Biðst afsökunar á orðum sínum um dauða Zombie Boy Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2018 20:59 Zombie Boy kom meðal annars fram í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way. Twitter/Lady Gaga Bandaríska tónlistarkonan Lady Gaga hefur beðist afsökunar á að hafa tjáð sig „of snemma“ um dauða vinar síns og fyrirsætunnar Rick Genest, einnig þekktur sem Zombie Boy. Hinn 32 ára Genest fannst látinn við heimili sitt á miðvikudaginn. Lady Gaga minntist Genest á samfélagsmiðlum og sagði hann hafa svipt sig lífi og að nauðsynlegt væri að opna betur umræðuna um geðsjúkdóma. Ekki hefur fengist staðfest hvort raunverulega hafi verið um sjálfsvíg að ræða og telur fjölskylda Genest að hann hafi látist af slysförum. Genest var þekktur fyrir beina- og líffærahúðflúr sín og birtist meðal annars í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way. Lady Gaga hefur nú fjarlægt tíst sitt þar sem hún minntist á „sjálfsvíg vinar [síns] Rick Genest“. Í tveimur nýjum tístum biður hún fjölskyldu Genest afsökunar og birtir mynd af þeim tveimur saman.Out of respect for Rick's family, Rick & his legacy I apologize if I spoke too soon as there was no witnesses or evidence to support any conclusion for the cause of his death. I in no way meant to draw an unjust conclusion My deepest condolences to his entire family and friends. pic.twitter.com/CJ9AdOJ22j— Lady Gaga (@ladygaga) August 4, 2018 The art we made was sacred to me and I was emotional, he was an incredible artist and his art and heart will live on. Rest In Peace You beautiful soul. pic.twitter.com/0gXTJ6cHYB— Lady Gaga (@ladygaga) August 4, 2018 Andlát Tengdar fréttir Zombie Boy er látinn Fyrirsætan Rick Genest, sem er betur þekktur sem Zombie Boy, er látinn, 32 ára að aldri. 3. ágúst 2018 09:39 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Lady Gaga hefur beðist afsökunar á að hafa tjáð sig „of snemma“ um dauða vinar síns og fyrirsætunnar Rick Genest, einnig þekktur sem Zombie Boy. Hinn 32 ára Genest fannst látinn við heimili sitt á miðvikudaginn. Lady Gaga minntist Genest á samfélagsmiðlum og sagði hann hafa svipt sig lífi og að nauðsynlegt væri að opna betur umræðuna um geðsjúkdóma. Ekki hefur fengist staðfest hvort raunverulega hafi verið um sjálfsvíg að ræða og telur fjölskylda Genest að hann hafi látist af slysförum. Genest var þekktur fyrir beina- og líffærahúðflúr sín og birtist meðal annars í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way. Lady Gaga hefur nú fjarlægt tíst sitt þar sem hún minntist á „sjálfsvíg vinar [síns] Rick Genest“. Í tveimur nýjum tístum biður hún fjölskyldu Genest afsökunar og birtir mynd af þeim tveimur saman.Out of respect for Rick's family, Rick & his legacy I apologize if I spoke too soon as there was no witnesses or evidence to support any conclusion for the cause of his death. I in no way meant to draw an unjust conclusion My deepest condolences to his entire family and friends. pic.twitter.com/CJ9AdOJ22j— Lady Gaga (@ladygaga) August 4, 2018 The art we made was sacred to me and I was emotional, he was an incredible artist and his art and heart will live on. Rest In Peace You beautiful soul. pic.twitter.com/0gXTJ6cHYB— Lady Gaga (@ladygaga) August 4, 2018
Andlát Tengdar fréttir Zombie Boy er látinn Fyrirsætan Rick Genest, sem er betur þekktur sem Zombie Boy, er látinn, 32 ára að aldri. 3. ágúst 2018 09:39 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Zombie Boy er látinn Fyrirsætan Rick Genest, sem er betur þekktur sem Zombie Boy, er látinn, 32 ára að aldri. 3. ágúst 2018 09:39