Birta myndband af umdeildu banaskoti Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2018 10:37 Myndbandið sýnir að Blevins virðist halda á byssu þegar hann er skotinn. Yfirvöld Í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa birt myndbönd úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem skutu 31 árs gamlan þeldökkan mann til bana í síðasta mánuði. Lögregluþjónar voru sendir á vettvang eftir tilkynningu um ölvaðan mann sem var að skjóta upp í loftið nálguðust þeir Thurman Blevins þar sem hann sat á gangstétt. Hann var skotinn eftir stutta eftirför og virðist hann hafa haldið á byssu.Þegar lögregluþjónarnir nálguðust hann tók annar þeirra eftir því að hann væri vopnaður. þeir skipuðu honum að stoppa og hótuðu því að skjóta hann. Í fyrstu var hann með byssu sína í belti sínu en þegar hann var skotinn, hélt hann á byssunni. Áður en Blevins var skotinn bað hann lögregluþjónana um að láta sig vera, sagðist ekki hafa gert neitt og bað þá um að skjóta sig ekki. Í samtali við Star Tribune, segir Sydnee Brown, frænka Blevins, að hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hann hefði ekki ógnað lögregluþjónunum þegar þeir nálguðust hann og hélt hún því fram að þeir hafi ekki litið á hann sem manneskju. Fjölskylda hans fékk að horfa á myndbandið áður en það var birt.Lögregluþjónarnir tveir, Ryan Kelly, og Justin Schmidt, eru báðir í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Fjölskylda Blevins hefur kallað eftir því að þeim verði vikið úr starfi og sóttir til saka. Þeir skutu báðir úr byssum sínum og hæfðu Blevins margsinnis.Fjölskyldan hafði ráðið lögmanninn Glenda Hatchett, sem starfaði einnig fyrir fjölskyldu Phiilando Castile, sem skotinn var til bana af lögregluþjóni í Minnesota árið 2016 og var kærasta hans í beinni útsendingu á Facebook. Lögregluþjónninn var sýknaður af drápinu í fyrra.Þegar blaðamaður Star Tribune náði sambandi við Hatchett í gær, eftir að myndbandið var birt, sagðist hún hætt að vinna fyrir fjölskylduna. Búið var að skipuleggja mótmæli í borginni í vikunni. Áðurnefnd myndbönd voru birt eftir mótmæli í borginni en yfirvöld vildu ekki birta þau fyrr en búið væri að ræða við helstu vitni málsins. Birt voru myndbönd úr vestum beggja lögregluþjónanna og eitt myndband til viðbótar sem sérfræðingar höfðu farið yfir. Búið er að hægja á því á völdum stöðum og skerpa það.Vert er að vara við því að myndböndin geta vakið óhug fólks. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Yfirvöld Í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa birt myndbönd úr vestismyndavélum lögregluþjóna sem skutu 31 árs gamlan þeldökkan mann til bana í síðasta mánuði. Lögregluþjónar voru sendir á vettvang eftir tilkynningu um ölvaðan mann sem var að skjóta upp í loftið nálguðust þeir Thurman Blevins þar sem hann sat á gangstétt. Hann var skotinn eftir stutta eftirför og virðist hann hafa haldið á byssu.Þegar lögregluþjónarnir nálguðust hann tók annar þeirra eftir því að hann væri vopnaður. þeir skipuðu honum að stoppa og hótuðu því að skjóta hann. Í fyrstu var hann með byssu sína í belti sínu en þegar hann var skotinn, hélt hann á byssunni. Áður en Blevins var skotinn bað hann lögregluþjónana um að láta sig vera, sagðist ekki hafa gert neitt og bað þá um að skjóta sig ekki. Í samtali við Star Tribune, segir Sydnee Brown, frænka Blevins, að hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hann hefði ekki ógnað lögregluþjónunum þegar þeir nálguðust hann og hélt hún því fram að þeir hafi ekki litið á hann sem manneskju. Fjölskylda hans fékk að horfa á myndbandið áður en það var birt.Lögregluþjónarnir tveir, Ryan Kelly, og Justin Schmidt, eru báðir í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Fjölskylda Blevins hefur kallað eftir því að þeim verði vikið úr starfi og sóttir til saka. Þeir skutu báðir úr byssum sínum og hæfðu Blevins margsinnis.Fjölskyldan hafði ráðið lögmanninn Glenda Hatchett, sem starfaði einnig fyrir fjölskyldu Phiilando Castile, sem skotinn var til bana af lögregluþjóni í Minnesota árið 2016 og var kærasta hans í beinni útsendingu á Facebook. Lögregluþjónninn var sýknaður af drápinu í fyrra.Þegar blaðamaður Star Tribune náði sambandi við Hatchett í gær, eftir að myndbandið var birt, sagðist hún hætt að vinna fyrir fjölskylduna. Búið var að skipuleggja mótmæli í borginni í vikunni. Áðurnefnd myndbönd voru birt eftir mótmæli í borginni en yfirvöld vildu ekki birta þau fyrr en búið væri að ræða við helstu vitni málsins. Birt voru myndbönd úr vestum beggja lögregluþjónanna og eitt myndband til viðbótar sem sérfræðingar höfðu farið yfir. Búið er að hægja á því á völdum stöðum og skerpa það.Vert er að vara við því að myndböndin geta vakið óhug fólks.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira