Kosið í Pakistan í skugga ofbeldis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 25. júlí 2018 19:30 Pakistanar kusu til þings í dag í skugga hryðjuverkaárása en ein sprengja í borginni Quetta banaði 31 á meðan minni árásir hafa átt sér stað á kjörstöðum víða um land. Íslamska ríkið er sagt bera ábyrgð á árásunum en hryðjuverkahópar hafa plagað Pakistan um árbil. Kosið er á 272 manna þjóðþing Pakistan en tveir flokkar hafa barist um toppsætið í kosningabaráttunni, Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin. Fyrir bandalagi Múslima fer Shebaz Sharif sem hefur þjónað sem ríkisstjóri Punjab héraðs frá árinu 1997. Hann er bróðir Nawaz Sharif sem hrökklaðist frá völdum í fyrra, var bannað að bjóða sig fram aftur og hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi vegna hneykslis sem ljóstrað var upp um í Panamaskjölunum. Fyrir Réttlætishreyfingunni fer fyrrverandi krikketstjarnan Imran Khan. Herinn er sagður standa að baki framboði hans. Herinn hefur meira og minna farið með völdin í Pakistan í áratugi, varla líður kjörtímabil án þess að herinn skipti sér af stjórn landsins. Khan hefur þá lofað að ráðast gegn spillingu í Pakistan sem hefur verið eitt af aðalmálum baráttunnar. Barátta gegn hryðjuverkum og samskipti við Bandaríkin hafa þá verið ofarlega á baugi. Þrátt fyrir að Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin berjist um toppsætið gæti Þjóðarflokkurinn orðið oddaflokkur á þinginu og í því tilfelli þyrfti að mynda samsteypustjórn sem Khan hefur þó lagst gegn. Afstaða Khan gæti flækt hlutina nokkuð eftir kosningar. Bilawal Bhutto Zardari, fer fyrir Þjóðarflokknum en hann er einkasonur Benhazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan sem var myrt árið 2007. Úrslit kosninganna ættu að vera ljós á morgun. Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Pakistanar kusu til þings í dag í skugga hryðjuverkaárása en ein sprengja í borginni Quetta banaði 31 á meðan minni árásir hafa átt sér stað á kjörstöðum víða um land. Íslamska ríkið er sagt bera ábyrgð á árásunum en hryðjuverkahópar hafa plagað Pakistan um árbil. Kosið er á 272 manna þjóðþing Pakistan en tveir flokkar hafa barist um toppsætið í kosningabaráttunni, Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin. Fyrir bandalagi Múslima fer Shebaz Sharif sem hefur þjónað sem ríkisstjóri Punjab héraðs frá árinu 1997. Hann er bróðir Nawaz Sharif sem hrökklaðist frá völdum í fyrra, var bannað að bjóða sig fram aftur og hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi vegna hneykslis sem ljóstrað var upp um í Panamaskjölunum. Fyrir Réttlætishreyfingunni fer fyrrverandi krikketstjarnan Imran Khan. Herinn er sagður standa að baki framboði hans. Herinn hefur meira og minna farið með völdin í Pakistan í áratugi, varla líður kjörtímabil án þess að herinn skipti sér af stjórn landsins. Khan hefur þá lofað að ráðast gegn spillingu í Pakistan sem hefur verið eitt af aðalmálum baráttunnar. Barátta gegn hryðjuverkum og samskipti við Bandaríkin hafa þá verið ofarlega á baugi. Þrátt fyrir að Bandalag Múslima og Réttlætishreyfingin berjist um toppsætið gæti Þjóðarflokkurinn orðið oddaflokkur á þinginu og í því tilfelli þyrfti að mynda samsteypustjórn sem Khan hefur þó lagst gegn. Afstaða Khan gæti flækt hlutina nokkuð eftir kosningar. Bilawal Bhutto Zardari, fer fyrir Þjóðarflokknum en hann er einkasonur Benhazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan sem var myrt árið 2007. Úrslit kosninganna ættu að vera ljós á morgun.
Pakistan Tengdar fréttir Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00 31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Pakistanar ganga til þingkosninga í dag Kosið er um öll 342 sætin á pakistanska þinginu 25. júlí 2018 06:00
31 lést í sprengjuárás við kjörstað í Pakistan Samtök sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 25. júlí 2018 10:56