Landaði frétt á forsíðu New York Times Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 4. ágúst 2018 09:00 „Þetta er svo mikill suðupottur menningarheima,“ segir Tryggvi Aðalbjörnsson sem býr í New York og starfar í sumar hjá New York Times. Vísir Tryggvi Aðalbjörnsson blaðamaður lauk í vor meistaragráðu við Columbia School of Journalism. Nú starfar hann á New York Times og átti nýverið eina aðalfréttina á forsíðu dagblaðsins ásamt Hiroko Tabuchi. „Ég vinn hér í sumar. Blaðið tekur inn á milli 20 og 30 manns yfir sumarið. Ég vinn á deild sem skrifar um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Hiroko var hluti af teymi sem fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir nokkrum árum og það er einstakt tækifæri að fá að vinna náið með reyndum rannsóknarblaðamanni hjá New York Times,“ segir Tryggvi sem gaf sér nokkrar mínútur frá vinnu til að segja frá lífi og störfum í New York. „Díoxín-lögmaðurinn“ Frétt Tryggva og Hiroko sem rataði á forsíðu blaðsins fjallaði um tilnefningu Donalds Trump á lögmanninum Peter C. Wright í yfirmannsstöðu hjá Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (E.P.A). Peter á að bera ábyrgð á hreinsun á eiturefnaúrgangi. Hiroko og Tryggvi grófu upp álitamál úr störfum Wrights sem starfaði í mörg ár sem lögfræðingur Dow Chemical, einum mesta eiturefnaframleiðanda veraldar og var þá gagnrýndur af E.P.A fyrir seinagang og fyrirslátt um að hreinsa upp úrgang. Peter Wright kallaði sig einu sinni „díoxín-lögmanninn“. „Við unnum að fréttinni í nokkrar vikur og fórum meðal annars til Michigan þar sem höfuðstöðvar Dow Chemical eru staðsettar. Bandaríska umhverfisverndarstofnunin er með mjög metnaðarfulla áætlun sem var sett af stað 1980 í þeim tilgangi að hreinsa upp eiturefnaúrgang í kringum iðnað víða í landinu. Þetta hefur tekið langan tíma, oft er bæði erfitt og dýrt að hreinsa upp úrganginn og svo þarf að semja við fyrirtækin sem geta þurft að reiða fram háar fjárhæðir,“ segir Tryggvi og varpar ljósi á þýðingu fréttarinnar. „Við unnum að fréttinni í nokkrar vikur og fórum meðal annars til Michigan þar sem höfuðstöðvar Dow Chemical eru staðsettar,“ segir Tryggvi um frétt hans og Hiroko Tabuchi sem rataði á forsíðu New York Times nýverið. 1.450 blaðamenn Tryggvi segir þetta í grunninn ekki ólíkt því að vinna á íslenskum fjölmiðli en umfangið stærra, sem breytir miklu. Hann starfaði á RÚV áður en hann fór í nám í Columbia. Hann hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins árið 2017 fyrir umfjöllun um brot Brúneggja ehf. á dýraverndarlögum og svik við neytendur og máttleysi eftirlitsstofnana til að takast á við brotin. „Umfangið hér er svo miklu meira. Það starfa um það bil 1.450 blaðamenn fyrir New York Times. Möguleikar blaðamanna til að fjalla ítarlega um einstök mál og verja tíma og orku í rannsóknir eru þess vegna miklu meiri hér en á Íslandi. Það er ekki hægt að líkja því saman,“ bendir hann á. Hann segir þó litlar fréttastofur margs megnugar. Sér í lagi þegar fréttamenn vinna saman að stærra efni eins og raunin var í Brúneggjamálinu. „Við vorum búin að vera að safna gögnum lengi og málið vatt upp á sig á meðan við vorum að vinna það. Við unnum náið saman, ég og Þóra Arnórsdóttir og pródúsentarnir í þættinum. Þetta var mjög mikil hópvinna og samstarf. Það er bæði hollt og gott að vinna með öðrum að málum annað slagið, sérstaklega ef þetta eru stór og erfið mál,“ segir Tryggvi. Fyrstu kynnin af fréttum Tryggvi er fæddur og uppalinn á Vopnafirði. Þaðan lá leið hans í Menntaskólann á Akureyri. „Ég flutti svo suður og ætlaði í Háskóla Íslands. Ég hætti fljótt þar og fékk tímabundna vinnu hjá Saga Film. Ég vann þar í stuttan tíma þangað til ég fékk vinnu sem fréttaklippari hjá RÚV. Það voru fyrstu kynni mín af fréttum,“ segir Tryggvi sem segist lengi hafa haft áhuga á fréttum. „Ég hafði bæði áhuga á fréttamennsku og svo kvikmyndagerð. Ég vann við að klippa fréttir hjá RÚV í eitt og hálft ár áður en ég fór út í nám í kvikmyndagerð til Los Angeles. Eftir að ég lauk því námi ákvað ég að fara aftur heim til Íslands og þá fékk ég vinnu á fréttastofunni við að skrifa fréttir,“ segir Tryggvi um leið sína inn í heim fréttamennsku. Tryggvi segist að sjálfsögðu geta hugsað sér að starfa áfram á New York Times. Hann sé þó aðeins ráðinn í sumar. „Það er alveg óráðið hvað ég geri næst,“ segir hann en hann mun mögulega búa áfram í borginni um hríð því kærasta hans, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stundar nám við Columbia í leikhúsfræðum og á eitt ár eftir af því námi. Vísindi og fréttir „Það er ótrúlega gaman að búa hér. Maður er alltaf að upplifa eitthvað nýtt, þetta er svo mikill suðupottur menningarheima. Við búum á Manhattan, í hverfi sem heitir Morningside Heights, rétt hjá skólanum. Námið var eiginlega ólýsanlegt. Ég hafði horft til þessa skóla í einhvern tíma og heimsótti hann árið 2016. Þetta prógramm er fyrir þá sem hafa unnið í blaðamennsku og vilja sérhæfa sig. Ég sérhæfði mig í að fjalla um vísindi og umhverfismál. Það er mjög þarft því vísindi snerta á svo mörgum málaflokkum sem eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Það skiptir þá máli að geta áttað sig á því hvernig vísindamenn hugsa, hvernig rannsóknir fara fram og hvernig tölur eru settar fram og svo framvegis. Þetta var mjög fjölbreytt og skemmtilegt nám,“ segir Tryggvi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Tryggvi Aðalbjörnsson blaðamaður lauk í vor meistaragráðu við Columbia School of Journalism. Nú starfar hann á New York Times og átti nýverið eina aðalfréttina á forsíðu dagblaðsins ásamt Hiroko Tabuchi. „Ég vinn hér í sumar. Blaðið tekur inn á milli 20 og 30 manns yfir sumarið. Ég vinn á deild sem skrifar um loftslagsbreytingar og umhverfismál. Hiroko var hluti af teymi sem fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir nokkrum árum og það er einstakt tækifæri að fá að vinna náið með reyndum rannsóknarblaðamanni hjá New York Times,“ segir Tryggvi sem gaf sér nokkrar mínútur frá vinnu til að segja frá lífi og störfum í New York. „Díoxín-lögmaðurinn“ Frétt Tryggva og Hiroko sem rataði á forsíðu blaðsins fjallaði um tilnefningu Donalds Trump á lögmanninum Peter C. Wright í yfirmannsstöðu hjá Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (E.P.A). Peter á að bera ábyrgð á hreinsun á eiturefnaúrgangi. Hiroko og Tryggvi grófu upp álitamál úr störfum Wrights sem starfaði í mörg ár sem lögfræðingur Dow Chemical, einum mesta eiturefnaframleiðanda veraldar og var þá gagnrýndur af E.P.A fyrir seinagang og fyrirslátt um að hreinsa upp úrgang. Peter Wright kallaði sig einu sinni „díoxín-lögmanninn“. „Við unnum að fréttinni í nokkrar vikur og fórum meðal annars til Michigan þar sem höfuðstöðvar Dow Chemical eru staðsettar. Bandaríska umhverfisverndarstofnunin er með mjög metnaðarfulla áætlun sem var sett af stað 1980 í þeim tilgangi að hreinsa upp eiturefnaúrgang í kringum iðnað víða í landinu. Þetta hefur tekið langan tíma, oft er bæði erfitt og dýrt að hreinsa upp úrganginn og svo þarf að semja við fyrirtækin sem geta þurft að reiða fram háar fjárhæðir,“ segir Tryggvi og varpar ljósi á þýðingu fréttarinnar. „Við unnum að fréttinni í nokkrar vikur og fórum meðal annars til Michigan þar sem höfuðstöðvar Dow Chemical eru staðsettar,“ segir Tryggvi um frétt hans og Hiroko Tabuchi sem rataði á forsíðu New York Times nýverið. 