Skaftárhreppur Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni. Viðskipti innlent 10.10.2024 08:49 Hlaupið í rénun en gasmengun gæti verið á svæðinu Jökulhlaupið sem hófst í Skálm í gær er í rénum. Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seint í gærkvöldi . Innlent 29.9.2024 07:46 Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skaftafelli Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 15.9.2024 15:45 Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu. Innlent 14.9.2024 15:05 Skaftárhlaupi að ljúka Hlaupi í Skaftá er að ljúka og er rennsli nú orðið svipað og var fyrir hlaup. Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegnahlaupsins. Síðustu tvo daga hefur rennsli í ánni farið lækkandi og er vatnsmagnið svipað og það var áður en hlaup hófst 20. ágúst síðastliðinn. Innlent 30.8.2024 13:43 Skaftárhlaupið í rénun: Kemur úr Eystri-Skaftárketli en ekki þeim vestri Skaftárhlaup er nú í rénun samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Rennsli mælist um 160 rúmmetrar á sekúndu og segir í tilkynningu að út frá breytingum á yfirborði Eystri-Skaftárketilsins, sem sjást af gervihnattamyndum, megi ætla að hlaupið komi þaðan en ekki úr þeim vestari eins og áður var talið líklegast. Innlent 28.8.2024 16:00 Veðurstofan hefur litlar áhyggjur af hlaupinu Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi Skaftárhlaup vera langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði á svæðinu og að Veðurstofan hafi litlar áhyggjur af því eins og staðan er. Innlent 23.8.2024 12:08 Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu. Innlent 22.8.2024 12:42 Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. Innlent 21.8.2024 12:35 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. Innlent 21.8.2024 10:15 Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. Innlent 20.8.2024 21:16 Féll af hesti og var án meðvitundar Miklar umferðartafir eru við Kirkjubæjarklaustur vegna slyss sem varð á þriðja tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Innlent 12.8.2024 14:45 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. Innlent 28.7.2024 08:33 Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. Innlent 27.7.2024 13:51 „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“ Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið. Innlent 21.7.2024 20:00 Miklar framkvæmdir á Kirkjubæjarklaustri fyrir unga fólkið Sjaldan eða aldrei hefur verið unnið eins mikið af uppbyggingu góðrar íþrótta- og æskulýðsaðstöðu á Kirkjubæjarklaustri eins og nú, en gott dæmi um það er upphitaður körfuboltavöllur, sem hægt er að breyta í blakvöll. Innlent 7.7.2024 09:04 „Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Innlent 6.7.2024 20:52 Ökumaðurinn á lífi en töluvert slasaður Ökumaður mótorhjóls, sem hafnaði utanvegar við Gígjukvísl í gær, er á lífi en töluvert slasaður. Innlent 5.7.2024 11:35 Alvarlega slasaður eftir mótorhjólaslys Alvarlegt umferðarslys varð við Gígjukvísl á fimmta tímanum í dag þegar ökumaður mótorhjóls féll af hjólinu og hafnaði utan vegar. Innlent 4.7.2024 18:31 Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. Innlent 24.6.2024 14:00 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Innlent 23.6.2024 20:00 Páll Rúnar prjónar og syngur á Kirkjubæjarklaustri Ullarsokkarnir, sem karlmaður prjónar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri seljast eins og heitar lummur enda um mjög fallegt handverk að ræða. Þá er eitt það skemmtilegast, sem maðurinn gerir er að syngja fyrir gesti og gangandi á heimilinu. Lífið 22.6.2024 20:05 Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi. Innlent 15.6.2024 19:59 85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. Innlent 12.6.2024 20:04 Sækja tvo slasaða eftir bílveltu Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavík laust fyrir klukkan 20 í kvöld og hélt austur fyrir fjall. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sveitarinnar vegna bílveltu nálægt Kirkjubæjarklaustri. Innlent 8.6.2024 20:33 Sóttu mann sem slasaðist í mótorhjólaslysi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan einstakling sem lenti í mótorhjólaslysi rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og flutti til Reykjavíkur. Innlent 29.5.2024 23:42 Friðlýsir hluta Fjaðrárgljúfurs Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu. Innlent 14.5.2024 09:34 Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. Innlent 13.5.2024 12:22 Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar. Innlent 24.4.2024 16:46 Halla Hrund býður sig fram Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ákvað um páskana að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Innlent 7.4.2024 10:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 11 ›
Ferðaþjónusturisi kaupir Fjaðrárgljúfur Íslenska ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures hefur fest kaup á Fjaðrárgljúfri. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að gera friðlýstu náttúruperluna aðgengilegri ferðamönnum á sama tíma og gætt sé að náttúrunni. Viðskipti innlent 10.10.2024 08:49
Hlaupið í rénun en gasmengun gæti verið á svæðinu Jökulhlaupið sem hófst í Skálm í gær er í rénum. Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seint í gærkvöldi . Innlent 29.9.2024 07:46
Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skaftafelli Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 15.9.2024 15:45
Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu. Innlent 14.9.2024 15:05
Skaftárhlaupi að ljúka Hlaupi í Skaftá er að ljúka og er rennsli nú orðið svipað og var fyrir hlaup. Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegnahlaupsins. Síðustu tvo daga hefur rennsli í ánni farið lækkandi og er vatnsmagnið svipað og það var áður en hlaup hófst 20. ágúst síðastliðinn. Innlent 30.8.2024 13:43
Skaftárhlaupið í rénun: Kemur úr Eystri-Skaftárketli en ekki þeim vestri Skaftárhlaup er nú í rénun samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Rennsli mælist um 160 rúmmetrar á sekúndu og segir í tilkynningu að út frá breytingum á yfirborði Eystri-Skaftárketilsins, sem sjást af gervihnattamyndum, megi ætla að hlaupið komi þaðan en ekki úr þeim vestari eins og áður var talið líklegast. Innlent 28.8.2024 16:00
Veðurstofan hefur litlar áhyggjur af hlaupinu Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir yfirstandandi Skaftárhlaup vera langt frá því að vera nokkur ógn við vegi og innviði á svæðinu og að Veðurstofan hafi litlar áhyggjur af því eins og staðan er. Innlent 23.8.2024 12:08
Skaftárhlaup „lítið og krúttlegt“ en gæti staðið yfir lengi Rennsli í Skaftá hefur verið stöðugt síðan í gær og mælist í kringum 180 rúmmetra á sekúndu við Sveinstind. Hlaupið hefur enn sem komið er ekki nein áhrif á innviði eða vegi á svæðinu. Innlent 22.8.2024 12:42
Skaftárhlaup í hægum vexti og íbúar varaðir við hættu Skaftárhlaup er í vexti en hefur ekki áhrif á helstu vegi á svæðinu að svo stöddu. Töluverð óvissa er um áframhald hlaupsins og mögulega stærð þess. Innlent 21.8.2024 12:35
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Ferðafólki er ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár. Innlent 21.8.2024 10:15
Skaftárhlaup líklega að hefjast Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólega síðan í gærkvöldi og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Athuganir benda til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár, og brennisteinsvetni getur borist með hlaupvatninu. Innlent 20.8.2024 21:16
Féll af hesti og var án meðvitundar Miklar umferðartafir eru við Kirkjubæjarklaustur vegna slyss sem varð á þriðja tímanum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Innlent 12.8.2024 14:45
Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. Innlent 28.7.2024 08:33
Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. Innlent 27.7.2024 13:51
„Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“ Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið. Innlent 21.7.2024 20:00
Miklar framkvæmdir á Kirkjubæjarklaustri fyrir unga fólkið Sjaldan eða aldrei hefur verið unnið eins mikið af uppbyggingu góðrar íþrótta- og æskulýðsaðstöðu á Kirkjubæjarklaustri eins og nú, en gott dæmi um það er upphitaður körfuboltavöllur, sem hægt er að breyta í blakvöll. Innlent 7.7.2024 09:04
„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Innlent 6.7.2024 20:52
Ökumaðurinn á lífi en töluvert slasaður Ökumaður mótorhjóls, sem hafnaði utanvegar við Gígjukvísl í gær, er á lífi en töluvert slasaður. Innlent 5.7.2024 11:35
Alvarlega slasaður eftir mótorhjólaslys Alvarlegt umferðarslys varð við Gígjukvísl á fimmta tímanum í dag þegar ökumaður mótorhjóls féll af hjólinu og hafnaði utan vegar. Innlent 4.7.2024 18:31
Mögulegt að einhverjir stofnar séu þegar glataðir Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ráðast þurfi í bráðaaðgerðir til að koma vatni í Grenlæk í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu. Hann segir stöðuna sem þar er uppi grafalvarlega fyrir lífríkið, og að mögulega séu einhverjir stofnar þar þegar útdauðir. Innlent 24.6.2024 14:00
Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Innlent 23.6.2024 20:00
Páll Rúnar prjónar og syngur á Kirkjubæjarklaustri Ullarsokkarnir, sem karlmaður prjónar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri seljast eins og heitar lummur enda um mjög fallegt handverk að ræða. Þá er eitt það skemmtilegast, sem maðurinn gerir er að syngja fyrir gesti og gangandi á heimilinu. Lífið 22.6.2024 20:05
Safnað fyrir gróðurskála á Kirkjubæjarklaustri Það stendur mikið til á Kirkjubæjarklaustri á morgun því þá hefst formlega söfnun fyrir gróðurskála við hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. Slíkur skáli kostar á milli 40 og 50 milljónir króna og mun nýtast öllum eldri borgurum í Skaftárhreppi. Innlent 15.6.2024 19:59
85 ára karl heklar og heklar á Kirkjubæjarklaustri 85 ára karlmaður, sem býr á hjúkrunar– og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri lætur sér ekki leiðast því hann situr við alla daga og heklar barnateppi, sjöl og peysur. Innlent 12.6.2024 20:04
Sækja tvo slasaða eftir bílveltu Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavík laust fyrir klukkan 20 í kvöld og hélt austur fyrir fjall. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð sveitarinnar vegna bílveltu nálægt Kirkjubæjarklaustri. Innlent 8.6.2024 20:33
Sóttu mann sem slasaðist í mótorhjólaslysi Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan einstakling sem lenti í mótorhjólaslysi rétt hjá Kirkjubæjarklaustri og flutti til Reykjavíkur. Innlent 29.5.2024 23:42
Friðlýsir hluta Fjaðrárgljúfurs Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu. Innlent 14.5.2024 09:34
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. Innlent 13.5.2024 12:22
Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar. Innlent 24.4.2024 16:46
Halla Hrund býður sig fram Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ákvað um páskana að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Innlent 7.4.2024 10:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent