Meta þarf flóðahættu eftir hvert hlaup í framtíðinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2018 19:30 Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Hlaupið í Skaftá er eitthvert stærsta jökulhlaup frá upphafi mælinga. Óvissustig almannavarna er enn í gildi á svæðinu en því verður mögulega aflétt á morgun. Jarðfræðingur segir að endurmeta þurfi flóðahættu á svæðinu eftir hvert hlaup í framtíðinni. Hlaupið sem hófst föstudag er í rénun en rennsli Skaftár við Sveinstind var nú síðdegis við það sem eðlilegt getur talist. Rennsli nærri byggð fer einnig minnkandi og draga mun úr vatnsmagni næstu daga. Vatnið sem flætt hefur í Eldhraun hefur skilað sér í Grenlæk og Tungulæk. Þá lokaðist þjóðvegurinn um hraunið vegna hlaupsins en umferð var aftur hleypt aftur á í morgun. Umferð yfir brúna yfir Eldvatn er enn lokuð. Það að katlarnir tveir í Skaftárjökli hafi hlaupið samtímis gefur tilefni til að áætla að hlaup verði ekki jafn reglulega úr jöklinum. „Þetta hlaup er með allra stærstu hlaupum að rúmmálinu til vegna þess að þó að vatnsmagnið úr eystri katlinum sem slíkt hafi verið minna en 2015 að þá bætist þarna við heilmikið úr þeim vestari og úr verður hlaup sem er um það bil fimm hundruð milljónir rúmmetra,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þegar kemur niður á láglendi valda hlaup sem þessi mikilli röskun og það sem vísindamenn skoða nú er hversu mikið set og leir sest í Eldhraun sem veldur því að vatn sem fer yfir hraunið fer síðar eða hægar niður í hraunsprungurnar. „Það að við gerum ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og næstu hlaup valdi þá, því miður meiri erfiðleikum og röskun í byggðinni heldur en verið hefur og þetta hlaup er til marks um þessa þróun,“ segir Tómas. Tómas segir að þessi þróun verði ekki auðveldlega stöðvuð. Þyrftu almannavarnayfirvöld að endurmeta flóðahættuna á svæðinu eftir hvert hlaup? „Væntanlega fer Vegagerðin að skoða möguleikann á að draga úr vandræðum af þessum sökum,“ segir Tómas. Tómas telur að þéttbýlið við Kirkjubæjarklaustur sé ekki í hættu til framtíðar litið en „Þetta eru heilmikil vandræði fyrir byggðina þarna. Eins og komið hefur fram í viðtölum við heimamenn. Þetta er fyrst og fremst tjón á beitarlandi og grónu landi Tómas segir að vegna mælitækja sem nýlega er búið að koma fyrir á jöklinum sem sé hægt að segja til um yfirvofandi hlaup í framtíðinni. „Það auðveldar yfirvöldum að fá að vita þetta með góðum fyrirvara,“ segir Tómas.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06 Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30 Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Hlaupið nú eitthvert stærsta jökulhlaup í Skaftá frá upphafi mælinga Rennsli árinnar við Sveinstind fer nú mjög minnkandi, og mælist nú um 180 rúmmetrar á sekúndu en var nærri 400 á hádegi í gær. 8. ágúst 2018 13:06
Óvissustigi lýst yfir vegna jökulhlaups úr eystri Skaftárkatli Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn á morgun til að kanna aðstæður. 3. ágúst 2018 16:30
Opnað fyrir umferð um þjóðveginn í Eldhrauni Veginum var lokað um helgina eftir að vatn úr Skaftárhlaupi hóf að flæða yfir hann. 8. ágúst 2018 09:48
Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13