Stillt til friðar á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 21:15 Frá mótmælum við landamæri Ísrael og Palestínu í dag. Vísir/EPA Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé á Gasaströndinni, samkvæmt talsmanni Hamas. Hann segir Egypta og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að það því að stilla til friðar eftir að ísraelskur hermaður var skotinn til bana af leyniskyttu. Ísraelsher svaraði með fjölda árása. Reuters ræddi við íbúa sem segja allt vera með kyrrum kjörum á Gasa. Ísraelsher hefur gert loftárásir á minnst 60 skotmörk á Gasa í kjölfarið og fellt minnst fjóra Palestínumenn. Þrír þeirra eru sagðir vera Hamas-liðar og sá fjórði mun vera almennur borgari og var hann skotinn á mótmælum við landamærin. 120 Palestínumenn eru sagðir vera særðir. Þá hefur eldflaugum verið skotið að Ísrael og voru minnst tvær skotnar niður. Vitað er að ein til viðbótar lenti á akri og hefur engan sakað. Nickolay Mladenov, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Miðausturlönd, hvatti báðar fylkingar í dag til þess að „stíga frá brúninni“, eins og hann orðaði það. Ekki mætti koma til annars stríðs á milli IDF og Hamas.Áðurnefndur hermaður er fyrsti Ísraelsmaðurinn til að falla frá 30. mars þegar umfangsmikil mótmæli hófust við landamæri Palestínu og Ísrael. Síðan þá hafa minnst 149 Palestínumenn fallið, þar af voru flestir skotnir til bana á meðan á mótmælum stóð. Í síðustu viku sagði Ísraelsher að umfangsmiklar loftárásir hefðu verið gerðar á Gasa og það hafi verið viðbrögð við rúmlega 200 eldflauga- og sprengjuvörpuskotum að Ísrael. Þar að auki hafa Palestínumenn verið að senda loftdreka, hlaðna eldfimum efnum, yfir landamærin. Heilu akrarnir hafa orðið eldi að bráð.Uppfært 23:30 með tilliti til vopnahlésins. Recap of tonight's events pic.twitter.com/HsbtHHqq2G— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 The IDF struck 60 sites in 3 Hamas battalion compounds. The targets included weapon manufacturing sites, a shaft to a tunnel network, a factory used for underground infrastructure manufacturing, a UAV warehouse, military operations room, training facilities, and observation posts pic.twitter.com/uTCxAyg2By— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 IDF fighter jets continue to strike military targets throughout the Gaza Strip. The IDF recently completed an additional strike on 25 military targets located in a Hamas battalion headquarter in Khan Yunis in the southern Gaza Strip pic.twitter.com/jcQL21fgKQ— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé á Gasaströndinni, samkvæmt talsmanni Hamas. Hann segir Egypta og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að það því að stilla til friðar eftir að ísraelskur hermaður var skotinn til bana af leyniskyttu. Ísraelsher svaraði með fjölda árása. Reuters ræddi við íbúa sem segja allt vera með kyrrum kjörum á Gasa. Ísraelsher hefur gert loftárásir á minnst 60 skotmörk á Gasa í kjölfarið og fellt minnst fjóra Palestínumenn. Þrír þeirra eru sagðir vera Hamas-liðar og sá fjórði mun vera almennur borgari og var hann skotinn á mótmælum við landamærin. 120 Palestínumenn eru sagðir vera særðir. Þá hefur eldflaugum verið skotið að Ísrael og voru minnst tvær skotnar niður. Vitað er að ein til viðbótar lenti á akri og hefur engan sakað. Nickolay Mladenov, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Miðausturlönd, hvatti báðar fylkingar í dag til þess að „stíga frá brúninni“, eins og hann orðaði það. Ekki mætti koma til annars stríðs á milli IDF og Hamas.Áðurnefndur hermaður er fyrsti Ísraelsmaðurinn til að falla frá 30. mars þegar umfangsmikil mótmæli hófust við landamæri Palestínu og Ísrael. Síðan þá hafa minnst 149 Palestínumenn fallið, þar af voru flestir skotnir til bana á meðan á mótmælum stóð. Í síðustu viku sagði Ísraelsher að umfangsmiklar loftárásir hefðu verið gerðar á Gasa og það hafi verið viðbrögð við rúmlega 200 eldflauga- og sprengjuvörpuskotum að Ísrael. Þar að auki hafa Palestínumenn verið að senda loftdreka, hlaðna eldfimum efnum, yfir landamærin. Heilu akrarnir hafa orðið eldi að bráð.Uppfært 23:30 með tilliti til vopnahlésins. Recap of tonight's events pic.twitter.com/HsbtHHqq2G— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 The IDF struck 60 sites in 3 Hamas battalion compounds. The targets included weapon manufacturing sites, a shaft to a tunnel network, a factory used for underground infrastructure manufacturing, a UAV warehouse, military operations room, training facilities, and observation posts pic.twitter.com/uTCxAyg2By— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 IDF fighter jets continue to strike military targets throughout the Gaza Strip. The IDF recently completed an additional strike on 25 military targets located in a Hamas battalion headquarter in Khan Yunis in the southern Gaza Strip pic.twitter.com/jcQL21fgKQ— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018
Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira