Hátíðarþingfundurinn tilefni til að líta í eigin barm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2018 11:11 Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að draga lærdóm af hátíðarþingfundinum áður en þjóðin fagnar fullveldisafmælinu 1. desember næstkomandi. Vísir/Einar Á Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að þingfundurinn sem haldinn var á Þingvöllum í síðustu viku til að minnast sambandssamnings sem gerður var á milli Íslands og Danmerkur árið 1918 væri tilefni fyrir Alþingi að líta í eigin barm. Almenningur hafi heilt yfir ekki séð ástæðu til að mæta. Katrín, sem var gestur í útvarpsþættinum Morgunvaktinni á Rás 1, segir að það sé mikilvægt að læra af þessum þingfundi. „Ég veit ekki hvort ég á að kalla þetta klúður, nei, ég ætla nú ekki að gera það en ég ætla að segja að mér finnst þessi fundur kalla á það að Alþingi velti því aðeins fyrir sér; erum við í einhverju samtali við þetta samfélag?“ Hún segir að það hafi verið óljóst hvort stjórnvöld hafi ætlast til þess að almenningur kæmi á viðburðinn.Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ávarpar hátíðarsamkomu.VÍSIR/ANTON BRINKAllir stjórnmálaflokkar hafi átt aðild að ákvarðanatökunni Þegar Katrín er spurð út í ákvarðanatökuferlið í aðdraganda þess að hinni umdeildu Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, var boðið að ávarpa hátíðarsamkomuna segir hún að ákvörðunin hefði verið tekin fyrir töluverðum tíma en þetta var rætt í forsætisnefnd í ágúst á síðasta ári og kynnt á vef Alþingis í apríl síðastliðnum. „Það var tekin ákvörðun fyrir töluverðum tíma að bjóða henni til þessa fundar og sama hvað hver segir þá hafa allir flokkar verið hluti af þessari ákvarðanatöku þó að kannski einhverjir hafi verið með mismikla meðvitund á einhverjum fundum þar sem þessi mál voru til umræðu, ég þekki það ekki,“ segir Katrín. Hefur áhyggjur af vaxandi útlendingaandúð á meðal helstu samstarfsþjóða Katrín segir að við séum að horfa upp á gerbreytt pólitískt landslag bæði í Evrópu og hjá nágrannalöndum okkar sem við eigum í samvinnu við sem einkennist af vaxandi þjóðernishyggju og útlendingaandúð. „Af hverju er Pia Kjærsgard forseti danska þingsins? Það er vegna þess að Danski þjóðarflokkurinn hefur þar náð miklu fylgi og sú stefna sem hann hefur staðið fyrir sem ég er algjörlega ósammála, sem snýst um það að tala fyrir ákveðinni aðgreiningu, tala gegn of mörgum innflytjendum til Danmerkur og tala líka fyrir ákveðinni aðgreiningu í því hvernig um þá er talað og það er hægt að nefna mörg dæmi um það í umræðunni.“Almenningur, að því er séð verður, hefur ekki séð ástæðu til að mæta á hátíðarþingfund sem haldinn var á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnaÍ sömu andrá nefnir hún ástandið í norskum stjórnmálum og tekur mið af árangri Fremskrittspartiet (Frp) eða Framfaraflokksins þegar hún segir stjórnvöld reka harðari innflytjendastefnu á undanförnum árum. Það sama eigi við um Svíþjóð. Þjóðernishyggja og útlendingaandúð liti alla umræðu um stjórnmál á Norðurlöndunum. „Í Danmörku vakti það mína athygli í síðustu kosningum og það hefur svo sem líka komið fram í umræðunni að Danskir jafnaðarmenn fóru fram undir yfirskriftinni „sú Danmörk sem við þekkjum“ og vísuðu þar með í einhvers konar sérdönsk gildi.“ Hún segir að það sé mikilvægt að takast á við þennan nýja veruleika og mælist til þess að við ræðum um það hvernig við eigum að takast á við alþjóðleg samskipti og fjölþjóðlegt samstarf við slíkar aðstæður. Það hafi einmitt verið ástæðan fyrir því að hún ákvað að ávarpa vandann í sinni ræðu á Þingvöllum. „Mér finnst þetta hins vegar vera þannig að þessi ákvörðun var tekin af forsætisnefnd að gera þetta með þessum hætti og þá fannst mér bara eðlilegt að ég myndi takast á við þessi mál í minni ræði af því við þurfum að takast á við þau hér eins og annars staðar í Evrópu og við þurfum að gera það í öllu okkar fjölþjóðlega samstarfi.“ Alþingi Tengdar fréttir Saga þjóðhátíða á Þingvöllum: Allir velkomnir nema Jón Sigurðsson Hátíðahöld á Þingvöllum hafa verið rammíslensk hefð í lengri tíma en eitthvað er farið að fjara undan áhuga landsmanna á slíkum mannamótum. Við rekjum Þingvallahátíðir aftur til ársins 1874 í þessari fréttaskýringu. 