Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2018 12:00 Kísilverið í Helguvík sem er í dag í eigu Arion banka. Engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag en níu starfsmenn vinna hjá Stakksbergi til að fyrirbyggja rýrnun verðmæta. Vísir/Anton Brink Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent