Fúkyrðin fljúga milli Netanyahu og Erdogan Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 14:09 Erdogan og Netanyahu. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður gagnvart Ísrael í morgun og sagði Ísrael vera mesta ríki fasista og rasista í heiminum. Erdogan sagði „anda Hitler“ hafa fundið sig meðal leiðtoga Ísrael. Forsetinn sagði engan mun á þráhyggju Hitler með kynstofn aría og þá skoðun „Ísrael að þessi fornu lönd væru eingöngu ætluð gyðingum“. Reiði Erdogan má rekja til nýrra og umdeildra laga í Ísrael sem gera hebresku að opinberu tungumáli Ísrael og skilgreindi stofnun nýrra byggða gyðinga sem þjóðarhagsmuni. Áður hafði arabíska einnig verið opinbert tungumál Ísrael en nýju lögin breyta því. Um 17,5 prósent íbúa Ísrael, þar sem átta milljónir búa, eru arabar. Erdogan sagði enn fremur í ræðu í Tyrklandi að lögin myndu leiða svæðið, og heiminn allan, til „blóðs, elds og eymdar“. Hann hét því að standa með íbúum Palestínu og kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið stæði gegn Ísrael.Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, svaraði Erdogan um hæl á Twitter og sagði Erdogan vera að slátra Sýrlendingum og Kúrdum og fangelsa eigin borgara í tugþúsundatali. Hann sagði það vera mikið hrós fyrir umrædd lög að „demókratinn“ Erdogan væri að ráðast á þau. „Tyrkland, undir stjórn Erdogan, er að verða myrkt einræðisríki en á hinn bóginn er Ísrael að viðhalda jöfnum réttindum allra borgara, fyrir og eftir samþykkt laganna.“ Greinendur sem AFP fréttaveitan ræddi við segja nýju lögin ekkert fjalla um jafnrétti eða lýðræði sem gefi í skyn að gyðingstrúin skipti mestu máli.Þrátt fyrir miklar deilur Tyrklands og Ísrael á undanförnum árum, sem hófust árið 2010 þegar ísraelskir sérsveitarmenn réðust um borð í tyrkneskt skip sem var notað til að flytja birgðir til Palestínu, er sterkt viðskiptasamband milli ríkjanna. Ríkin gerðu samkomulag sín á milli árið 2016 um að byggja aftur upp traust en nú er óttast að það samkomulag sé í hættu.Turkey, under Erdogan's rule, is becoming a dark dictatorship whereas Israel scrupulously maintains equal rights for all its citizens, both before and after introducing this law.— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) July 24, 2018 Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður gagnvart Ísrael í morgun og sagði Ísrael vera mesta ríki fasista og rasista í heiminum. Erdogan sagði „anda Hitler“ hafa fundið sig meðal leiðtoga Ísrael. Forsetinn sagði engan mun á þráhyggju Hitler með kynstofn aría og þá skoðun „Ísrael að þessi fornu lönd væru eingöngu ætluð gyðingum“. Reiði Erdogan má rekja til nýrra og umdeildra laga í Ísrael sem gera hebresku að opinberu tungumáli Ísrael og skilgreindi stofnun nýrra byggða gyðinga sem þjóðarhagsmuni. Áður hafði arabíska einnig verið opinbert tungumál Ísrael en nýju lögin breyta því. Um 17,5 prósent íbúa Ísrael, þar sem átta milljónir búa, eru arabar. Erdogan sagði enn fremur í ræðu í Tyrklandi að lögin myndu leiða svæðið, og heiminn allan, til „blóðs, elds og eymdar“. Hann hét því að standa með íbúum Palestínu og kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið stæði gegn Ísrael.Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, svaraði Erdogan um hæl á Twitter og sagði Erdogan vera að slátra Sýrlendingum og Kúrdum og fangelsa eigin borgara í tugþúsundatali. Hann sagði það vera mikið hrós fyrir umrædd lög að „demókratinn“ Erdogan væri að ráðast á þau. „Tyrkland, undir stjórn Erdogan, er að verða myrkt einræðisríki en á hinn bóginn er Ísrael að viðhalda jöfnum réttindum allra borgara, fyrir og eftir samþykkt laganna.“ Greinendur sem AFP fréttaveitan ræddi við segja nýju lögin ekkert fjalla um jafnrétti eða lýðræði sem gefi í skyn að gyðingstrúin skipti mestu máli.Þrátt fyrir miklar deilur Tyrklands og Ísrael á undanförnum árum, sem hófust árið 2010 þegar ísraelskir sérsveitarmenn réðust um borð í tyrkneskt skip sem var notað til að flytja birgðir til Palestínu, er sterkt viðskiptasamband milli ríkjanna. Ríkin gerðu samkomulag sín á milli árið 2016 um að byggja aftur upp traust en nú er óttast að það samkomulag sé í hættu.Turkey, under Erdogan's rule, is becoming a dark dictatorship whereas Israel scrupulously maintains equal rights for all its citizens, both before and after introducing this law.— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) July 24, 2018
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira