Áfram framkvæmdastjóri CBS þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. júlí 2018 10:44 Utanaðkomandi aðilar verða fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóra CBS. Honum verður ekki gert að stíga til hliðar á meðan rannsókninni stendur. Vísir/getty Ásakanir á hendur Leslie Moonves, framkvæmdastjóra CBS, voru ræddar á stjórnarfundi sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Á fundinum var ákveðið að Moonves héldi stöðu sinni en að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóranum. Reuters greinir frá. Sex stigu fram Sex konur sem starfa hjá fyrirtækinu stigu fram í The New Yorker og greindu frá því að Moonves hafi bæði kysst þær og snert án þeirra samþykkis. Meint kynferðisleg áreitni á að hafa átt sér stað á árunum 1985-2006. Honum er gefið að sök að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær höfnuðu kynferðislegum umleitunum hans. Skaðleg vinnumenning Þrjátíu manns sem ýmist starfa eða störfuðu hjá CBS segja að forstjórinn hafi stuðlað að skaðlegri vinnumenningu. Starfsmenn sem hafi orðið uppvísir að kynferðislegri áreitni hefðu hlotið framgang í starfi og þá hefðu þolendur fengið greiðslur í skiptum fyrir þagmælsku. Ákvörðun stjórnarinnar eins og blaut tuska í andlitið Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að Moonves verði áfram æðsti stjórnandi fyrirtækisins þrátt fyrir ásakanirnar. Ekki voru allir sáttir með ákvörðun stjórnarinnar en Melissa Silverstein, sem heldur úti síðunni Konur og Hollywood, segir að stjórnin hafi ekki brugðist við í samræmi við alvarleika málsins og að það sé eins og blaut tuska í andlitið á þeim konum sem greindu frá framferði Moonves að hann verði áfram forstjóri líkt og ekkert hefði í skorist. Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein skrifar um Moonves Ronan Farrow, blaðamaður New Yorker, varpaði ljósi á frásagnir kvennanna en hann er jafnframt sá blaðamaður sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í yfirlýsingu sem Moonves sendi New Yorker segist hann alltaf hafa virt rétt kvenna til að hafna sér. Hann viðurkenndi að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær en bætir við að hann sjái eftir því. Moonves einn var valdamestu karlmönnum í Hollywood og hefur haldið um stjórnartaumana hjá CBS í áratug. Hann er 68 ára og er giftur dagskrárgerðakonunni Julie Chen. MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Ásakanir á hendur Leslie Moonves, framkvæmdastjóra CBS, voru ræddar á stjórnarfundi sjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Á fundinum var ákveðið að Moonves héldi stöðu sinni en að óháðir aðilar yrðu fengnir til að rannsaka ásakanir á hendur framkvæmdastjóranum. Reuters greinir frá. Sex stigu fram Sex konur sem starfa hjá fyrirtækinu stigu fram í The New Yorker og greindu frá því að Moonves hafi bæði kysst þær og snert án þeirra samþykkis. Meint kynferðisleg áreitni á að hafa átt sér stað á árunum 1985-2006. Honum er gefið að sök að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær höfnuðu kynferðislegum umleitunum hans. Skaðleg vinnumenning Þrjátíu manns sem ýmist starfa eða störfuðu hjá CBS segja að forstjórinn hafi stuðlað að skaðlegri vinnumenningu. Starfsmenn sem hafi orðið uppvísir að kynferðislegri áreitni hefðu hlotið framgang í starfi og þá hefðu þolendur fengið greiðslur í skiptum fyrir þagmælsku. Ákvörðun stjórnarinnar eins og blaut tuska í andlitið Stjórn fyrirtækisins sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að Moonves verði áfram æðsti stjórnandi fyrirtækisins þrátt fyrir ásakanirnar. Ekki voru allir sáttir með ákvörðun stjórnarinnar en Melissa Silverstein, sem heldur úti síðunni Konur og Hollywood, segir að stjórnin hafi ekki brugðist við í samræmi við alvarleika málsins og að það sé eins og blaut tuska í andlitið á þeim konum sem greindu frá framferði Moonves að hann verði áfram forstjóri líkt og ekkert hefði í skorist. Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein skrifar um Moonves Ronan Farrow, blaðamaður New Yorker, varpaði ljósi á frásagnir kvennanna en hann er jafnframt sá blaðamaður sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í yfirlýsingu sem Moonves sendi New Yorker segist hann alltaf hafa virt rétt kvenna til að hafna sér. Hann viðurkenndi að hann kynni að hafa valdið einhverjum konum hugarangri í gegnum tíðina með því að stíga í vænginn við þær en bætir við að hann sjái eftir því. Moonves einn var valdamestu karlmönnum í Hollywood og hefur haldið um stjórnartaumana hjá CBS í áratug. Hann er 68 ára og er giftur dagskrárgerðakonunni Julie Chen.
MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45