Opnuðu fjöldahjálparstöð á Klaustri fyrir hóp hestamanna Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 23:12 Brúnni yfir Eldvatn var lokað vegna hlaupsins. Hlaupið fyrir þremur árum gróf verulega undan brúnni. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hópur hestamanna sem ætlaði sér að gista í skála í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli var fluttur í fjöldahjálparmiðstöð í Kirkjubæjarklaustri í kvöld vegna gruns um gasmengun frá Skaftárhlaupi. Yfirlögregluþjónn segir að hlaupið virðist ætla að ganga hratt fyrir sig. Hætta var einnig talin á að hópurinn gæti orðið innlyksa í skálanum ef hlaupið lónaði yfir vegi í kring, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hluti hópsins hélt áfram að Álftavatni en björgunarsveitarmenn fluttu aðra í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri þar sem Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð. Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum hefur verið lokað vegna hlaupsins og brúnni yfir Eldvatn sömuleiðis. Hlaupið árið 2015 gróf töluvert undan henni og því er fylgst grannt með henni nú. Sveinn Kristján segir að lögreglan verði með vakt á svæðinu í kvöld og í nótt. Hún fylgist meðal annars með því að viðhalda lokunum. Veðurstofan sé einnig með vatnamælingafólk á staðnum. Allt hafi gengið vel fram að þessu. Hlaupið hefur gengið hratt fyrir sig og segir Sveinn Kristján að það hafi náð að innstu bæjum í Skaftártungu um hálf níu leytið í kvöld. Hámarkið verði að líkindum í nótt. Hlaupið kom fyrr fram en búist var við. Talið er að það nái hámarki í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Hópur hestamanna sem ætlaði sér að gista í skála í hálendismiðstöðinni í Hólaskjóli var fluttur í fjöldahjálparmiðstöð í Kirkjubæjarklaustri í kvöld vegna gruns um gasmengun frá Skaftárhlaupi. Yfirlögregluþjónn segir að hlaupið virðist ætla að ganga hratt fyrir sig. Hætta var einnig talin á að hópurinn gæti orðið innlyksa í skálanum ef hlaupið lónaði yfir vegi í kring, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hluti hópsins hélt áfram að Álftavatni en björgunarsveitarmenn fluttu aðra í grunnskólann á Kirkjubæjarklaustri þar sem Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparmiðstöð. Fjallabaksleið nyrðri austan Eldgjár og við Hvamm í Skaftártungum hefur verið lokað vegna hlaupsins og brúnni yfir Eldvatn sömuleiðis. Hlaupið árið 2015 gróf töluvert undan henni og því er fylgst grannt með henni nú. Sveinn Kristján segir að lögreglan verði með vakt á svæðinu í kvöld og í nótt. Hún fylgist meðal annars með því að viðhalda lokunum. Veðurstofan sé einnig með vatnamælingafólk á staðnum. Allt hafi gengið vel fram að þessu. Hlaupið hefur gengið hratt fyrir sig og segir Sveinn Kristján að það hafi náð að innstu bæjum í Skaftártungu um hálf níu leytið í kvöld. Hámarkið verði að líkindum í nótt. Hlaupið kom fyrr fram en búist var við. Talið er að það nái hámarki í nótt.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54 Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50 Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50 Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Dalafólk snappar frá hlaupinu í Skaftá Þrír Dalamenn á slóðum Skaftárhlaupsins fylgjast með því og snappa. 3. ágúst 2018 21:54
Hlaupið gæti haft áhrif á fjarskiptasamband Míla hefur lýst yfir óvissustigi vegna hlaupsins í Skaftá. 3. ágúst 2018 18:50
Hlaupið í Skaftá rís mun hraðar en árið 2015 Búist við að það nái mun fyrr í byggð. 3. ágúst 2018 16:50
Telja ekki að göngufólk sé í hættu vegna hlaupsins Um 30-40 björgunarsveitarmenn vinna að því að hafa uppi á göngufólki og rýma svæði vegna Skaftárhlaups. 3. ágúst 2018 17:46