Erlendir sjóðir fjárfestu fyrir 420 milljónir króna í Takumi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. júlí 2018 10:00 Úr höfuðstöðvum Takumi. MYND/TAKUMI Nýsköpun Íslenska sprotafyrirtækið Takumi International tryggði sér fjármögnun upp á þrjár milljónir punda, eða sem nemur 420 milljónum króna, frá breskum og bandarískum sjóðum og englafjárfestum í annarri fjármögnunarumferð fyrirtækisins. Heildarfjárfesting í fyrirtækinu frá því að það var stofnað fyrir tæpum þremur árum nemur tæplega 1,3 milljörðum króna. Takumi, sem er markaðstorg fyrir auglýsendur og áhrifavalda á Instagram, var stofnað af Guðmundi Eggertssyni, Jökli Sólberg og Mats Stigzelius í nóvember 2015. Síðan hefur fyrirtækið vaxið ört. Það hefur starfsstöðvar í Reykjavík, London, Berlín og New York, og alls 40 starfsmenn, þar af níu á Íslandi. „Hugmyndin kom þegar Instagram var orðinn einn stærsti samfélagsmiðillinn og margir notendur voru orðnir stórir á staðbundinn mælikvarða, þó að þeir hefðu ekki nærri því jafn marga fylgjendur og stórstjörnur. Það getur verið mikið umstang fyrir auglýsendur að vinna með mörgum litlum áhrifavöldum í einu og við sáum því fyrir okkur markaðstorg sem gerði þeim það kleift,“ segir Jökull. Takumi hefur unnið með 800 vörumerkjum og 15.000 áhrifavöldum. Fyrr á árinu hóf fyrirtækið samstarf með vörumerkjum á borð við Heinz, Nestlé og Gillette. „Við erum þegar leiðandi á sviði áhrifavaldamarkaðssetningar í Bretlandi og Þýskalandi sem eru stærstu auglýsingamarkaðir Evrópu. Fjármagnið munum við nota til að styrkja forritarateymið okkar og vöxt á Bandaríkjamarkaði.“ Aðspurður segir Jökull samkeppnina á markaðinum harða og býst hann við samþjöppun og grisjun á næstunni. „Það fengu margir sömu hugmynd á sama tíma og nú eru of mörg fyrirtæki á markaðinum,“ segir Jökull en bætir við að Takumi sé vel í stakk búið til að takast á við hræringar á markaðinum. Fyrirtækið hafi lagt mikið í að byggja upp fyrirtækið. Áhrifavaldamarkaðssetning hefur sprungið út á fáum árum og er eftir miklu að slægjast. Nefnir Jökull að samkvæmt greiningu markaðsrannsóknafyrirtækisins eMarketer hafi einum milljarði dollara verið varið í áhrifavaldamarkaðssetningu á alþjóðavísu í fyrra þó að aðeins sé tekið tillit til Instagram-hluta markaðarins. – thf Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Nýsköpun Íslenska sprotafyrirtækið Takumi International tryggði sér fjármögnun upp á þrjár milljónir punda, eða sem nemur 420 milljónum króna, frá breskum og bandarískum sjóðum og englafjárfestum í annarri fjármögnunarumferð fyrirtækisins. Heildarfjárfesting í fyrirtækinu frá því að það var stofnað fyrir tæpum þremur árum nemur tæplega 1,3 milljörðum króna. Takumi, sem er markaðstorg fyrir auglýsendur og áhrifavalda á Instagram, var stofnað af Guðmundi Eggertssyni, Jökli Sólberg og Mats Stigzelius í nóvember 2015. Síðan hefur fyrirtækið vaxið ört. Það hefur starfsstöðvar í Reykjavík, London, Berlín og New York, og alls 40 starfsmenn, þar af níu á Íslandi. „Hugmyndin kom þegar Instagram var orðinn einn stærsti samfélagsmiðillinn og margir notendur voru orðnir stórir á staðbundinn mælikvarða, þó að þeir hefðu ekki nærri því jafn marga fylgjendur og stórstjörnur. Það getur verið mikið umstang fyrir auglýsendur að vinna með mörgum litlum áhrifavöldum í einu og við sáum því fyrir okkur markaðstorg sem gerði þeim það kleift,“ segir Jökull. Takumi hefur unnið með 800 vörumerkjum og 15.000 áhrifavöldum. Fyrr á árinu hóf fyrirtækið samstarf með vörumerkjum á borð við Heinz, Nestlé og Gillette. „Við erum þegar leiðandi á sviði áhrifavaldamarkaðssetningar í Bretlandi og Þýskalandi sem eru stærstu auglýsingamarkaðir Evrópu. Fjármagnið munum við nota til að styrkja forritarateymið okkar og vöxt á Bandaríkjamarkaði.“ Aðspurður segir Jökull samkeppnina á markaðinum harða og býst hann við samþjöppun og grisjun á næstunni. „Það fengu margir sömu hugmynd á sama tíma og nú eru of mörg fyrirtæki á markaðinum,“ segir Jökull en bætir við að Takumi sé vel í stakk búið til að takast á við hræringar á markaðinum. Fyrirtækið hafi lagt mikið í að byggja upp fyrirtækið. Áhrifavaldamarkaðssetning hefur sprungið út á fáum árum og er eftir miklu að slægjast. Nefnir Jökull að samkvæmt greiningu markaðsrannsóknafyrirtækisins eMarketer hafi einum milljarði dollara verið varið í áhrifavaldamarkaðssetningu á alþjóðavísu í fyrra þó að aðeins sé tekið tillit til Instagram-hluta markaðarins. – thf
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira