Biðla til allra í Laos um hjálp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Sléttur Attapeu-fylkis eru á kafi í vatni eftir að stífla brast Vísir/AFP Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“ Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“
Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24