„Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29