Lögregla þakkar fyrir „stórkostlega sýningu“ Guns N‘ Roses Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2018 18:31 Hópur lögreglumanna fyrir framan sviðið á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Mynd/lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N‘ Roses í gær. Segir lögregla að gæslan á Laugardalsvelli hafi gengið afar vel og þakkar sveitinni fyrir „stórkostlega sýningu.“ Í Facebook-færslu lögreglu segir jafnframt að áhorfendur hafi verið í góðum gír og veðrið með besta móti – miðað við það sem á undan hefur gengið á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi merkilega fáir hlotið sekt fyrir stöðubrot en tónleikahaldarar lögðu mikla áherslu á að fólk nýtti sér almenningssamgöngur á leið til og frá tónleikasvæðinu. „Samstarf tónleikahaldara, gæslu, lögreglu og sjúkraliðs var með besta móti og sjaldan sem að þurfti inngrip. Það átti við bæði innan og utan tónleikanna því lagningar voru til fyrirmyndar og aðeins voru gefnar út fjórar sektir fyrir stöðubrot, sem er til frásagnar miðað við þennan fjölda.“ Gærkvöldið gekk þó ekki alveg áfallalaust fyrir sig en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að einn hefði verið handtekinn á tónleikunum vegna líkamsárásar og var þolandinn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá kom fram í dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið að fjórum hefði verið vísað út af tónleikasvæðinu vegna ölvunar. Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verður þjónusta Strætó í kringum stórtónleika Guns N´ Roses Strætó mun þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. 24. júlí 2018 13:00 Íslendingar tísta um Guns N' Roses: „Axl Rose minnir mig á mötuneytiskokk sem ég hitti einu sinni á árshátíð“ Íslendingar hafa verið duglegir að tísta um tónleika rokksveitarinnar Guns N' Roses í kvöld. 24. júlí 2018 22:40 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 „Sjáumst aftur fyrr en síðar“ Liðsmenn rokksveitarinnar Guns N' Roses virðast vera hæstánægðir með tónleika sem sveitin hélt í Laugardal í gærkvöld. 25. júlí 2018 07:06 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag svipmyndir af eftirliti lögreglu á tónleikum Guns N‘ Roses í gær. Segir lögregla að gæslan á Laugardalsvelli hafi gengið afar vel og þakkar sveitinni fyrir „stórkostlega sýningu.“ Í Facebook-færslu lögreglu segir jafnframt að áhorfendur hafi verið í góðum gír og veðrið með besta móti – miðað við það sem á undan hefur gengið á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi merkilega fáir hlotið sekt fyrir stöðubrot en tónleikahaldarar lögðu mikla áherslu á að fólk nýtti sér almenningssamgöngur á leið til og frá tónleikasvæðinu. „Samstarf tónleikahaldara, gæslu, lögreglu og sjúkraliðs var með besta móti og sjaldan sem að þurfti inngrip. Það átti við bæði innan og utan tónleikanna því lagningar voru til fyrirmyndar og aðeins voru gefnar út fjórar sektir fyrir stöðubrot, sem er til frásagnar miðað við þennan fjölda.“ Gærkvöldið gekk þó ekki alveg áfallalaust fyrir sig en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að einn hefði verið handtekinn á tónleikunum vegna líkamsárásar og var þolandinn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá kom fram í dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið að fjórum hefði verið vísað út af tónleikasvæðinu vegna ölvunar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verður þjónusta Strætó í kringum stórtónleika Guns N´ Roses Strætó mun þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. 24. júlí 2018 13:00 Íslendingar tísta um Guns N' Roses: „Axl Rose minnir mig á mötuneytiskokk sem ég hitti einu sinni á árshátíð“ Íslendingar hafa verið duglegir að tísta um tónleika rokksveitarinnar Guns N' Roses í kvöld. 24. júlí 2018 22:40 Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00 „Sjáumst aftur fyrr en síðar“ Liðsmenn rokksveitarinnar Guns N' Roses virðast vera hæstánægðir með tónleika sem sveitin hélt í Laugardal í gærkvöld. 25. júlí 2018 07:06 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Svona verður þjónusta Strætó í kringum stórtónleika Guns N´ Roses Strætó mun þreyta ákveðna frumraun í kvöld og en fyrirtækið hvetur sem flesta til þess að sýna skilning og þolinmæði á þeim aðstæðum sem kunna að myndast í umferðinni í kringum tónleikasvæðið. 24. júlí 2018 13:00
Íslendingar tísta um Guns N' Roses: „Axl Rose minnir mig á mötuneytiskokk sem ég hitti einu sinni á árshátíð“ Íslendingar hafa verið duglegir að tísta um tónleika rokksveitarinnar Guns N' Roses í kvöld. 24. júlí 2018 22:40
Sjáðu Guns N´ Roses taka Paradise City og Welcome to the Jungle í Reykjavík Stórtónleikar Guns N´Roses fóru fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi og er talið að um 25 þúsund manns hafi séð rokkarana spila í Reykjavík. 25. júlí 2018 13:00
„Sjáumst aftur fyrr en síðar“ Liðsmenn rokksveitarinnar Guns N' Roses virðast vera hæstánægðir með tónleika sem sveitin hélt í Laugardal í gærkvöld. 25. júlí 2018 07:06