Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Grindavík 2-0 │Öflugur sigur KR Árni Jóhannsson á Alvogenvellinum. skrifar 30. júlí 2018 22:00 Óskar Örn Hauksson er fyrirliði KR vísir/bára Leikur KR og Grindavíkur var mjög fjörugur í kvöld þó það hafi ekki verið mikið af færum sem litu dagsins ljós. Bæði lið eru mjög góð varnarlega og það sást ásamt því að ákvörðunartaka var oft ekki nógu góð á seinasta þriðjungi vallarins. KR-ingar voru mun betra liðið í kvöld og áttu flest færin en Kristijan Jajalo átti mjög flottan leik og hélt sínum mönnu inn í leiknum í 82 mínútur. Það var á 82. mínútu sem Óskar Örn Hauksson braut múrinn fyrir KR-inga eins og hann gerði í seinustu umferð, beint úr aukaspyrnu. Þar með náði Óskar að verða markahæsti leikmaður í sögu KR sem er magnað afrek. Aftur var Óskar á ferðinni á 88. mínútu þegar hann dansaði upp að endamörkum og sendi knöttinn fyrir markið það sem Björgvin Stefánsson var mættur og slúttaði knettinum í þaknetið og slúttaði þar með leiknum.Afhverju vann KR?KR náði tökunum á leiknum nánast á fyrstu mínútu og héldu þeir gestunum í á sínum varnarhelmingi en Grindvíkingar virtust vera sáttir við að verjast og verja stigið sitt. Svarið við spurningunni er að KR hefur Óskar Örn Hauksson í sínum röðum og þegar leikir eru spennandi og það vantar mörk þá stíga þannig gæðaleikmenn upp og klára leikinn.Bestu menn vallarins?Óskar Örn Hauksson var besti maður vallarins í kvöld og örlagavaldur en KR liðið leit mjög vel út bæðir varnarlega og sóknarlega. Kristijan Jajalo var svo besti maður gestanna en hann átti margar góðar vörslur sem gerðu það að verkum að Grindvíkingar voru inn í leiknum þangað til lítið var eftir af leiknum.Hvað gekk illa?Sköpun færa gekk illa í kvöld. Hjá báðum liðum. Eins og kom fram í upphitun í textalýsingunni þá eru þetta einar af bestu vörnum deildarinnar og það sást á löngum köflum leiksins. Annars var þetta mjög vel leikinn leikur og ætti í raun og veru ekki að vera að tala um að eitthvað hafi gengið illa.Hvað næst?KR mæti Breiðablik sem er mjög áhugaverður leikur miðað við hvernig staðan er orðin í deildinni. Breiðablik er í þriðja sæti deildarinnar fimm stigum fyrir ofan KR og ef Vesturbæingar ætla sér lengra en bara í Evrópubaráttu þá er þetta lykilleikur í þeim áætlunum. Grindvíkingar mæta Víkingum og er það líka áhugaverður leikur þar sem Grindvíkingar vilja væntanlega halda í við Evrópubaráttuna og verða þeir helst að vinna næsta leik. Óli Stefán Flóventsson: Verðum svolítið kjarklausirGrindvíkingar hefðu líklega verið ánægðir með eitt stig úr leik þeirra við KR fyrr í kvöld en því miður fyrir þá þá náðu KR-ingar að klára leikinn á seinustu mínútunum. Þjálfari Grindavíkur var hundfúll þegar blaðamaður náði á hann eftir leik. „Við vorum ekki ánægðir með stigið fyrir leik en eftir því sem leikurinn þróaðist þá þurftum við að verja stigið sem við vorum með og erum við oftast nokkuð góðir í því að verja stigið. Við héldum þeim frá því að skapa sér dauðafæri lungan úr leiknum og það er svakalega pirrandi að fá á sig svona mörk sem við erum algjörlega búnir að teikna upp. Það var lítið eftir og þetta var hrikalega súrt að sjá. Óskar skoraði svona mark í seinustu umferð.“ Óli Stefán var spurður að því hvort þessi úrslit þýddu eitthvað fyrir markmið Grindvíkinga svona um mitt mót. „Þetta er bara einn leikur af mörgum og okkur langaði í þessi þrjú stig eins og ég segi. Ég er pínulítið pirraður út af því að við vorum að standa okkur vel ákvörðunartökur á seinasta þriðjung vallarins voru ekki nógu góðar eftir að við vorum að losa okkur úr pressunni þeirra. Þegar þeir fara að þjarma að okkur þá verðum við svolítið kjarklausir. Menn eru ekki enn orðnir nógu stórir til að leysa svona verkefni því vissulega erum við með nógu gott lið. Evrópubarátta eða ekki við hugsum ekkert um það við erum bara að spá í hvern einstakan leik og við vildum þessi þrjú stig. Ég vildi að menn sýndu meiri áræðni í að sækja þessi þrjú stig því við eigum að vera orðnir nógu stórir til þess. Óli var svo spurður hvort það væru einhverjar hreyfingar fyrir lok gluggans en hann sagði að Grindvíkingar þyrftu að sníða sér stakk eftir vexti og nú væri ekki möguleiki á fleiri leikmönnum. Rúnar Kristinsson: Ef strákarni leggjast á eitt þá ná þeir árangri„Alveg ótrúlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Þetta er frábært Grindavíkurlið sem er erfitt að brjóta á bak aftur en við vorum þolinmóðir og sýndum aga í okkar leik og vörðumst vel þegar við þurftum að verjast og svo opnar Óskar leikinn eins og í seinasta leik. Það er mikilvægt að hafa vopn eins og Óskar til að opna leikinn þegar lið ná að verjast vel á móti okkur“, sagði sigurreifur Rúnar Kristinsson eftir að KR-ingar náðu að sigra sterkt varnarlið Grindavíkur í kvöld á heimavelli. Hann var spurður að því hvort þessi sigur væri yfirlýsing KR-inga um að þeir ætluðu að vera með í toppbaráttunni. „Alls ekki, við erum bara sáttir við stígandann í okkar leik þar sem við höfum unnið þrjá leiki í röð, það er mjög jákvætt. Þetta sýnir strákunum það sem við höfum verið að berja í þá í sumar að þeir séu mjög góðir í fótbolta og ef þeir leggjast á eitt þá ná þeir árangri. Við erum samt ekkert að fara fram úr okkur, við sögðum fyrir tímabilið að við ætluðum okkur að vera í baráttu um evrópusætið og erum á þeim stað núna. Ef eitthvað annað gerist þá er það bara bónus en liðin fyrir framan okkur eru bara það sterk að við eigum nokkuð í langt að ná þeim“. Einhverjar væringar eru í gangi með Albert Watson en hann var ekki í hóp í dag og var Rúnar spurður að því hvað væri að frétta frá honum og hvort einhverjar hreyfingar yrðu í lok gluggans. „Við stilltum bara upp sama byrjunarliði og í seinustu umferð þegar Watson var tæpur en það hefur myndast einhver áhugi á honum og við höfum fengið nokkur símtöl en hann er okkar leikmaður þangað til annað kemur í ljós. Hann hefur staðið sig vel í allt sumar en varnarlínan eins og hún lítur út núna er búin að ná vel saman undanfarið og öll samskipti eru á íslensku sem einfalda málið þó það hafi ekki verið vandamál hjá okkur áður fyrr. Það er líka jákvætt að það sé kominn vinstri fótar maður í vinstri hafsentinn. Ég á svo ekki von á því að einhverjir leikmenn komi inn í glugganum“. Pepsi Max-deild karla
Leikur KR og Grindavíkur var mjög fjörugur í kvöld þó það hafi ekki verið mikið af færum sem litu dagsins ljós. Bæði lið eru mjög góð varnarlega og það sást ásamt því að ákvörðunartaka var oft ekki nógu góð á seinasta þriðjungi vallarins. KR-ingar voru mun betra liðið í kvöld og áttu flest færin en Kristijan Jajalo átti mjög flottan leik og hélt sínum mönnu inn í leiknum í 82 mínútur. Það var á 82. mínútu sem Óskar Örn Hauksson braut múrinn fyrir KR-inga eins og hann gerði í seinustu umferð, beint úr aukaspyrnu. Þar með náði Óskar að verða markahæsti leikmaður í sögu KR sem er magnað afrek. Aftur var Óskar á ferðinni á 88. mínútu þegar hann dansaði upp að endamörkum og sendi knöttinn fyrir markið það sem Björgvin Stefánsson var mættur og slúttaði knettinum í þaknetið og slúttaði þar með leiknum.Afhverju vann KR?KR náði tökunum á leiknum nánast á fyrstu mínútu og héldu þeir gestunum í á sínum varnarhelmingi en Grindvíkingar virtust vera sáttir við að verjast og verja stigið sitt. Svarið við spurningunni er að KR hefur Óskar Örn Hauksson í sínum röðum og þegar leikir eru spennandi og það vantar mörk þá stíga þannig gæðaleikmenn upp og klára leikinn.Bestu menn vallarins?Óskar Örn Hauksson var besti maður vallarins í kvöld og örlagavaldur en KR liðið leit mjög vel út bæðir varnarlega og sóknarlega. Kristijan Jajalo var svo besti maður gestanna en hann átti margar góðar vörslur sem gerðu það að verkum að Grindvíkingar voru inn í leiknum þangað til lítið var eftir af leiknum.Hvað gekk illa?Sköpun færa gekk illa í kvöld. Hjá báðum liðum. Eins og kom fram í upphitun í textalýsingunni þá eru þetta einar af bestu vörnum deildarinnar og það sást á löngum köflum leiksins. Annars var þetta mjög vel leikinn leikur og ætti í raun og veru ekki að vera að tala um að eitthvað hafi gengið illa.Hvað næst?KR mæti Breiðablik sem er mjög áhugaverður leikur miðað við hvernig staðan er orðin í deildinni. Breiðablik er í þriðja sæti deildarinnar fimm stigum fyrir ofan KR og ef Vesturbæingar ætla sér lengra en bara í Evrópubaráttu þá er þetta lykilleikur í þeim áætlunum. Grindvíkingar mæta Víkingum og er það líka áhugaverður leikur þar sem Grindvíkingar vilja væntanlega halda í við Evrópubaráttuna og verða þeir helst að vinna næsta leik. Óli Stefán Flóventsson: Verðum svolítið kjarklausirGrindvíkingar hefðu líklega verið ánægðir með eitt stig úr leik þeirra við KR fyrr í kvöld en því miður fyrir þá þá náðu KR-ingar að klára leikinn á seinustu mínútunum. Þjálfari Grindavíkur var hundfúll þegar blaðamaður náði á hann eftir leik. „Við vorum ekki ánægðir með stigið fyrir leik en eftir því sem leikurinn þróaðist þá þurftum við að verja stigið sem við vorum með og erum við oftast nokkuð góðir í því að verja stigið. Við héldum þeim frá því að skapa sér dauðafæri lungan úr leiknum og það er svakalega pirrandi að fá á sig svona mörk sem við erum algjörlega búnir að teikna upp. Það var lítið eftir og þetta var hrikalega súrt að sjá. Óskar skoraði svona mark í seinustu umferð.“ Óli Stefán var spurður að því hvort þessi úrslit þýddu eitthvað fyrir markmið Grindvíkinga svona um mitt mót. „Þetta er bara einn leikur af mörgum og okkur langaði í þessi þrjú stig eins og ég segi. Ég er pínulítið pirraður út af því að við vorum að standa okkur vel ákvörðunartökur á seinasta þriðjung vallarins voru ekki nógu góðar eftir að við vorum að losa okkur úr pressunni þeirra. Þegar þeir fara að þjarma að okkur þá verðum við svolítið kjarklausir. Menn eru ekki enn orðnir nógu stórir til að leysa svona verkefni því vissulega erum við með nógu gott lið. Evrópubarátta eða ekki við hugsum ekkert um það við erum bara að spá í hvern einstakan leik og við vildum þessi þrjú stig. Ég vildi að menn sýndu meiri áræðni í að sækja þessi þrjú stig því við eigum að vera orðnir nógu stórir til þess. Óli var svo spurður hvort það væru einhverjar hreyfingar fyrir lok gluggans en hann sagði að Grindvíkingar þyrftu að sníða sér stakk eftir vexti og nú væri ekki möguleiki á fleiri leikmönnum. Rúnar Kristinsson: Ef strákarni leggjast á eitt þá ná þeir árangri„Alveg ótrúlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Þetta er frábært Grindavíkurlið sem er erfitt að brjóta á bak aftur en við vorum þolinmóðir og sýndum aga í okkar leik og vörðumst vel þegar við þurftum að verjast og svo opnar Óskar leikinn eins og í seinasta leik. Það er mikilvægt að hafa vopn eins og Óskar til að opna leikinn þegar lið ná að verjast vel á móti okkur“, sagði sigurreifur Rúnar Kristinsson eftir að KR-ingar náðu að sigra sterkt varnarlið Grindavíkur í kvöld á heimavelli. Hann var spurður að því hvort þessi sigur væri yfirlýsing KR-inga um að þeir ætluðu að vera með í toppbaráttunni. „Alls ekki, við erum bara sáttir við stígandann í okkar leik þar sem við höfum unnið þrjá leiki í röð, það er mjög jákvætt. Þetta sýnir strákunum það sem við höfum verið að berja í þá í sumar að þeir séu mjög góðir í fótbolta og ef þeir leggjast á eitt þá ná þeir árangri. Við erum samt ekkert að fara fram úr okkur, við sögðum fyrir tímabilið að við ætluðum okkur að vera í baráttu um evrópusætið og erum á þeim stað núna. Ef eitthvað annað gerist þá er það bara bónus en liðin fyrir framan okkur eru bara það sterk að við eigum nokkuð í langt að ná þeim“. Einhverjar væringar eru í gangi með Albert Watson en hann var ekki í hóp í dag og var Rúnar spurður að því hvað væri að frétta frá honum og hvort einhverjar hreyfingar yrðu í lok gluggans. „Við stilltum bara upp sama byrjunarliði og í seinustu umferð þegar Watson var tæpur en það hefur myndast einhver áhugi á honum og við höfum fengið nokkur símtöl en hann er okkar leikmaður þangað til annað kemur í ljós. Hann hefur staðið sig vel í allt sumar en varnarlínan eins og hún lítur út núna er búin að ná vel saman undanfarið og öll samskipti eru á íslensku sem einfalda málið þó það hafi ekki verið vandamál hjá okkur áður fyrr. Það er líka jákvætt að það sé kominn vinstri fótar maður í vinstri hafsentinn. Ég á svo ekki von á því að einhverjir leikmenn komi inn í glugganum“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti