Ætlaði sér aldrei að særa embættismenn borgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 22:49 Frá fyrsta borgarstjórnarfundinum á þessu kjörtímabili þar sem allt lék á reiðiskjálfi. Vísir/Stöð 2 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu. Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur beðist afsökunar á orðaskiptum sem áttu sér stað eftir að Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, upplýsti að Marta hygðist taka sæti í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn, það er fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins, Miðflokksins og Sósíalista, fannst þetta til marks um grófan trúnaðarbrest og hélt Marta því fram að sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í ráð og nefndir borgarstjórnar væri trúnaðarmál. Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, ritaði í framhaldinu minnisblað þar sem kom fram að hún teldi að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar þegar Marta sakaði starfsmenn borgarinnar um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum sínum.Á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag lagði Marta fram bréf þar sem hún sagði að kenna mætti málið við storm í vatnsglasi.Marta Guðjónsdóttir, Borgarfulltrúi.Stóð ekki til að efast um heilindi embættismanns Hún segir málið hafa orðið til orðaskipta sem einn af embættismönnum borgarinnar túlkaði sem einhverskonar árás á sig og ásakanir um brot á starfsskyldu. „Af hálfu borgarfulltrúa í minnihluta borgarstjórnar er talið að hugleiðingar embættismannsins um þetta efni hafi verið án nægilegs tilefnis. Aldrei stóð til að efast um heilindi eða starfshæfni embættismannsins,“ segir Marta í bréfi sínu.Sjá einnig: Allt leikur á reiðiskjálfi á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Fráleitt að brigsla starfsfólki ráðhússins um leka og svik og trúnaðarbrest“ Hún segir að málið ætti að verða tilefni til þess að þess sé gætt framvegis að fylgja reglum á skrifstofum borgarinnar við birtingu á upplýsingum um tillögugerð borgarfulltrúa. Þar þurfi að gæta jafnræðis og tryggja að vitneskja um slíkar tillögur berist öllum borgarfulltrúum á sama tíma og með sama efnisinnihaldi. „Hafi orðaskiptin vegna þessa máls vakið upp særindi hjá embættismönnum, einum eða fleiri, biðja viðkomandi borgarfulltrúar úr minnihluta velvirðingar á því og taka fram að ekki hafi vakað fyrir þeim að vekja upp slíkar tilfinningar,“ skrifar Marta fyrir hönd borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en fulltrúar Sósíalista, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku undir það sem kom fram í bréfi hennar.Hlakka til samstarfsins Forsætisnefnd bókaði í sameiningu að komin séu málalok og vonast væri eftir góðu samstarfi allra flokka á kjörtímabilinu. Helga Björk Laxdal lagði fram bókun þar sem hún þakkaði kærlega fyrir þau viðbrögð sem komu fram í bréfinu. Sagði hún starfsfólk skrifstofu borgarstjórnar afar þakklátt fyrir þessi málalok og hlakkar til samstarfsins á kjörtímabilinu.
Tengdar fréttir Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20 Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Telur að siðareglur hafi verið brotnar og vill borgarfulltrúa á námskeið Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, telur að ákvæði sveitarstjórnalaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotnar 26. júní 2018 10:20
Segir að skrifstofustjóri eigi „ekki að skipta sér af“ pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki rétt að hún hafi sakað eða nafngreint nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka. 27. júní 2018 11:24
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent