Bara eitt líf að spila úr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR stendur við bakið á Björgvin. Vísir/Ernir Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. „Eftir að þetta mál kom upp varðandi Björgvin þá les ég nánast hverja einustu grein sem kemur út og fjallar um neyslu þessara fíknilyfja. Ég held að margar fjölskyldur á Íslandi eigi nána ástvini sem glíma við fíkn og þessi vandi sem hefur hreiðrað um sig hjá ungu fólki er áhyggjuefni. Ég vil reyna eins og ég get að komast til botns í þessu, hvernig er hægt að kljást við þetta, hvað gerir það að verkum að ungt fólk neytir þessara efna. Hvaða afleiðingar það hefur. Ég á sjálfur börn á þessum aldri og vil vita um hvað þetta snýst,“ segir Rúnar. Hann telur skipta sköpum að grípa strax inn í aðstæður og veita stuðning. „Það er mikilvægt að vísa rétta leið. En menn verða að vilja þetta sjálfir. Breyta lífi sínu og lífsmynstri. Og það er eitthvað sem við foreldrar og forráðamenn, þjálfarar, kennarar og leiðbeinendur getum tekið að okkur. Það má aldrei vera spurning um annað en að hjálpa og styðja,“ segir Rúnar og segir aldrei annað hafa komið til greina hvað varðar Björgvin. „Við gerum allt sem við getum hér til að hann snúi lífi sínu á rétta braut. Og það sama á við um aðra yngri og eldri,“ segir hann. „Fótboltinn er mikilvægur en lífið er dýrmætara. Við fáum bara eitt líf að spila úr. Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, við áttum okkur á að lífið er stærra en einn fótboltaleikur. Við verðum því að minna svolítið á hvað lífið snýst um,“ segir hann. Rúnar minnir á að það eitt að stíga fram og leita sér aðstoðar sé stórt skref. En aðeins upphafið á baráttunni. „Björgvin er búinn að vera hjá okkur frá því í október og við erum búin að kynnast honum vel. Við æfum enda saman fimm til sex sinnum í viku. Hann er góður strákur með gott hjartalag. En eins og margir aðrir hefur hann glímt við vandamál sem hafa leitt hann út í neyslu á þessum lyfjum sem lausn á einhverjum vanda. Hann hefur komið sterkur til baka. Hann talaði við leikmannahópinn, útskýrði fyrir þeim hvað hann væri að ganga í gegnum. Hann hefur sterkan vilja en orrustan er ekki búin. Við verðum að halda áfram að styðja við hann. Við þekkjum öll innan okkar fjölskyldna þennan vanda og vitum að þetta er böl sem er erfitt að losna við. Menn þurfa virkilega að leggja sig fram. Þetta er hörkuvinna, að halda áfram að berjast og rétta úr kútnum. Vonandi vinnur hann baráttuna,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. „Eftir að þetta mál kom upp varðandi Björgvin þá les ég nánast hverja einustu grein sem kemur út og fjallar um neyslu þessara fíknilyfja. Ég held að margar fjölskyldur á Íslandi eigi nána ástvini sem glíma við fíkn og þessi vandi sem hefur hreiðrað um sig hjá ungu fólki er áhyggjuefni. Ég vil reyna eins og ég get að komast til botns í þessu, hvernig er hægt að kljást við þetta, hvað gerir það að verkum að ungt fólk neytir þessara efna. Hvaða afleiðingar það hefur. Ég á sjálfur börn á þessum aldri og vil vita um hvað þetta snýst,“ segir Rúnar. Hann telur skipta sköpum að grípa strax inn í aðstæður og veita stuðning. „Það er mikilvægt að vísa rétta leið. En menn verða að vilja þetta sjálfir. Breyta lífi sínu og lífsmynstri. Og það er eitthvað sem við foreldrar og forráðamenn, þjálfarar, kennarar og leiðbeinendur getum tekið að okkur. Það má aldrei vera spurning um annað en að hjálpa og styðja,“ segir Rúnar og segir aldrei annað hafa komið til greina hvað varðar Björgvin. „Við gerum allt sem við getum hér til að hann snúi lífi sínu á rétta braut. Og það sama á við um aðra yngri og eldri,“ segir hann. „Fótboltinn er mikilvægur en lífið er dýrmætara. Við fáum bara eitt líf að spila úr. Við sem erum eldri og reyndari í lífinu, við áttum okkur á að lífið er stærra en einn fótboltaleikur. Við verðum því að minna svolítið á hvað lífið snýst um,“ segir hann. Rúnar minnir á að það eitt að stíga fram og leita sér aðstoðar sé stórt skref. En aðeins upphafið á baráttunni. „Björgvin er búinn að vera hjá okkur frá því í október og við erum búin að kynnast honum vel. Við æfum enda saman fimm til sex sinnum í viku. Hann er góður strákur með gott hjartalag. En eins og margir aðrir hefur hann glímt við vandamál sem hafa leitt hann út í neyslu á þessum lyfjum sem lausn á einhverjum vanda. Hann hefur komið sterkur til baka. Hann talaði við leikmannahópinn, útskýrði fyrir þeim hvað hann væri að ganga í gegnum. Hann hefur sterkan vilja en orrustan er ekki búin. Við verðum að halda áfram að styðja við hann. Við þekkjum öll innan okkar fjölskyldna þennan vanda og vitum að þetta er böl sem er erfitt að losna við. Menn þurfa virkilega að leggja sig fram. Þetta er hörkuvinna, að halda áfram að berjast og rétta úr kútnum. Vonandi vinnur hann baráttuna,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00 Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu KR stóð með Björgvin Stefánssyni eftir að hann misnotaði róandi lyf. Hann leitaði sér aðstoðar og sneri til baka á mánudag, þakkaði pent fyrir sig og skoraði. 4. ágúst 2018 09:00
Ein tafla getur verið banvæn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, segir neyslu fíknilyfja hættulega viðbót. Ef fólk taki lyfin að staðaldri verði það líkamlega háð þeim. 4. ágúst 2018 10:00