Baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum enn á borði Skipulagsstofnunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:30 Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Sjá meira
Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00