Íslenski boltinn

Sveinn Aron seldur til Spezia

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sveinn Aron Guðjohnsen er á leið í atvinnumennskuna.
Sveinn Aron Guðjohnsen er á leið í atvinnumennskuna. vísir/eyþór
Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur verið seldur frá Kópavogsfélaginu til Spezia á Ítalíu, að því fram kemur í frétt á vef Breiðabliks.

Sveinn Aron er fæddur árið 1997 og kom til Blika frá Val fyrir tveimur árum en hann skoraði tvö mörk í fyrstu umferð deildarinnar en hefur síðan skorað eitt mark í síðustu tólf leikjum.

Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri að undanförnu eftir komu danska framherjans Thomasar Mikkelsen sem hefur farið frábærlega af stað í Kópavoginum.

„Málið kom frekar óvænt upp og þrátt fyrir að leikmaðurinn sé mikilvægur hlekkur í Blikaliðinu vildi stjórn knattspyrnudeildar ekki standa í vegi fyrir því að þessi ungi framherji fengi tækifæri til að spreyta sig í atvinnumennsku,“ segir í tilkynningu Breiðabliks.

Sveinn Aron er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns, en Sveinn á að baki 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann verður annar Íslendingurinn til að spila fyrir Spezia en landsliðsbakvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon spilaði með liðinu tímabilið 2013/2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×