Áfram í farbanni eftir að hafa valdið fjöldaárekstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 12:15 Frá vettvangi í júní síðastliðnum. vísir/baldur Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að erlendur karlmaður skuli áfram sæta farbanni, það er til 14. ágúst næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið á miklum hraða eftir Reykjanesbraut þann 12. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann keyrði á nokkra bíla en lögreglumenn mældu hraða bifreiðarinnar á 136 kílómetra hraða skammt hjá Straumsvík. Skapaði maðurinn mikla hættu fyrir aðra vegfarendur með aksturslagi sínu að mati lögreglu, en í greinargerð lögreglustjóra segir að klukkan 07:43 hafi lögreglu borist tilkynning um svarta bifreið sem ekið var Reykjanesbraut við Voga á Vatnsleysuströnd áleiðis að höfuðborgarsvæðinu. „Samkvæmt tilkynnanda hafi bifreiðinni verið ekið mjög hratt og ógætilega og hafði ökumaður bifreiðarinnar nærri því valdið árekstri vegna aksturslags síns. Á næstu 13 mínútum bárust lögreglu a.m.k. 5 tilkynningar um ofsaakstur samskonar bifreiðar. Greindu tilkynnendur m.a. frá því að ökumaður bifreiðarinnar hefði ekið utan í bifreiðar, auk þess sem hann hefði tekið fram úr öðrum bifreiðum með vítaverðum hætti þannig að hætta hafi skapast fyrir aðra vegfarendur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Skreið út úr bílnum farþegamegin Maðurinn ók svartri Suzuki Swift-bifreið en þegar hann ók framhjá lögreglu við Straumsvík sáu lögreglumenn manninn veifa annarri hönd sinni eins og hann væri að reyna að reka nálæga bíla frá. „Að mati lögreglu hafi skapast við þetta mikil hætta fyrir aðra vegfarendur og þar sem kærði hafi ekið á miðri akbrautinni hafi lögregla þurft að sveigja frá bifreið kærða til að forða árekstri. Lögregla hafi því næst snúið við og hafið eftirför eftir kærða en misst sjónar á kærða vegna þess hve hratt hann hafi ekið. Lögregla hafi ekið áleiðis að Ásholti þar sem sjá mátti að fjölda ökutækja hafði verið ekið út í vegöxlina til að forða árekstri. Er lögregla hafi komið niður að Ásholti hafi lögreglumenn séð reyk leggja frá umferðarþvögu skammt suður af Hlíðartorgi. Þar hafði kærði ekið á nokkra bíla sem hafi setið fastir í umferð. Er lögregla kom á vettvang hafi hún séð kærða skríða út úr bifreið sinni farþegamegin og hafi hann verið handtekinn kl. 07:56,“ segir í úrskurðinum. Flytja þurfti einn ökumann á Landspítalann til aðhlynningar vegna meiðsla en hann hafði hlotið eymsl á hálsi. Þá varð umtalsvert eignatjón vegna háskaaksturs mannsins. Maðurinn mótmælti kröfunni á þeim forsendum að hér á landi væri hann í vinnu og með mun hærri laun en hann fengi í heimalandinu. Því hefði hann enga ástæðu til þess að koma sér úr landi eða undan málsókn. Hvorki Landsréttur né héraðsdómur tóku undir þessi rök mannsins sem eins og áður segir verður áfram í farbanni.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29 Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Lögreglan óskar eftir myndböndum af háskaakstri skömmu fyrir tíu bíla áreksturinn Um er að ræða svört Suzuki bifreið. 12. júní 2018 12:29
Einn fluttur á sjúkrahús eftir níu bíla árekstur á Reykjanesbraut Miklar umferðartafir eru nú í Hafnarfirði. 12. júní 2018 08:28