Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2018 10:00 Þórunn með vænan urriða úr Skálavatni í Veiðivötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Nú eru tölur komnar fyrir viku sjö í Veiðivötnum og þar sést að heildarveiðin fyrir liðna viku var 1.906 fiskar sem er alveg prýðilegt. Þegar betur er rýnt í veiðitölurnar sést að það veiðist ennþá feyknamikið af bleikju í Snjóölduvatni og í heildina eru komnar 4.537 bleikjur úr vatninu á móti 164 urriðum. Úr Snjóölduvatni hefur komið 4.701 fiskur í það heila og er vatnið það aflahæsta úr vötnunum í sumar. Litlisjór er þar næstur með heildarveiði uppá 4.031 fisk. Mesta veiðin í þessari viku var í Nýjavatni en þar veiddust 410 fiskar og síðan 337 í Skyggnisvatni þannig að þessi tvö vötn hafa um helming afheildarveiði liðinnar viku. Heildarveiðitala sumarsins er komin í um 18.000 fiska en heildarveiðin í fyrra var 20.315 fiskar svo það vantar ennþá nokkuð uppá að ná þeirri tölu. Veður hefur verið ansi rysjótt í sumar eins og veiðimenn hafa tekið eftir og síðustu tvo daga hefur verið afleitt veður á hálendinu svo það hefur örugglega verið erfitt að standa vaktina við veiði og vonast til þess að eitthvað bíti á. Mest lesið Dunká komin til SVFR Veiði Fínar göngur af laxi í Brynjudalsá Veiði Góð veiði á bleikju í Þingvallavatni Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Töluvert af sjóbirting við Hraun í Ölfusi Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði
Nú eru tölur komnar fyrir viku sjö í Veiðivötnum og þar sést að heildarveiðin fyrir liðna viku var 1.906 fiskar sem er alveg prýðilegt. Þegar betur er rýnt í veiðitölurnar sést að það veiðist ennþá feyknamikið af bleikju í Snjóölduvatni og í heildina eru komnar 4.537 bleikjur úr vatninu á móti 164 urriðum. Úr Snjóölduvatni hefur komið 4.701 fiskur í það heila og er vatnið það aflahæsta úr vötnunum í sumar. Litlisjór er þar næstur með heildarveiði uppá 4.031 fisk. Mesta veiðin í þessari viku var í Nýjavatni en þar veiddust 410 fiskar og síðan 337 í Skyggnisvatni þannig að þessi tvö vötn hafa um helming afheildarveiði liðinnar viku. Heildarveiðitala sumarsins er komin í um 18.000 fiska en heildarveiðin í fyrra var 20.315 fiskar svo það vantar ennþá nokkuð uppá að ná þeirri tölu. Veður hefur verið ansi rysjótt í sumar eins og veiðimenn hafa tekið eftir og síðustu tvo daga hefur verið afleitt veður á hálendinu svo það hefur örugglega verið erfitt að standa vaktina við veiði og vonast til þess að eitthvað bíti á.
Mest lesið Dunká komin til SVFR Veiði Fínar göngur af laxi í Brynjudalsá Veiði Góð veiði á bleikju í Þingvallavatni Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Góðir vættir við Selá og Hofsá Veiði Töluvert af sjóbirting við Hraun í Ölfusi Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði