Anton synti á 1:00,45 í undanúrslitunum og bætti þar með eigið Íslandsmet (1:00,53) en það skilaði honum aðeins í 13.sæti sem þýðir að hann mun ekki keppa í úrslitum sem verða á morgun.
Þrír sundmenn keppa fyrir Íslands hönd á mótinu en auk Antons eru þau Predrag Milos úr SH og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem æfir í Svíþjóð, á EM í Glasgow.
Eygló hefur leik á morgun þegar hún keppir í 50 metra baksundi en hún keppir svo í 100 metra baksundi á mánudag. Milos keppir á miðvikudaginn þar sem hann tekur þátt í 50 metra skriðsundi.