Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 15:37 Halldór segir það í sjálfu sér ekkert skrítið – þegar heimurinn er farinn að hlýna – að hitabylgjurnar verði verri. Annað væri undarlegt. Vísir/AP Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að það sé í sjálfu sér ekkert athugavert við að hitabylgjur ríði yfir, líkt og í Evrópu um þessar mundir, en þær séu óvenju slæmar vegna hlýnunar jarðar og loftslagsbreytinga. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið – þegar heimurinn er farinn að hlýna – að hitabylgjurnar verði verri. Annað væri undarlegt,“ segir Halldór. Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. Um þessar mundir geisa skógareldar í Svíþjóð og Grikklandi og bændur í Skandinavíu standa frammi fyrir neyðarástandi vegna þessa mikla þurrkatímabils því óheppileg veðurskilyrði hafa orðið þess valdandi að ekki hefur tekist að heyja. Standa margir bændur því frammi fyrir því að þurfa að slátra stórum hluta bústofnsins ef ekkert verður að gert.Uppskrift að skógareldum Að sögn Halldórs einkenndust vormánuðirnir í Skandinavíu af miklum hlýindum og þegar yfirborðið þornar vel að vori til aukast líkurnar á hitabylgju til muna í framhaldinu. „Um leið og hlýnar þá gufar upp raki í jarðvegi en ef jarðvegurinn er þurr fyrir þá er auðveldara að viðhalda hitanum og það er það sem hefur verið að gerast í Evrópu,“ segir Halldór sem bætir við að þessi skilyrði séu eins og uppskrift að skógareldum líkt og þeim sem geisa núna í álfunni. Fyrirstöðuhæðin sem hafi myndast snemmsumars hafi reynst þaulsetin og áhrif hennar margvísleg og mikil. „Þetta tengist hnattrænum loftslagsbreytingum aðallega á þann hátt að þegar það verða hitabylgjur þá verða þær verri en áður.“ Það sama gildir um fellibyljahrinu síðasta árs sem hafi verið kraftmeiri. Á seinni árum sæki fellibyljirnir aukinn kraft í sjávarhitann.Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kraftur fellibylja og styrkur hitabylgja tengist loftslagsbreytingum.VísirÞannig segir Halldór að sama veðurkerfi, sem áður fyrr hafi getið af sér hitabylgju að meðallagi, verði í dag óvenju slæm og sama veðurkerfi sem áður hafi myndað slæmar hitabylgjur verði ekki slæmar í dag heldur skelfilegar. Halldór segir að það séu vangaveltur uppi á meðal veðurfræðinga hvort hlýnun á norðurslóðum hafi í för með sér að veðurkerfi – líkt og hefur verið við lýði í sumar – verði þaulsetnari. Hann segir að uppi séu ákveðnar hugmyndir að hlýnun á norðurslóðum hægi á allri hringrásinni sem verði til þess að veðurkerfi verði þaulsetnari. Sú fyrirstöðuhæð sem skapar veðurskilyrði í Evrópu hafi til að mynda verið óvenjulangvinn.„Þetta hefur verið sumarið okkar“ Vindröstin (e. Jet stream) svæði með mjög hröðum vindum hátt uppi stýra nokkuð mikið veðrakerfum að sögn Halldórs. Þegar fyrirstöðuhæð myndast getur vindröstin fests þó það sé algengara að hún sveiflist fram og aftur. Þegar slíkt gerist, eins verið hefur í sumar, gætum við fengið nokkurn veginn sama veðrið mjög lengi. „Þegar þú ert með suðvestanátt með rigningu í Reykjavík, ertu mjög oft með suðvestanátt, þurrt og sólríkt á Norðausturlandi. Þetta hefur verið sumarið okkar.“ Í kortunum er áframhaldandi hitabylgja í Skandinavíu og það gæti orðið verulega heitt næstu tvo daga þar til loks gæti komið úrkomukafli laugardag og sunnudag. Loftslagsmál Skógareldar Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Skóglendi á stærð við Bangladess glataðist í fyrra samkvæmt gervihnattamælingum. 27. júní 2018 20:59 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að það sé í sjálfu sér ekkert athugavert við að hitabylgjur ríði yfir, líkt og í Evrópu um þessar mundir, en þær séu óvenju slæmar vegna hlýnunar jarðar og loftslagsbreytinga. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið – þegar heimurinn er farinn að hlýna – að hitabylgjurnar verði verri. Annað væri undarlegt,“ segir Halldór. Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. Um þessar mundir geisa skógareldar í Svíþjóð og Grikklandi og bændur í Skandinavíu standa frammi fyrir neyðarástandi vegna þessa mikla þurrkatímabils því óheppileg veðurskilyrði hafa orðið þess valdandi að ekki hefur tekist að heyja. Standa margir bændur því frammi fyrir því að þurfa að slátra stórum hluta bústofnsins ef ekkert verður að gert.Uppskrift að skógareldum Að sögn Halldórs einkenndust vormánuðirnir í Skandinavíu af miklum hlýindum og þegar yfirborðið þornar vel að vori til aukast líkurnar á hitabylgju til muna í framhaldinu. „Um leið og hlýnar þá gufar upp raki í jarðvegi en ef jarðvegurinn er þurr fyrir þá er auðveldara að viðhalda hitanum og það er það sem hefur verið að gerast í Evrópu,“ segir Halldór sem bætir við að þessi skilyrði séu eins og uppskrift að skógareldum líkt og þeim sem geisa núna í álfunni. Fyrirstöðuhæðin sem hafi myndast snemmsumars hafi reynst þaulsetin og áhrif hennar margvísleg og mikil. „Þetta tengist hnattrænum loftslagsbreytingum aðallega á þann hátt að þegar það verða hitabylgjur þá verða þær verri en áður.“ Það sama gildir um fellibyljahrinu síðasta árs sem hafi verið kraftmeiri. Á seinni árum sæki fellibyljirnir aukinn kraft í sjávarhitann.Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kraftur fellibylja og styrkur hitabylgja tengist loftslagsbreytingum.VísirÞannig segir Halldór að sama veðurkerfi, sem áður fyrr hafi getið af sér hitabylgju að meðallagi, verði í dag óvenju slæm og sama veðurkerfi sem áður hafi myndað slæmar hitabylgjur verði ekki slæmar í dag heldur skelfilegar. Halldór segir að það séu vangaveltur uppi á meðal veðurfræðinga hvort hlýnun á norðurslóðum hafi í för með sér að veðurkerfi – líkt og hefur verið við lýði í sumar – verði þaulsetnari. Hann segir að uppi séu ákveðnar hugmyndir að hlýnun á norðurslóðum hægi á allri hringrásinni sem verði til þess að veðurkerfi verði þaulsetnari. Sú fyrirstöðuhæð sem skapar veðurskilyrði í Evrópu hafi til að mynda verið óvenjulangvinn.„Þetta hefur verið sumarið okkar“ Vindröstin (e. Jet stream) svæði með mjög hröðum vindum hátt uppi stýra nokkuð mikið veðrakerfum að sögn Halldórs. Þegar fyrirstöðuhæð myndast getur vindröstin fests þó það sé algengara að hún sveiflist fram og aftur. Þegar slíkt gerist, eins verið hefur í sumar, gætum við fengið nokkurn veginn sama veðrið mjög lengi. „Þegar þú ert með suðvestanátt með rigningu í Reykjavík, ertu mjög oft með suðvestanátt, þurrt og sólríkt á Norðausturlandi. Þetta hefur verið sumarið okkar.“ Í kortunum er áframhaldandi hitabylgja í Skandinavíu og það gæti orðið verulega heitt næstu tvo daga þar til loks gæti komið úrkomukafli laugardag og sunnudag.
Loftslagsmál Skógareldar Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Skóglendi á stærð við Bangladess glataðist í fyrra samkvæmt gervihnattamælingum. 27. júní 2018 20:59 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15
Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Skóglendi á stærð við Bangladess glataðist í fyrra samkvæmt gervihnattamælingum. 27. júní 2018 20:59
Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40
Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00
Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02
Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu 25. júlí 2018 06:00