Þjóðgarðar

Fréttamynd

Verður Þórs­mörk þjóð­garður?

Starfshópur vinnur nú að því að kann fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Hlutverk hópsins er að meta kosti og galla þess að gera svæðið að þjóðgarði með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­garðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið

Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað.

Innlent
Fréttamynd

Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengi­sandi

Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega.

Innlent
Fréttamynd

Mikil tæki­­færi felist í að gera Þórs­mörk að þjóð­garði

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Játar sekt í Yellow­stone-máli

Írski stórleikarinn Pierce Brosnan hefur játað sök í máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Náttúru­vernd og hálendisþjóðgarður

Sífellt verður ágangur orkufyrirtækja á náttúruna meiri og engu til sparað til að sannfæra almenning um hversu mikil orkuþörfin er, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á annað auk þess sem óljóst er hvar og hvernig nota eigi orkuna.

Skoðun
Fréttamynd

Leitað að teikningu Kjarvals vegna smíði brúar yfir Skaftá

Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur.

Innlent
Fréttamynd

Þing­vellir fengu fyrsta heiðurs­merki Vörðu

Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum.

Innlent
Fréttamynd

Hallærislegt virkjanaútspil

Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum.

Skoðun
Fréttamynd

Stækkun Vatna­jökuls­þjóð­garðs: Lögin og ó­vissan

Þann 23. september 2021 undirritaði umhverfisráðherra reglugerð um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs. Reglugerðin er sett á grunni laga um Vatnajökulsþjóðgarð. Einnig höfðu verið til umfjöllunar hugmyndir um stækkun þjóðgarðsins í Skaftárhreppi, m.a. þannig að hluti Mýrdalsjökuls félli þar undir.

Skoðun
Fréttamynd

Skyndifundur í Skaftártungu af ótta við þjóðgarðsstækkun

Bændur í Skaftártungu og Álftaveri fjölmenntu til skyndifundar í gærkvöldi af ótta við að umhverfisráðherra hyggist fyrir komandi kosningar stækka Vatnajökulsþjóðgarð yfir afréttarlönd þeirra í Skaftárhreppi. Þeir krefjast þess að málinu verði frestað.

Innlent
Fréttamynd

Ást á óspilltu landi

Þegar ég bjó í Hollandi á árunum 1994 til 2008 þótti mér gaman að segja frá því hvað tilfinningin sem fylgir því að eiga landið sitt gerir fyrir íslensku þjóðarsálina og þar af leiðandi fyrir mig. Svolítið rómantískt, en fallegt og kröftugt.

Skoðun