ISIS-liðar rændu tugum kvenna og barna Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2018 14:41 Minnst 250 féllu í sprengju- og skotárásum í héraðinu á miðvikudaginn og voru flestir þeirra almennir borgarar. Vísir/AP Vígamenn Íslamska ríkisins rændu tugum kvenna og barna sem tilheyra Druze-minnihlutahópnum í Sýrlandi. Það gerðu þeir í síðustu viku þegar þeir réðust á þorp þeirra nærri borginni Sweida í mannskæðustu árásum ISIS frá upphafi átakanna í Sýrlandi. Minnst 250 féllu í sprengju- og skotárásum í héraðinu á miðvikudaginn og voru flestir þeirra almennir borgarar.AFP fréttaveitan segir fregnir nú hafa borist af því að 36 konum og börnum hafi verið rænt úr einu þorpanna. Fjórum konum hafi síðan þá tekist að flýja og tvær séu dánar. Enn séu þó fjórtán konur og sextán börn í haldi vígamannanna.ISIS-liðar eru sagðir hafa birt myndband af einni konunni þar sem hún er að leggja fram kröfur ISIS til ríkisstjórnar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þeir hafa krafist þess að skipta á föngum við ríkisstjórnina og að Assad-liðar hætti sókn sinni gegn ISIS í suðurhluta Sýrlands. Þorpið sem um ræðir heitir Al-Shabki og tilheyra flestir fanganna tveimur stórum fjölskyldum. Blaðamaður héraðsmiðils sem AFP ræddi við segir íbúa þorpsins vera bændur og þeir hafi ekki átt nein vopn. Því hafi mótspyrna verið lítil sem engin og þegar vígamenn ISIS tóku eftir því rændu þeir fólkinu. Íslamska ríkið hefur tapað nánast öllu sínu landsvæði í Sýrlandi og öllu yfirráðasvæði í Írak. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Mannskæðar árásir ISIS í Sýrlandi Minnst 180 eru látnir eftir fjölda árása vígamanna Íslamska ríkisins í suðurhluta Sýrlands í dag. 25. júlí 2018 16:27 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins rændu tugum kvenna og barna sem tilheyra Druze-minnihlutahópnum í Sýrlandi. Það gerðu þeir í síðustu viku þegar þeir réðust á þorp þeirra nærri borginni Sweida í mannskæðustu árásum ISIS frá upphafi átakanna í Sýrlandi. Minnst 250 féllu í sprengju- og skotárásum í héraðinu á miðvikudaginn og voru flestir þeirra almennir borgarar.AFP fréttaveitan segir fregnir nú hafa borist af því að 36 konum og börnum hafi verið rænt úr einu þorpanna. Fjórum konum hafi síðan þá tekist að flýja og tvær séu dánar. Enn séu þó fjórtán konur og sextán börn í haldi vígamannanna.ISIS-liðar eru sagðir hafa birt myndband af einni konunni þar sem hún er að leggja fram kröfur ISIS til ríkisstjórnar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þeir hafa krafist þess að skipta á föngum við ríkisstjórnina og að Assad-liðar hætti sókn sinni gegn ISIS í suðurhluta Sýrlands. Þorpið sem um ræðir heitir Al-Shabki og tilheyra flestir fanganna tveimur stórum fjölskyldum. Blaðamaður héraðsmiðils sem AFP ræddi við segir íbúa þorpsins vera bændur og þeir hafi ekki átt nein vopn. Því hafi mótspyrna verið lítil sem engin og þegar vígamenn ISIS tóku eftir því rændu þeir fólkinu. Íslamska ríkið hefur tapað nánast öllu sínu landsvæði í Sýrlandi og öllu yfirráðasvæði í Írak.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Mannskæðar árásir ISIS í Sýrlandi Minnst 180 eru látnir eftir fjölda árása vígamanna Íslamska ríkisins í suðurhluta Sýrlands í dag. 25. júlí 2018 16:27 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Mannskæðar árásir ISIS í Sýrlandi Minnst 180 eru látnir eftir fjölda árása vígamanna Íslamska ríkisins í suðurhluta Sýrlands í dag. 25. júlí 2018 16:27