Erlent

Hringdi í lögreglu vegna innbrotsþjófs og var skotinn til bana af lögregluþjóni

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var mikil óreiða á vettvangi þegar lögregluþjónar komu inn í íbúðina. Mættu þeir vopnuðum manni og skaut einn lögregluþjónn þann mann, sem reyndist vera eigandi hússins, til bana.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var mikil óreiða á vettvangi þegar lögregluþjónar komu inn í íbúðina. Mættu þeir vopnuðum manni og skaut einn lögregluþjónn þann mann, sem reyndist vera eigandi hússins, til bana. Vísir/Getty
Maður sem stóð í því að verja heimili sitt gegn innbrotsþjófi var skotinn til bana af lögregluþjóni í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Eiginkona mannsins hringdi í lögregluna þegar þau urðu vör við innbrotsþjófinn og maðurinn tók skammbyssu sína og reyndi að reka þjófinn á brott. Þegar lögregluþjóna bar að garði heyrðu þeir skothljóð frá húsinu.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni var mikil óreiða á vettvangi þegar lögregluþjónar komu inn í íbúðina. Mættu þeir vopnuðum manni og skaut einn lögregluþjónn þann mann, sem reyndist vera eigandi hússins, til bana. Þar að auki fundu þeir látin mann og alvarlega særðan ungling. Unglingurinn mun einnig hafa verið íbúi hússins og var hann særður af innbrotsþjófnum.

Lögreglan hefur ekki gefið upp nafn mannsins, né innbrotsþjófsins. Denver Post ræddi þó við nágranna mannsins sem segja ástandið verulega sorglegt. Margir eru uggandi yfir þessu og hafa beðið lögregluna um frekari upplýsingar.



Maðurinn sem lögreglan skaut til bana var eldri maður á eftirlaunum og átti hann börn og barnabörn, samkvæmt nágrönnum hans.

„Hann var fjölskyldumaður, afi sem var að verja fjölskyldu sína,“ sagði einn af nágrönnum hans og bætti við: „Þetta er fáránlegt.“

„Þetta er mjög sorglegt atvik fyrir alla sem að því koma,“ sagði lögreglustjórinn Nick Metz.



Lögregluþjónninn hefur verið settur í tímabundið leyfi á meðan atvikið er til rannsóknar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×