Erlent

Gíslatökumaðurinn í Los Angeles nafngreindur

Samúel Karl Ólason skrifar
Forsvarsmenn Trader Joe's verslanakeðjunnar sendu frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu gærdaginn hafa verið þann sorglegasta í sögu fyrirtækisins.
Forsvarsmenn Trader Joe's verslanakeðjunnar sendu frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu gærdaginn hafa verið þann sorglegasta í sögu fyrirtækisins. Vísir/AP
Lögreglan í Los Angeles hafur nafngreint 28 ára gamlan mann sem hefur verið ákærður eftir að hann tók gísla í verslun í gærkvöldi og myrti konu þar. Þar að auki er hann grunaður um að hafa skotið ömmu sína ítrekað, en hún lifði af og er í alvarlegu ástandi, annars staðar í borginni. Hann heitir Gene Evin Atkins og þyrfti að greiða tvær milljónir dala í tryggingu til að ganga laus fram að réttarhöldum.



Eftir að hann skaut ömmu sína sjö sinnum þvingaði hann aðra konu upp í bíl sinn og keyrði á brott.

Atkins var veitt eftirför og klessti hann bíl sinn fyrir utan verslunina Trader Joe-s. Hann skiptist þá á skotum við lögregluþjóna og hljóp inn í verslunina þar sem hann tók um fólk í gíslingu. Einhverjum tókst að flýja með því að klifra út um glugga.

Samkvæmt frétt Reuters var Atkins skotinn í handlegginn áður en hann leitaði sér skjóls í verslunni. Á Þegar hann leitaði sér skjóls skaut hann Melyda Corado, verslunarstjóra Trader Joe‘s, til bana.



Eftir um þriggja klukkustunda umsátur gafst Atkins upp. Fyrst handjárnaði hann þó sjálfan sig og gaf sig fram við lögreglu.

Michael Moore, lögreglustjóri, sagði Atkins hafa lagt fram ýmsar kröfur við upphaf umsátursins en samningamenn lögreglunnar hafi verið sannfærðir um að þeir gætu fengið hann til að gefast upp. Sem gekk svo að endingu.

Forsvarsmenn Trader Joe‘s verslanakeðjunnar sendu frá sér tilkynningu þar sem þeir sögðu gærdaginn hafa verið þann sorglegasta í sögu fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×