Bættist í rennsli yfir Suðurlandsveg í nótt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 11:47 Töluvert vatn flæðir yfir Suðurlandsveg rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Ágúst Freyr Bjartmarsson Suðurlandsvegur við Kirkjubæjarklaustur er ennþá lokaður en í nótt bættist í rennsli yfir veginn. Verið er að kanna aðstæður á Fjallabaksvegi nyrðri og standa vonir til þess að þar verði hægt að opna þar fyrir umferð á ný í dag. Fólk er varað við að vera nálægt Skaftá vegna brennisteinsvetnis sem hefur mælst á svæðinu. Vatn frá Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir Suðurlandsveg við Kirkjubæjarklaustur í gær. Vegagerðin veitti vatni meðfram veginum en í nótt bættist enn í rennslið. Sýnileg aukning Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, segir að vatn á Suðurlandsvegi hafi aukist lítillega. „Það er sýnileg aukning, þannig að það hefur ekki minnkað.“ Þetta sé um 500 metra kafli sem um ræðir og að rennsli þar sé stöðugt. Ágúst segir biðstöðu vera hjá Vegagerðinni. „Við gerum nú voða lítið á meðan vatnið er svona mikið. En við fylgjumst með og erum á staðnum.“ Hann segir að björgunarsveitarmenn séu á vakt og loki veginum sitt hvoru megin og hleypi inn á Meðalland. Talsverð umferð hefur verið um Meðallandsveg en fólki hefur verið sagt að aka þá leið frá því í gær. Ágúst var að fara að kanna hvernig ástandið var á Fjallabaksleið nyrðri en vonir standa til að vegurinn þar verði opnaður í dag. Brennisteinslykt Veðurstofan varar fólk við að vera nálægt Skaftá en brennisteinsvetni hefur mælst á svæðinu. Skaftárhlaup er hægt í rénun en rennsli við Sveinstind mældist um 450 rúmmetrar á sekúndu í morgun en var 1.550 þegar það var mest. Í síðasta hlaupi var rennslið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu þegar það var mest. Á kortinu má sjá staðsetningu rennslisins yfir Suðurlandsveg og hjáleiðina um Meðallandsveg.Loftmyndir Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Suðurlandsvegur við Kirkjubæjarklaustur er ennþá lokaður en í nótt bættist í rennsli yfir veginn. Verið er að kanna aðstæður á Fjallabaksvegi nyrðri og standa vonir til þess að þar verði hægt að opna þar fyrir umferð á ný í dag. Fólk er varað við að vera nálægt Skaftá vegna brennisteinsvetnis sem hefur mælst á svæðinu. Vatn frá Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir Suðurlandsveg við Kirkjubæjarklaustur í gær. Vegagerðin veitti vatni meðfram veginum en í nótt bættist enn í rennslið. Sýnileg aukning Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, segir að vatn á Suðurlandsvegi hafi aukist lítillega. „Það er sýnileg aukning, þannig að það hefur ekki minnkað.“ Þetta sé um 500 metra kafli sem um ræðir og að rennsli þar sé stöðugt. Ágúst segir biðstöðu vera hjá Vegagerðinni. „Við gerum nú voða lítið á meðan vatnið er svona mikið. En við fylgjumst með og erum á staðnum.“ Hann segir að björgunarsveitarmenn séu á vakt og loki veginum sitt hvoru megin og hleypi inn á Meðalland. Talsverð umferð hefur verið um Meðallandsveg en fólki hefur verið sagt að aka þá leið frá því í gær. Ágúst var að fara að kanna hvernig ástandið var á Fjallabaksleið nyrðri en vonir standa til að vegurinn þar verði opnaður í dag. Brennisteinslykt Veðurstofan varar fólk við að vera nálægt Skaftá en brennisteinsvetni hefur mælst á svæðinu. Skaftárhlaup er hægt í rénun en rennsli við Sveinstind mældist um 450 rúmmetrar á sekúndu í morgun en var 1.550 þegar það var mest. Í síðasta hlaupi var rennslið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu þegar það var mest. Á kortinu má sjá staðsetningu rennslisins yfir Suðurlandsveg og hjáleiðina um Meðallandsveg.Loftmyndir
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37
Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47
Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent