Forstjóri Kauphallarinnar segir koma til greina að miðla upplýsingum um hluthafa í samstarfi við félög Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 18:30 Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Vísir/ÞÞ Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll. Persónuvernd Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Forstjóri Kauphallar Íslands segir koma til greina að Kauphöllin taki upp nýtt verklag um miðlun upplýsinga um stærstu hluthafa skráðra félaga í samstarfi við félögin sjálf. Kauphöllin óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en tekin var ákvörðun um að hætta að birta sérstaklega upplýsingar um 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Í mörg ár hefur Kauphöll Íslands tekið saman og birt lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum félögum. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að þessu hefði nú verið hætt. Var ákvörðun þess efnis tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en starfólk Kauphallarinnar telur að þetta verklag samræmist ekki ákvæðum laganna. Þessi ákvörðun hefur sætt gagnrýni enda telja margir að hún gangi í berhögg við sjónarmið um gagnsæi á hlutabréfamarkaði. „Að höfðu samráði við okkar ráðgjafa hjá Nasdaq erlendis og lögfræðinga innan fyrirtækisins og utanaðkomandi ráðgjafa hér innanlands var tekin ákvörðun um að hætta dreifingu þessara lista,“ segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallar Íslands. Óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar Kauphöll Íslands óskaði ekki eftir áliti Persónuverndar áður en ákvörðun var tekin um að hætta að taka saman og birta lista yfir 20 stærstu hluthafana í skráðum félögum. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að stór hluti af starfsemi Persónuverndar felst í því að skera úr um rétta túlkun á ákvæðum laga um persónuvernd og leita einstaklingar, lögaðilar og önnur stjórnvöld til stofnunarinnar í þessum tilgangi. „Við höfum fengið samdóma álit okkar sérfræðina á málinu. Þar að auki koma þetta tiltekna mál seint upp áður en lögin tóku gildi. Við mátum það sem svo að við gætum ekki fengið í tæka tíð álit frá Persónuvernd. Að svo stöddu ákváðum við að hætta þessari dreifingu,“ segir Páll. Hann bendir á að skráð félög geta haldið áfram að birta þessar upplýsingar að fengnu samþykki hluthafa. Ekki sé praktískt fyrir Kauphöllina að standa í slíku. En gæti Kauphöllin ekki nálgast þessar upplýsingar hjá félögunum sjálfum og miðlað þeim áfram? „Það mætti skoða það nú í kjölfarið að taka upp nýtt verklag. Svo framarlega sem það liggur fyrir óyggjandi samþykki viðkomandi einstaklinga og hlutafélögin geta komið því samþykki á framfæri við Kauphöllina, þá finnst mér alveg koma til greina að skoða það,“ segir Páll.
Persónuvernd Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira