Töluverð hækkun á fasteignaverði í júní Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 10:10 Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun. vísir/vilhelm Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun. Þar segir að verð á fjölbýli hækkaði um 0,6 prósent og verð á sérbýli um 1,7 prósent. Þetta þýðir að verð á fjölbýli hefur hækkað um 3,7 prósent á síðustu tólf mánuðum og verð á sérbýli um 9,3 prósent. Árshækkun húsnæðisverðs nemur 5,2 prósentum og hækkar nú í fyrsta skipti frá því í september 2017, að því er segir í Hagsjánni. „Nú er liðið ár síðan verðhækkanir á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðust mjög snögglega. Samanburður á milli ára er því farinn að miðast við mun rólegra ástand sem ríkti á seinni hluta ársins 2017. Eins og áður segir eru 12 mánaða tölurnar farnar að mjakast upp aftur, en það eru hreyfingar frá mun lægri stöðu en hefur verið síðustu ár. Það á sérstaklega við um fjölbýlið, en árshækkun fjölbýlis í maí var sú lægsta frá því í febrúar 2011. Væntingar hafa lengi staðið til þess að framboð á nýjum íbúðum myndi aukast. Þetta myndi líklega þrýsta vísitölu íbúðaverðs upp á við þar sem fermetraverð á nýjum íbúðum er jafnan hærra en á eldri íbúðum. Vaxandi hluti nýrra íbúða af viðskiptum ætti að öllu jöfnu að draga verð upp á við,“ segir nánar í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn.„Varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði“ Þar kemur jafnframt fram að sé litið á fyrri hluta ársins 2017 og 2018 í „verðsjá fasteigna Þjóðskrár má sjá að nýjar íbúðir voru um 10% af viðskiptum á árinu 2017 og um 23% í ár. Hlutfall nýrra íbúða hefur því aukist töluvert með tilheyrandi áhrifum á heildarmyndina. Nýjar íbúðir voru reyndar 15,4% dýrari pr. m2 en eldri íbúðir á árinu 2017 og 16,2% dýrari í ár. Nýjar íbúðir hækkuðu um 5,2% milli þessara tímabila þannig að nokkur munur er á verðþróun nýrra og eldri íbúða. Sé litið á verðþróunina frá áramótum hafa nýrri íbúðir hækkað verulega meira en þær eldri. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var meðalstærð nýrra seldra íbúða 102 m2 en stærð eldri íbúða 99 m2. Þessi munur (3,4%) var mun meiri á sama tíma í fyrra þegar nýjar seldar íbúðir voru að meðaltal 121 m2 og eldri íbúðir 98 m2 (23,2%). Þessar tölur benda til þess að það gangi betur nú að svara eftirspurn eftir minni íbúðum en verið hefur á síðustu árum. Ef þróunin í byggingastarfseminni er sú að tiltölulega fleiri minni íbúðir komi á markað mun það að öðru jöfnu þrýsta verði upp á við. Fermetraverð er jafnan hærra á minni íbúðum en þeim stærri. Það er ætíð varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði. Þróunin allt frá miðju síðasta ári sýndi að kaflaskil urðu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu tölur gætu verið vísbendingar um að staðan sé að breytast. Ársbreyting fasteignaverðs er nú tekin að hækka eftir samfellda lækkun í langan tíma. Þá virðist sem framboð sé að aukast á minni íbúðum sem að öðru jöfnu ætti að þrýsta verði upp á við. Reyndar styður mismunandi verðþróun nýrra og eldri íbúða frá áramótum þá kenningu. Niðurstaðan gæti því verið sú að vænta megi nýrra verðhækkana, en örugglega í mun hægari takti en á undanförnum árum.“ Húsnæðismál Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,8 prósent á milli maí og júní. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn sem kom út í morgun. Þar segir að verð á fjölbýli hækkaði um 0,6 prósent og verð á sérbýli um 1,7 prósent. Þetta þýðir að verð á fjölbýli hefur hækkað um 3,7 prósent á síðustu tólf mánuðum og verð á sérbýli um 9,3 prósent. Árshækkun húsnæðisverðs nemur 5,2 prósentum og hækkar nú í fyrsta skipti frá því í september 2017, að því er segir í Hagsjánni. „Nú er liðið ár síðan verðhækkanir á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðust mjög snögglega. Samanburður á milli ára er því farinn að miðast við mun rólegra ástand sem ríkti á seinni hluta ársins 2017. Eins og áður segir eru 12 mánaða tölurnar farnar að mjakast upp aftur, en það eru hreyfingar frá mun lægri stöðu en hefur verið síðustu ár. Það á sérstaklega við um fjölbýlið, en árshækkun fjölbýlis í maí var sú lægsta frá því í febrúar 2011. Væntingar hafa lengi staðið til þess að framboð á nýjum íbúðum myndi aukast. Þetta myndi líklega þrýsta vísitölu íbúðaverðs upp á við þar sem fermetraverð á nýjum íbúðum er jafnan hærra en á eldri íbúðum. Vaxandi hluti nýrra íbúða af viðskiptum ætti að öllu jöfnu að draga verð upp á við,“ segir nánar í Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn.„Varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði“ Þar kemur jafnframt fram að sé litið á fyrri hluta ársins 2017 og 2018 í „verðsjá fasteigna Þjóðskrár má sjá að nýjar íbúðir voru um 10% af viðskiptum á árinu 2017 og um 23% í ár. Hlutfall nýrra íbúða hefur því aukist töluvert með tilheyrandi áhrifum á heildarmyndina. Nýjar íbúðir voru reyndar 15,4% dýrari pr. m2 en eldri íbúðir á árinu 2017 og 16,2% dýrari í ár. Nýjar íbúðir hækkuðu um 5,2% milli þessara tímabila þannig að nokkur munur er á verðþróun nýrra og eldri íbúða. Sé litið á verðþróunina frá áramótum hafa nýrri íbúðir hækkað verulega meira en þær eldri. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var meðalstærð nýrra seldra íbúða 102 m2 en stærð eldri íbúða 99 m2. Þessi munur (3,4%) var mun meiri á sama tíma í fyrra þegar nýjar seldar íbúðir voru að meðaltal 121 m2 og eldri íbúðir 98 m2 (23,2%). Þessar tölur benda til þess að það gangi betur nú að svara eftirspurn eftir minni íbúðum en verið hefur á síðustu árum. Ef þróunin í byggingastarfseminni er sú að tiltölulega fleiri minni íbúðir komi á markað mun það að öðru jöfnu þrýsta verði upp á við. Fermetraverð er jafnan hærra á minni íbúðum en þeim stærri. Það er ætíð varasamt að einblína á niðurstöðu einstakra mánaða við mat á verðþróun á fasteignamarkaði. Þróunin allt frá miðju síðasta ári sýndi að kaflaskil urðu á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu tölur gætu verið vísbendingar um að staðan sé að breytast. Ársbreyting fasteignaverðs er nú tekin að hækka eftir samfellda lækkun í langan tíma. Þá virðist sem framboð sé að aukast á minni íbúðum sem að öðru jöfnu ætti að þrýsta verði upp á við. Reyndar styður mismunandi verðþróun nýrra og eldri íbúða frá áramótum þá kenningu. Niðurstaðan gæti því verið sú að vænta megi nýrra verðhækkana, en örugglega í mun hægari takti en á undanförnum árum.“
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54 Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00
Laun hækkað meira en íbúða- og leiguverð Undanfarið ár hafi laun hækkað um 7,3, samanborið við 6,2% árshækkun leiguverðs á höfuðborgarssvæðinu og 5,4% hækkun íbúðaverðs. 5. júní 2018 07:54
Fasteignaverð á ekki heima í mælingunni á verðbólgu Húsnæði, þ.e. fasteignum, er, því miður, í daglegu tali ruglað saman við það sem húsnæðið framleiðir, þ.e. (húsa)skjól. 20. júlí 2018 06:00