20. júlí 2018 09:15 Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að þingfundurinn sem haldinn var á Þingvöllum í síðustu viku til að minnast sambandssamnings sem gerður var á milli Íslands og Danmerkur árið 1918 væri tilefni fyrir Alþingi að líta í eigin barm. Almenningur hafi heilt yfir ekki séð ástæðu til að mæta. Katrín, sem var gestur í útvarpsþættinum Morgunvaktinni á Rás 1, segir að það sé mikilvægt að læra af þessum þingfundi. „Ég veit ekki hvort ég á að kalla þetta klúður, nei, ég ætla nú ekki að gera það en ég ætla að segja að mér finnst þessi fundur kalla á það að Alþingi velti því aðeins fyrir sér; erum við í einhverju samtali við þetta samfélag?“ Hún segir að það hafi verið óljóst hvort stjórnvöld hafi ætlast til þess að almenningur kæmi á viðburðinn.Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, ávarpar hátíðarsamkomu.VÍSIR/ANTON BRINKAllir stjórnmálaflokkar hafi átt aðild að ákvarðanatökunni Þegar Katrín er spurð út í ákvarðanatökuferlið í aðdraganda þess að hinni umdeildu Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, var boðið að ávarpa hátíðarsamkomuna segir hún að ákvörðunin hefði verið tekin fyrir töluverðum tíma en þetta var rætt í forsætisnefnd í ágúst á síðasta ári og kynnt á vef Alþingis í apríl síðastliðnum. „Það var tekin ákvörðun fyrir töluverðum tíma að bjóða henni til þessa fundar og sama hvað hver segir þá hafa allir flokkar verið hluti af þessari ákvarðanatöku þó að kannski einhverjir hafi verið með mismikla meðvitund á einhverjum fundum þar sem þessi mál voru til umræðu, ég þekki það ekki,“ segir Katrín. Hefur áhyggjur af vaxandi útlendingaandúð á meðal helstu samstarfsþjóða Katrín segir að við séum að horfa upp á gerbreytt pólitískt landslag bæði í Evrópu og hjá nágrannalöndum okkar sem við eigum í samvinnu við sem einkennist af vaxandi þjóðernishyggju og útlendingaandúð. „Af hverju er Pia Kjærsgard forseti danska þingsins? Það er vegna þess að Danski þjóðarflokkurinn hefur þar náð miklu fylgi og sú stefna sem hann hefur staðið fyrir sem ég er algjörlega ósammála, sem snýst um það að tala fyrir ákveðinni aðgreiningu, tala gegn of mörgum innflytjendum til Danmerkur og tala líka fyrir ákveðinni aðgreiningu í því hvernig um þá er talað og það er hægt að nefna mörg dæmi um það í umræðunni.“Almenningur, að því er séð verður, hefur ekki séð ástæðu til að mæta á hátíðarþingfund sem haldinn var á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnaÍ sömu andrá nefnir hún ástandið í norskum stjórnmálum og tekur mið af árangri Fremskrittspartiet (Frp) eða Framfaraflokksins þegar hún segir stjórnvöld reka harðari innflytjendastefnu á undanförnum árum. Það sama eigi við um Svíþjóð. Þjóðernishyggja og útlendingaandúð liti alla umræðu um stjórnmál á Norðurlöndunum. „Í Danmörku vakti það mína athygli í síðustu kosningum og það hefur svo sem líka komið fram í umræðunni að Danskir jafnaðarmenn fóru fram undir yfirskriftinni „sú Danmörk sem við þekkjum“ og vísuðu þar með í einhvers konar sérdönsk gildi.“ Hún segir að það sé mikilvægt að takast á við þennan nýja veruleika og mælist til þess að við ræðum um það hvernig við eigum að takast á við alþjóðleg samskipti og fjölþjóðlegt samstarf við slíkar aðstæður. Það hafi einmitt verið ástæðan fyrir því að hún ákvað að ávarpa vandann í sinni ræðu á Þingvöllum. „Mér finnst þetta hins vegar vera þannig að þessi ákvörðun var tekin af forsætisnefnd að gera þetta með þessum hætti og þá fannst mér bara eðlilegt að ég myndi takast á við þessi mál í minni ræði af því við þurfum að takast á við þau hér eins og annars staðar í Evrópu og við þurfum að gera það í öllu okkar fjölþjóðlega samstarfi.“
Alþingi Tengdar fréttir Saga þjóðhátíða á Þingvöllum: Allir velkomnir nema Jón Sigurðsson Hátíðahöld á Þingvöllum hafa verið rammíslensk hefð í lengri tíma en eitthvað er farið að fjara undan áhuga landsmanna á slíkum mannamótum. Við rekjum Þingvallahátíðir aftur til ársins 1874 í þessari fréttaskýringu. 20. júlí 2018 09:15 Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47 Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Saga þjóðhátíða á Þingvöllum: Allir velkomnir nema Jón Sigurðsson Hátíðahöld á Þingvöllum hafa verið rammíslensk hefð í lengri tíma en eitthvað er farið að fjara undan áhuga landsmanna á slíkum mannamótum. Við rekjum Þingvallahátíðir aftur til ársins 1874 í þessari fréttaskýringu. 20. júlí 2018 09:15
Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. 20. júlí 2018 12:47
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30
Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Fjölmiðlar í Danmörku hafa sýnt eftirköstum hátíðarfundarins á Þingvöllum mikinn áhuga. Virkir Danir í athugasemdum fara einnig mikinn bæði í útlendingaandúð og skoðanaskiptum um móttökurnar sem Pia fékk hér á landi. 20. júlí 2018 06:00