Man.City kaupir yngsta leikmanninn á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 10:15 Daniel Arzani lék 3 leiki með Áströlum á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Englandsmeistarar Manchester City hafa byrjað lokadag félagsskiptagluggans í ensku úrvalsdeildinni með því að kaupa 19 ára strák frá Ástralíu. Manchester City hefur gengið frá kaupunum á Daniel Arzani frá ástralska félaginu Melbourne City FC. Þessi 19 ára gamli sókndjarfi miðjumaður var yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Rússlandi síðasta sumar. Arzani spilar vanalega framarlega á miðjunni eða út á væng.We are delighted to announce the signing of Daniel Arzani from @MelbourneCity! #mancitypic.twitter.com/55SoNc8qRK — Manchester City (@ManCity) August 9, 2018 Arzani hefur spilað fimm landsleiki fyrir Ástralíu og skorað í þeim eitt mark sem kom í vináttulandsleik á móti Ungverjalandi rétt fyrir HM. Arzani kom inná sem varamaður í öllum þremur leikjum Ástrala á HM sem voru þa móti Frakklandi, Danmörku og Perú. Hann var aðeins 19 ára og 163 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik og varð þar með yngsti HM-leikmaður Ástralíu frá upphafi. Arzani þykir vera eitt mesta efni sem hefur komið upp í áströlskum fótbolta á undanförnum árum. Daniel Arzani kom til Melbourne City árið 2016 og sló í gegn á síðasta tímabili..@iamdanielarzani has this message for the City fans who have been with him every step of the way. #GoodLuckArzanipic.twitter.com/cfYi82pmCY — Melbourne City FC (@MelbourneCity) August 9, 2018 Arzani var kosinn besti ungi leikmaður deildarinnar og fékk einnig Harry Kewell verðlaunin sem besti leikmaður Ástala 23 ára og yngri. Manchester City er nú að kanna hver sé besta leiðin fyrir Arzani í hans þróun sem knattspyrnumanns. Það er því von á frekari fréttum af stráknum á næstunni enda líklegt að hann verði lánaður til liðs þar sem hann fær að spila mikið. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City hafa byrjað lokadag félagsskiptagluggans í ensku úrvalsdeildinni með því að kaupa 19 ára strák frá Ástralíu. Manchester City hefur gengið frá kaupunum á Daniel Arzani frá ástralska félaginu Melbourne City FC. Þessi 19 ára gamli sókndjarfi miðjumaður var yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Rússlandi síðasta sumar. Arzani spilar vanalega framarlega á miðjunni eða út á væng.We are delighted to announce the signing of Daniel Arzani from @MelbourneCity! #mancitypic.twitter.com/55SoNc8qRK — Manchester City (@ManCity) August 9, 2018 Arzani hefur spilað fimm landsleiki fyrir Ástralíu og skorað í þeim eitt mark sem kom í vináttulandsleik á móti Ungverjalandi rétt fyrir HM. Arzani kom inná sem varamaður í öllum þremur leikjum Ástrala á HM sem voru þa móti Frakklandi, Danmörku og Perú. Hann var aðeins 19 ára og 163 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik og varð þar með yngsti HM-leikmaður Ástralíu frá upphafi. Arzani þykir vera eitt mesta efni sem hefur komið upp í áströlskum fótbolta á undanförnum árum. Daniel Arzani kom til Melbourne City árið 2016 og sló í gegn á síðasta tímabili..@iamdanielarzani has this message for the City fans who have been with him every step of the way. #GoodLuckArzanipic.twitter.com/cfYi82pmCY — Melbourne City FC (@MelbourneCity) August 9, 2018 Arzani var kosinn besti ungi leikmaður deildarinnar og fékk einnig Harry Kewell verðlaunin sem besti leikmaður Ástala 23 ára og yngri. Manchester City er nú að kanna hver sé besta leiðin fyrir Arzani í hans þróun sem knattspyrnumanns. Það er því von á frekari fréttum af stráknum á næstunni enda líklegt að hann verði lánaður til liðs þar sem hann fær að spila mikið.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira