar. Hann viðurkenndi þó að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær. Moonves er 68 ára, giftur sjónvarpskonunni Julie Chen og hefur löngum verið talinn einn af valdamestu mönnum í Hollywood. Hann hóf feril sinn sem leikari en söðlaði svo um og er til að mynda meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna Friends og ER. Hann tók við stjórnartaumunum hjá CBS fyrir um tíu árum síðan og hefur stýrt stöðinni á topp áhorfslista í Bandaríkjunum. Átta mánuðir eru nú síðan Charlie Rose, fréttamaður á CBS, var rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52 Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. Ronan Farrow, blaðamaðurinn sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, skrifar um ásakanirnar á hendur Moonves í dagblaðinu The New Yorker. Um er að ræða frásagnir sex kvenna en þær greina meðal annars frá því að Moonves hafi bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Leikkonan og handritshöfundurinn Illeana Douglas er ein hinna sex kvenna sem greina frá kynferðislegri áreitni Moonves.Vísir/getty Í yfirlýsingu frá CBS segir að ásakanir kvennanna verði rannsakaðar. Þá hyggst fyrirtækið taka á málinu „á viðeigandi hátt“. Moonves sendi sjálfur yfirlýsingu á The New Yorker sem Farrow birti með umfjöllun sinni. Í yfirlýsingunni segist Moonves alltaf hafa virt rétt kvenna til höfnunar. Hann viðurkenndi þó að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær. Moonves er 68 ára, giftur sjónvarpskonunni Julie Chen og hefur löngum verið talinn einn af valdamestu mönnum í Hollywood. Hann hóf feril sinn sem leikari en söðlaði svo um og er til að mynda meðframleiðandi sjónvarpsþáttanna Friends og ER. Hann tók við stjórnartaumunum hjá CBS fyrir um tíu árum síðan og hefur stýrt stöðinni á topp áhorfslista í Bandaríkjunum. Átta mánuðir eru nú síðan Charlie Rose, fréttamaður á CBS, var rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52 Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. 12. júlí 2018 18:52
Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34