Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júlí 2018 15:03 El Shafee Elsheikh (til hægri) og Alexanda Kotey (til vinstri). Ekki er vitað hvenær myndirnar voru teknar en þær voru teknar eftir að þeir voru handsamaðir í janúar. Vísir/AFP Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. Frá þessu er greint á vef BBC en bréfi frá innanríkisráðherra Bretlands, Sajid Javid, til bandaríska dómsmálaráðherrans, Jeff Sessions, er varðar mál mannanna tveggja var lekið til breska blaðsins Telegraph. Mennirnir, þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, eru frá Vestur-Lonon en voru handsamaðir í Sýrlandi í janúar síðastliðnum. Kotey og Elsheikh voru hluti af alræmdum fjögurra manna hópi erlendra vígamanna ISIS, „Bítlunum,“ sem fékk það nafn vegna þess með hvaða hreim mennirnir töluðu.Segir ekki um stefnubreytingu að ræða Árum saman hefur Bretland krafist þess af stjórnvöldum í löndum þar sem dauðarefsing er við lýði að slík refsing sé ekki notuð í þeim málum þar sem bresk yfirvöld hafa veitt upplýsingar eða framselt grunaða einstaklinga. Í bréfinu segir Javid að hann sé þeirrar skoðunar að í þessu máli hnígi sterk rök til þess að krefjast ekki þess að dauðarefsingu verði ekki beitt. Hann segir þó þessa nálgun sína ekki vera merki um stefnubreytingu af hálfu breskra yfirvalda er varðar dauðarefsingar í Bandaríkjunum almennt. Að því er segir í frétt Sky News um málið afhjúpar bréf Javid þann ótta hans að bresk lög dugi ekki til svo sækja megi „Bítlana“ til saka. Bandarísku hryðjverkalögin gætu hins vegar dugað til. Talsmaður Theresu May, forsætisráðherra, segir hana vita af bréfinu og að ríkisstjórnin væri á móti dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum. „Við viljum að mennirnir verði sóttir til saka hjá réttu dómsvaldi,“ sagði talsmaðurinn jafnframt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45
Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55