Conte ætlar að lögsækja Chelsea Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:00 Conte vann enska bikarinn í vor og Englandsmeistaratitilinn fyrir ári síðan vísir/getty Antonio Conte ætlar að lögsækja fyrrum vinnuveitanda sinn, Chelsea, fyrir það hversu langan tíma félagið tók sér í að reka hann. Conte telur að félagið hafi kostað hann nýja atvinnumöguleika. Chelsea tilkynnti formlega að Conte hefði verið leystur frá störfum í síðustu viku. Það hafði hins vegar verið umræða um brottrekstur hans allt frá því um áramótin þar sem hann átti ekki í góðu sambandi við stjórnarmeðlimi félagsins. Conte vann ensku bikarkeppnina með Chelsea í vor. Hann fór svo í sumarfrí og heyrði ekkert frá félaginu fyrr en hann snéri aftur til vinnu fyrir tveimur vikum og fór að undirbúa undirbúningstímabil liðsins. Hann var með leikmönnunum í fjóra daga áður en hann var rekinn eftir fund með stjórnarformanni Chelsea. Alls liðu 55 dagar frá bikarsigrinum þar til hann var rekinn. Ítalinn er reiður út í Chelsea fyrir að hafa haldið honum í vinnu svo lengi þegar það virtist löngu ljóst að ætti að reka hann. Hann segir félagið hafa kostað hann tækifæri á að komast í vinnu annars staðar í sumar og er lögfræðiteymi hans að undirbúa lögsókn þar sem Conte krefst bóta eftir því sem kemur fram í grein breska blaðsins Times. Hann á nú þegar inni hjá félaginu 9 milljónir punda í laun út upphaflegt samningstímabil hans. Chelsea hefur hins vegar hótað að halda þeim peningi vegna hegðunar Conte í garð félagsins og stjórnarinnar á síðasta tímabili. Chelsea tilkynnti Maurizio Sarri sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins sólarhring eftir brottrekstur Conte. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Chelsea staðfestir komu Sarri | Jorginho í London Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur staðfest það að Maurizio Sarri verður næsti stjóri liðsins eftir að Antonio Conte var látinn fara fyrr í vikunni. 14. júlí 2018 10:30 Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið "stuttu“ síðar. 13. júlí 2018 14:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Antonio Conte ætlar að lögsækja fyrrum vinnuveitanda sinn, Chelsea, fyrir það hversu langan tíma félagið tók sér í að reka hann. Conte telur að félagið hafi kostað hann nýja atvinnumöguleika. Chelsea tilkynnti formlega að Conte hefði verið leystur frá störfum í síðustu viku. Það hafði hins vegar verið umræða um brottrekstur hans allt frá því um áramótin þar sem hann átti ekki í góðu sambandi við stjórnarmeðlimi félagsins. Conte vann ensku bikarkeppnina með Chelsea í vor. Hann fór svo í sumarfrí og heyrði ekkert frá félaginu fyrr en hann snéri aftur til vinnu fyrir tveimur vikum og fór að undirbúa undirbúningstímabil liðsins. Hann var með leikmönnunum í fjóra daga áður en hann var rekinn eftir fund með stjórnarformanni Chelsea. Alls liðu 55 dagar frá bikarsigrinum þar til hann var rekinn. Ítalinn er reiður út í Chelsea fyrir að hafa haldið honum í vinnu svo lengi þegar það virtist löngu ljóst að ætti að reka hann. Hann segir félagið hafa kostað hann tækifæri á að komast í vinnu annars staðar í sumar og er lögfræðiteymi hans að undirbúa lögsókn þar sem Conte krefst bóta eftir því sem kemur fram í grein breska blaðsins Times. Hann á nú þegar inni hjá félaginu 9 milljónir punda í laun út upphaflegt samningstímabil hans. Chelsea hefur hins vegar hótað að halda þeim peningi vegna hegðunar Conte í garð félagsins og stjórnarinnar á síðasta tímabili. Chelsea tilkynnti Maurizio Sarri sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins sólarhring eftir brottrekstur Conte.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Chelsea staðfestir komu Sarri | Jorginho í London Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur staðfest það að Maurizio Sarri verður næsti stjóri liðsins eftir að Antonio Conte var látinn fara fyrr í vikunni. 14. júlí 2018 10:30 Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið "stuttu“ síðar. 13. júlí 2018 14:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22
Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00
Chelsea staðfestir komu Sarri | Jorginho í London Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur staðfest það að Maurizio Sarri verður næsti stjóri liðsins eftir að Antonio Conte var látinn fara fyrr í vikunni. 14. júlí 2018 10:30
Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið "stuttu“ síðar. 13. júlí 2018 14:00