Hinn 22 ára 6ix9ine er einn allra vinsælasti rappari heimsins þrátt fyrir það að hann sé dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann skaust hratt upp á stjörnuhimininn í fyrra eftir umdeildar og stælóttar Instagram færslur, þar sem hann meðal annars hótar öðrum röppurum lífláti, fóru eins og eldur um sinu um netheima.
6ix9ine nýtti Instagram frægð sína til fulls og gaf út tónlistarmyndband við lagið GUMMO í október í fyrra, sem hefur nú rakað inn 250 milljón spilunum. Síðan gaf hann út plötuna „Day69“ í febrúar, sem var þá fjórða söluhæsta plata heims í útgáfuvikunni.
6ix9ine er meðal vinsælustu rappara heims og virðist allt sem tengist honum fá gríðarlegt áhorf, hvort sem það séu tónlistarmyndbönd eða útvarpsviðtöl. Hann er með 10 milljónir fylgjenda á Instagram sem telst vera virkilega hár fjöldi miðað við nýtilkomna frægð hans.

6ix9ine hefur ítrekað þvertekið fyrir þetta þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur sekur. 6ix9nine segist hafa verið 17 ára þegar myndbandið var tekið upp og að hann hafi ekki vitað að stelpan væri 13 ára.
Fyrir kynferðisbrotið hafði 6ix9nine setið inni í ungmannafangelsi fyrir bæði líkamsárás og sölu á heróíni.
Ákvörðun stórstjörnunnar Nicki Minaj að vinna með hinum umdeilda 6ix9nine hefur vakið mikla athygli í rappheiminum og valdið mörgum aðdáendum hennar vonbrigðum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Nicki Minaj kýs að líta fram hjá grófum kynferðisbrotum, en bróðir hennar var dæmdur fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni, og heimsótti hún hann í fangelsi í fyrra.
Hér að neðan má horfa á nýútgefið myndband þeirra.