Móðir Bin Laden tjáir sig í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2018 11:34 Osama Bin Laden. Vísir/Getty Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann. Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Alia Ghanem, móðir Osama bin Laden, segir hann hafa verið ljúfan á sínum yngri árum og að hann hafi breyst á háskólaárum sínum. Hún ræddi nýverið við blaðamann Guardian og var það í fyrsta sinn sem hún tjáir sig um son. Eins og flestir vita var Osama leiðtogi al-Qaeda og stóð hann að baki mönnunum sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon í september 2001. Hann var felldur í árás bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan árið 2011. Bin Laden ættin er mjög fjölmenn, rík og áhrifamikil í Sádi-Arabíu. Ættin heldur til í borginni Jeddah. „Hann var mjög ljúft barn, þar til hann hitti fólk sem í rauninni heilaþvoðu hann. Það er hægt að kalla þá sértrúarsöfnuð,“ sagði Ghanem í viðtalinu. „Ég sagði honum alltaf að forðast þá og hann viðurkenndi aldrei fyrir mér hvað hann var að gera, því hann elskaði mig svo mikið.“ Snemma á níunda áratug síðustu aldar fór Osama til Afganistan þar sem hann barðist gegn her Sovétríkjanna, með stuðningi Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna.Svo fór sem fór Ghanem og tveir hálfbræður hans segjast hafa verið stolt af honum þá. Það hafi þó breyst. „Hann kenndi mér mjög margt,“ sagði bróðir hans Hassan. „En ég held að ég sé ekki stoltur af honum sem manni.“ Ghanem fylgdi því eftir og sagði Osama hafa verið góðan nemanda á sínum yngri árum. Hann hefði hins vegar sólundað öllum sínum peningum í Afganistan. Hún segist aldrei hafa átt von á því að hann yrði hryðjuverkamaður. „Við vorum miður okkar,“ sagði Ghanem um hvernig þeim leið þegar þau komust að því að hann væri hryðjuverkamaður. „Ég vildi þetta ekki. Hvernig gat hann kastað öllu sem hann átti frá sér á þennan hátt?“ Fjölskyldan hitti Osama síðast í Afganistan árið 1999. Þá hélt hann til í gamalli herstöð sem hann og vígamenn hans höfðu tekið af her Sovétríkjanna og heimsóttu þau hann tvisvar sinnum það ár. Þau sögðu hann hafa verið hamingjusaman þegar þau hittu hann.Neitar að sjá hið sanna Þegar Ghanem yfirgaf herbergið til að hvíla sig sagði annar bróðir Osama, Ahmad, að hún væri í afneitun. „Það eru 17 ár liðin frá 9/11 [árásinni á Tvíburaturnana] og hún er enn í afneitun um Osama. Hún elskaði hann svo mikið og neitar að kenna honum um. Þess í stað kennir hún fólkinu í kringum hann um. Hún þekkir eingöngu góðu hliðina hans, hliðina sem við sáum öllum. Hún kynntist aldrei hinni hliðinni,“ sagði Ahmad. Hann sagði árásina hafa komið fjölskyldunni í opna skjöldu en þau hafi fljótt áttað sig á því að Osama hefði gert hana. „Þetta var skrítin tilfinning. Við vissum það frá upphafi, á innan við 48 klukkustundum. Frá þeim yngstu til þeirra elstu, þá skömmuðumst við okkar öll fyrir hann. Við vissum líka að þetta myndi hafa hræðilega afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ahmad. Þá var Bin Laden fjölskyldan dreifð um Mið-Austurlönd, og víðar, en allir sem gátu komu sér til Jeddah aftur. Eiginkonur og börn Osama hafa fengið að snúa aftur til Sádi-Arabíu og búa þau skammt frá húsi fjölskyldunnar. Þeim hefur þó verið meinað að yfirgefa landið. Yngsti sonur Osama, Hamza Bin Laden, er þó talinn vera í Afganistan og virðist hann hafa tekið upp málstað föður síns. Hassan sagði það hafa komið fjölskyldunni á óvart. „Við héldum að allir væru komnir með nóg af þessu. Það næsta sem við vitum er að Hamza er að segjast ætla að hefna föður síns.“ Hassan bætti við að hann myndi reyna að fá Hamza til að skipta um skoðun ef hann gæti hitt hann.
Mið-Austurlönd Pakistan Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent