Fótbolti

Stale Solbakken: Erfitt að spila gegn Stjörnunni

Þór Símon skrifar
Stale gefur skilaboð.
Stale gefur skilaboð. vísir/getty
Stale Solbakken, þjálfari Kaupmannahafnar, var ánægður í leikslok með sigurinn gegn Stjörnunni og frammistöðuna í seinni hálfleik.


„Á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik þá spiluðum við hraðan og góðan fótbolta. Við náðum þá loks úrslitasendingum. Þá fórum við að skapa góð færi,“ sagði Stale.

Hann gerði tvöfalda skiptingu í upphafi seinni hálfleiks er hann setti Robert Skov og Viktor Fishcer inn á sem gjörbreytti leiknum. En var það hluti af skipulaginu eða var hann bara ekki sáttur með frammistöðuna í fyrri hálfleik?

„Ein skipting var hluti af skipulaginu og undirbúningnum og ein ekki. Þið getið örugglega giskað á hvor var hvað,“ sagði brosandi Solbakken en ég ætla að gerast svo djarfur og giska á að Fischer hafi verið þessi umtalaða skipting sem stóð upphaflega ekki til.

Hann hrósaði Stjörnunni að lokum.

„Það er erfitt að spila gegn Stjörnunni. Þeir verjast vel og þeir eru góðir í skyndisókn. Nýta föst leikatriði vel með löngum innköstum. Þannig þeir reyna vel á mann,“ sagði Solbakken sem segist ekki ætla að leyfa sínum mönnum að slaka á eftir viku.


„Við héldum á dögunum að svona einvígi væri búið og svo reyndist alls ekki þannig við mætum tilbúnir í seinni leikinn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×