1.450 blaðamenn Tryggvi segir þetta í grunninn ekki ólíkt því að vinna á íslenskum fjölmiðli en umfangið stærra, sem breytir miklu. Hann starfaði á RÚV áður en hann fór í nám í Columbia. Hann hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins árið 2017 fyrir umfjöllun um brot Brúneggja ehf. á dýraverndarlögum og svik við neytendur og máttleysi eftirlitsstofnana til að takast á við brotin. „Umfangið hér er svo miklu meira. Það starfa um það bil 1.450 blaðamenn fyrir New York Times. Möguleikar blaðamanna til að fjalla ítarlega um einstök mál og verja tíma og orku í rannsóknir eru þess vegna miklu meiri hér en á Íslandi. Það er ekki hægt að líkja því saman,“ bendir hann á. Hann segir þó litlar fréttastofur margs megnugar. Sér í lagi þegar fréttamenn vinna saman að stærra efni eins og raunin var í Brúneggjamálinu. „Við vorum búin að vera að safna gögnum lengi og málið vatt upp á sig á meðan við vorum að vinna það. Við unnum náið saman, ég og Þóra Arnórsdóttir og pródúsentarnir í þættinum. Þetta var mjög mikil hópvinna og samstarf. Það er bæði hollt og gott að vinna með öðrum að málum annað slagið, sérstaklega ef þetta eru stór og erfið mál,“ segir Tryggvi. Fyrstu kynnin af fréttum Tryggvi er fæddur og uppalinn á Vopnafirði. Þaðan lá leið hans í Menntaskólann á Akureyri. „Ég flutti svo suður og ætlaði í Háskóla Íslands. Ég hætti fljótt þar og fékk tímabundna vinnu hjá Saga Film. Ég vann þar í stuttan tíma þangað til ég fékk vinnu sem fréttaklippari hjá RÚV. Það voru fyrstu kynni mín af fréttum,“ segir Tryggvi sem segist lengi hafa haft áhuga á fréttum. „Ég hafði bæði áhuga á fréttamennsku og svo kvikmyndagerð. Ég vann við að klippa fréttir hjá RÚV í eitt og hálft ár áður en ég fór út í nám í kvikmyndagerð til Los Angeles. Eftir að ég lauk því námi ákvað ég að fara aftur heim til Íslands og þá fékk ég vinnu á fréttastofunni við að skrifa fréttir,“ segir Tryggvi um leið sína inn í heim fréttamennsku. Tryggvi segist að sjálfsögðu geta hugsað sér að starfa áfram á New York Times. Hann sé þó aðeins ráðinn í sumar. „Það er alveg óráðið hvað ég geri næst,“ segir hann en hann mun mögulega búa áfram í borginni um hríð því kærasta hans, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stundar nám við Columbia í leikhúsfræðum og á eitt ár eftir af því námi. Vísindi og fréttir „Það er ótrúlega gaman að búa hér. Maður er alltaf að upplifa eitthvað nýtt, þetta er svo mikill suðupottur menningarheima. Við búum á Manhattan, í hverfi sem heitir Morningside Heights, rétt hjá skólanum. Námið var eiginlega ólýsanlegt. Ég hafði horft til þessa skóla í einhvern tíma og heimsótti hann árið 2016. Þetta prógramm er fyrir þá sem hafa unnið í blaðamennsku og vilja sérhæfa sig. Ég sérhæfði mig í að fjalla um vísindi og umhverfismál. Það er mjög þarft því vísindi snerta á svo mörgum málaflokkum sem eru til umfjöllunar í fjölmiðlum. Það skiptir þá máli að geta áttað sig á því hvernig vísindamenn hugsa, hvernig rannsóknir fara fram og hvernig tölur eru settar fram og svo framvegis. Þetta var mjög fjölbreytt og skemmtilegt nám,“ segir Tryggvi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira