Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. Vísir/Hanna Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir. Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir.
Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
„Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56