Viðbrögð áhafnar fumlaus og örugg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 19:54 Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Samgöngur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Mikill viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag þegar bilun kom upp í öðrum hreyfli flugvélar Air Iceland Connect sem var á leið til Egilsstaða. Farþegar vélarinnar voru sumir hverjir skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. Flugvélin sem er af gerðinni Bombardier og er nýleg í flota Air Iceland Connect hafði nýlegt tekið á loft frá Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Egilsstaða með fjörutíu farþegar um borð auk fjögurra manna áhafnar. Á meðan vélin flaug inn til lendingar gerðu viðbragðsaðilar sig tilbúna en áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug á móts við flugvélina og kem með henni inn til lendingar. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði gekk lendingin vel þó slökkt væri á hægri hreyfli vélarinnar. Neyðarstigi var aflétt og vélinni var ekið beint í flugstæði flugfélagsins. Framkvæmdastjórinn segir vélar af þessari gert vel geta flogið á einu hreyfi. Hún fer náttúrulega ekki jafn langt yfir og jafn hratt yfir. Hún getur átt við í rauninni flestar þær aðstæður sem geta komið upp á einum hreyfli eins og tveimur,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Sjá einnig: „Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“Eftir að farþegar og áhöfn voru komin frá borði var vélin dregin inn í flugskýli þar sem hún var tekin til nánari skoðunar af flugvirkjum og rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þegar atvik sem þessi koma upp er unnið eftir ströngum verklagsreglum. Fulltrúar flugfélagsins og áhöfn flugvélarinnar ræddu við farþega og fóru yfir það sem gerst hafði. Sumir farþeganna voru skelkaðir en hrósuðu áhöfninni fyrir fagleg og fumlaus viðbrögð. „Bara þegar ég horfði inn í loftið og þegar ég lít út um gluggann þá sé ég að það er slökkt á öðrum hreyflinum. Maður varð smeykur og svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að það þurfi að snúa við því annar hreyfillinn virkar ekki” segir Leifur Guðjónsson farþegi í vélinni. „Ég var smá hrædd en ekki mikið,” segir Hulda Vaka Gísladóttir annar farþegi í vélinni. Hulda var ein í fluginu undir eftirliti áhafnarinnar. Móðir hennar fékk SMS skilaboð frá dóttur sinni um bilunina í vélinni. Hvernig var tilfinningin? „Vond. Ég var inn í Kringlu og ég bara rauk út,” segir Anna Aðalheiður Árnadóttir móðir Huldu. Síðdegis var önnur vél fengin til þess að fljúga þeim sem treystu sér til Egilsstaða en Rauði krossinn bauð þeim sem vildu áfallahjálp. Við sjáum flugvirkjanna vera að skoða vélina hér fyrir aftan okkur, áttið ykkur á því svona í fljótu bragði hvað gerðist? „Það er of snemmt að segja til um það, það er bara til skoðunar,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.
Samgöngur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira