Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Bergþór Másson skrifar 5. ágúst 2018 12:07 6ix9ine og Nicki Minaj Skjáskot/Youtube Bandarísku rappararnir Nicki Minaj og 6ix9ine gáfu út tónlistarmyndband við lagið FEFE á dögunum. Horft hefur verið á myndbandið 118 milljón sinnum á tvemur vikum og hefur lagið einnig verið spilað 59 milljón sinnum á Spotify. Hinn 22 ára 6ix9ine er einn allra vinsælasti rappari heimsins þrátt fyrir það að hann sé dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann skaust hratt upp á stjörnuhimininn í fyrra eftir umdeildar og stælóttar Instagram færslur, þar sem hann meðal annars hótar öðrum röppurum lífláti, fóru eins og eldur um sinu um netheima. 6ix9ine nýtti Instagram frægð sína til fulls og gaf út tónlistarmyndband við lagið GUMMO í október í fyrra, sem hefur nú rakað inn 250 milljón spilunum. Síðan gaf hann út plötuna „Day69“ í febrúar, sem var þá fjórða söluhæsta plata heims í útgáfuvikunni. 6ix9ine er meðal vinsælustu rappara heims og virðist allt sem tengist honum fá gríðarlegt áhorf, hvort sem það séu tónlistarmyndbönd eða útvarpsviðtöl. Hann er með 10 milljónir fylgjenda á Instagram sem telst vera virkilega hár fjöldi miðað við nýtilkomna frægð hans.6ix9ine, í réttarsalnum.Vísir / GettyÍ október 2015 var 6ix9ine sakfelldur fyrir að eiga kynferðislegt samband við 13 ára stelpu og deila síðan myndbandi af atvikinu á internetinu. Í myndbandinu stundar barnið munnmök við annan mann á meðan 6ix9nine stendur fyrir aftan barnið og rasskellir það. Barnið er nakið í myndbandinu. 6ix9ine hefur ítrekað þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur sekur. 6ix9nine segist hafa verið 17 ára þegar myndbandið var tekið upp og að hann hafi ekki vitað að stelpan væri 13 ára. Fyrir kynferðisbrotið hafði 6ix9nine setið inni í ungmannafangelsi fyrir bæði líkamsárás og sölu á heróíni. Ákvörðun stórstjörnunnar Nicki Minaj að vinna með hinum umdeilda 6ix9nine hefur vakið mikla athygli í rappheiminum og valdið mörgum aðdáendum hennar vonbrigðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Nicki Minaj kýs að líta fram hjá grófum kynferðisbrotum, en bróðir hennar var dæmdur fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni, og heimsótti hún hann í fangelsi í fyrra.Hér að neðan má horfa á nýútgefið myndband þeirra. Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Bandarísku rappararnir Nicki Minaj og 6ix9ine gáfu út tónlistarmyndband við lagið FEFE á dögunum. Horft hefur verið á myndbandið 118 milljón sinnum á tvemur vikum og hefur lagið einnig verið spilað 59 milljón sinnum á Spotify. Hinn 22 ára 6ix9ine er einn allra vinsælasti rappari heimsins þrátt fyrir það að hann sé dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann skaust hratt upp á stjörnuhimininn í fyrra eftir umdeildar og stælóttar Instagram færslur, þar sem hann meðal annars hótar öðrum röppurum lífláti, fóru eins og eldur um sinu um netheima. 6ix9ine nýtti Instagram frægð sína til fulls og gaf út tónlistarmyndband við lagið GUMMO í október í fyrra, sem hefur nú rakað inn 250 milljón spilunum. Síðan gaf hann út plötuna „Day69“ í febrúar, sem var þá fjórða söluhæsta plata heims í útgáfuvikunni. 6ix9ine er meðal vinsælustu rappara heims og virðist allt sem tengist honum fá gríðarlegt áhorf, hvort sem það séu tónlistarmyndbönd eða útvarpsviðtöl. Hann er með 10 milljónir fylgjenda á Instagram sem telst vera virkilega hár fjöldi miðað við nýtilkomna frægð hans.6ix9ine, í réttarsalnum.Vísir / GettyÍ október 2015 var 6ix9ine sakfelldur fyrir að eiga kynferðislegt samband við 13 ára stelpu og deila síðan myndbandi af atvikinu á internetinu. Í myndbandinu stundar barnið munnmök við annan mann á meðan 6ix9nine stendur fyrir aftan barnið og rasskellir það. Barnið er nakið í myndbandinu. 6ix9ine hefur ítrekað þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur sekur. 6ix9nine segist hafa verið 17 ára þegar myndbandið var tekið upp og að hann hafi ekki vitað að stelpan væri 13 ára. Fyrir kynferðisbrotið hafði 6ix9nine setið inni í ungmannafangelsi fyrir bæði líkamsárás og sölu á heróíni. Ákvörðun stórstjörnunnar Nicki Minaj að vinna með hinum umdeilda 6ix9nine hefur vakið mikla athygli í rappheiminum og valdið mörgum aðdáendum hennar vonbrigðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Nicki Minaj kýs að líta fram hjá grófum kynferðisbrotum, en bróðir hennar var dæmdur fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni, og heimsótti hún hann í fangelsi í fyrra.Hér að neðan má horfa á nýútgefið myndband þeirra.
Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira