Bara eitt líf að spila úr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR stendur við bakið á Björgvin. Vísir/Ernir Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. „Eftir að þetta mál kom upp varðandi Björgvin þá les ég nánast hverja einustu grein sem kemur út og fjallar um neyslu þessara fíknilyfja. Ég held að margar fjölskyldur á Íslandi eigi nána ástvini sem glíma við fíkn og þessi vandi sem hefur hreiðrað um sig hjá ungu fólki er áhyggjuefni. Ég vil reyna eins og ég get að komast til botns í þessu, hvernig er hægt að kljást við þetta, hvað gerir það að verkum að ungt fólk neytir þessara efna. Hvaða afleiðingar það hefur. Ég á sjálfur börn á þessum aldri og vil vita um hvað þetta snýst,“ segir Rúnar. Hann telur skipta sköpum að grípa strax inn í aðstæður og veita stuðning. „Það er mikilvægt að vísa rétta leið. En menn verða að vilja þetta sjálfir. Breyta lífi sínu og lífsmynstri. Og það er eitthvað sem við foreldrar og forráðamenn, þjálfarar, kennarar og leiðbeinendur getum tekið að okkur. Það má aldrei vera spurning um annað en að hjálpa og styðja,“ segir Rúnar og segir aldrei annað hafa komið til greina hvað varðar Björgvin. „Við gerum allt sem við getum hér til að hann snúi lífi sínu á rétta braut. Og það sama á við um aðra yngri og eldri,“ segir hann. „Fótboltinn er mikilvægur en lífið er dýrmætara. Við fáum bara eitt líf að spila úr. Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, við áttum okkur á að lífið er stærra en einn fótboltaleikur. Við verðum því að minna svolítið á hvað lífið snýst um,“ segir hann. Rúnar minnir á að það eitt að stíga fram og leita sér aðstoðar sé stórt skref. En aðeins upphafið á baráttunni. „Björgvin er búinn að vera hjá okkur frá því í október og við erum búin að kynnast honum vel. Við æfum enda saman fimm til sex sinnum í viku. Hann er góður strákur með gott hjartalag. En eins og margir aðrir hefur hann glímt við vandamál sem hafa leitt hann út í neyslu á þessum lyfjum sem lausn á einhverjum vanda. Hann hefur komið sterkur til baka. Hann talaði við leikmannahópinn, útskýrði fyrir þeim hvað hann væri að ganga í gegnum. Hann hefur sterkan vilja en orrustan er ekki búin. Við verðum að halda áfram að styðja við hann. Við þekkjum öll innan okkar fjölskyldna þennan vanda og vitum að þetta er böl sem er erfitt að losna við. Menn þurfa virkilega að leggja sig fram. Þetta er hörkuvinna, að halda áfram að berjast og rétta úr kútnum. Vonandi vinnur hann baráttuna,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. „Eftir að þetta mál kom upp varðandi Björgvin þá les ég nánast hverja einustu grein sem kemur út og fjallar um neyslu þessara fíknilyfja. Ég held að margar fjölskyldur á Íslandi eigi nána ástvini sem glíma við fíkn og þessi vandi sem hefur hreiðrað um sig hjá ungu fólki er áhyggjuefni. Ég vil reyna eins og ég get að komast til botns í þessu, hvernig er hægt að kljást við þetta, hvað gerir það að verkum að ungt fólk neytir þessara efna. Hvaða afleiðingar það hefur. Ég á sjálfur börn á þessum aldri og vil vita um hvað þetta snýst,“ segir Rúnar. Hann telur skipta sköpum að grípa strax inn í aðstæður og veita stuðning. „Það er mikilvægt að vísa rétta leið. En menn verða að vilja þetta sjálfir. Breyta lífi sínu og lífsmynstri. Og það er eitthvað sem við foreldrar og forráðamenn, þjálfarar, kennarar og leiðbeinendur getum tekið að okkur. Það má aldrei vera spurning um annað en að hjálpa og styðja,“ segir Rúnar og segir aldrei annað hafa komið til greina hvað varðar Björgvin. „Við gerum allt sem við getum hér til að hann snúi lífi sínu á rétta braut. Og það sama á við um aðra yngri og eldri,“ segir hann. „Fótboltinn er mikilvægur en lífið er dýrmætara. Við fáum bara eitt líf að spila úr. Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, við áttum okkur á að lífið er stærra en einn fótboltaleikur. Við verðum því að minna svolítið á hvað lífið snýst um,“ segir hann. Rúnar minnir á að það eitt að stíga fram og leita sér aðstoðar sé stórt skref. En aðeins upphafið á baráttunni. „Björgvin er búinn að vera hjá okkur frá því í október og við erum búin að kynnast honum vel. Við æfum enda saman fimm til sex sinnum í viku. Hann er góður strákur með gott hjartalag. En eins og margir aðrir hefur hann glímt við vandamál sem hafa leitt hann út í neyslu á þessum lyfjum sem lausn á einhverjum vanda. Hann hefur komið sterkur til baka. Hann talaði við leikmannahópinn, útskýrði fyrir þeim hvað hann væri að ganga í gegnum. Hann hefur sterkan vilja en orrustan er ekki búin. Við verðum að halda áfram að styðja við hann. Við þekkjum öll innan okkar fjölskyldna þennan vanda og vitum að þetta er böl sem er erfitt að losna við. Menn þurfa virkilega að leggja sig fram. Þetta er hörkuvinna, að halda áfram að berjast og rétta úr kútnum. Vonandi vinnur hann baráttuna,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00 Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00
Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið