Húsnæðinu sem börnunum var bjargað úr hefur verið lýst sem byrgi eða virki og eru þeir Luvas Morton og Sirah Wahhaj sagðir hafa stýrt því. Þar voru einnig þrjár konur sem sagðar eru vera mæður barnanna.

Þriggja ára sonur Wahhaj er týndur og hefur ekki fundist. Lögreglan hafði vaktað svæðið um nokkuð skeið vegna leitarinnar að syni Wahhaj.
Til stendur að ákæra fimmenningana fyrir að misþyrma börnum. Talið er að ákærurnar verði fleiri en ekki er búið að bera kennsl á líkið sem fannst í gær.
Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins KOB4.