Fyrstu íbúðakaup hafa ekki verið fleiri frá 2008 Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2018 08:08 26 prósent allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Vísir/Vilhelm Fyrstu íbúðakaup einstaklinga voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug, eða frá bankahruni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en sjóðurinn birti í dag nýjustu mánaðarskýrslu sína. Þar segir að 26 prósent allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi hafi verið fyrstu kaup og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra frá hruni. Hlutfallslega voru flest fyrstu kaup á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðurnesjum þar sem meira en 30 prósent allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup.„Í júní seldust um 14% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði. Íbúðakaup yfir ásettu verði hafa ekki verið hlutfallslega fleiri, samanborið við heildarfjölda viðskipta, síðan í júlí 2017. Miðgildi kaupverðs í kaupsamningum var um 45 milljónir króna í júní en miðgildi ásetts verðs í fasteignaauglýsingum var um 48 milljónir króna.Sérbýli hækkar meira en fjölbýliVerð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið kipp undanfarna mánuði. Á meðan fjölbýli hefur hækkað í verði um 3,7% undanfarna 12 mánuði hefur sérbýli hækkað um 9,3% á sama tímabili. Þetta er viðsnúningur frá því sem áður var því frá janúar 2012 til maí 2017 hækkaði fjölbýli samtals 21% meira í verði en sérbýli.Vísitala leiguverðs hefur aldrei lækkað jafn mikið milli mánaðaVísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,4% á milli mánaða í júní. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar milli mánaða síðan mælingar hófust árið 2011. Leiguverð hefur þó almennt farið hækkandi undanfarið ár en 12 mánaða hækkun vísitölu leiguverðs mælist nú 7,0%,“ segir í tilkynningunni en skýrsluna má nálgast hér. Húsnæðismál Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Fyrstu íbúðakaup einstaklinga voru samtals 905 talsins á öðrum ársfjórðungi þessa árs og hafa þau ekki verið fleiri á einum ársfjórðungi í áratug, eða frá bankahruni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði en sjóðurinn birti í dag nýjustu mánaðarskýrslu sína. Þar segir að 26 prósent allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi hafi verið fyrstu kaup og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra frá hruni. Hlutfallslega voru flest fyrstu kaup á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Suðurnesjum þar sem meira en 30 prósent allra íbúðakaupa á öðrum ársfjórðungi voru fyrstu kaup.„Í júní seldust um 14% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði. Íbúðakaup yfir ásettu verði hafa ekki verið hlutfallslega fleiri, samanborið við heildarfjölda viðskipta, síðan í júlí 2017. Miðgildi kaupverðs í kaupsamningum var um 45 milljónir króna í júní en miðgildi ásetts verðs í fasteignaauglýsingum var um 48 milljónir króna.Sérbýli hækkar meira en fjölbýliVerð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið kipp undanfarna mánuði. Á meðan fjölbýli hefur hækkað í verði um 3,7% undanfarna 12 mánuði hefur sérbýli hækkað um 9,3% á sama tímabili. Þetta er viðsnúningur frá því sem áður var því frá janúar 2012 til maí 2017 hækkaði fjölbýli samtals 21% meira í verði en sérbýli.Vísitala leiguverðs hefur aldrei lækkað jafn mikið milli mánaðaVísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,4% á milli mánaða í júní. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar milli mánaða síðan mælingar hófust árið 2011. Leiguverð hefur þó almennt farið hækkandi undanfarið ár en 12 mánaða hækkun vísitölu leiguverðs mælist nú 7,0%,“ segir í tilkynningunni en skýrsluna má nálgast hér.
Húsnæðismál Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent