Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 16:30 Gísli Marteinn Baldursson er mikill áhugamaður um hjólreiðar. Lögregla bað hjólreiðafólk að vanda sig í umferðinni í gær. Vísir/Samsett Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um hjólreiðar, deilir við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag vegna tilkynningar um hjólreiðafólk sem lögregla sendi frá sér í gær. Lögregla hafnar því að taka þátt í „byltingu gegn hjólreiðum“ en segir að færslu gærdagsins hefði mátt „orða betur.“Sjá einnig: Segir lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að „gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. Páll Guðjónsson, ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, gagnrýndi ummælin í samtali við Vísi í gær og sagði lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks. Gísli er sama sinnis og segir það sorglegt að lögregla taki þátt í „herferð Moggans gegn hjólum“ og vísar auk þess í meinta andstöðu Morgunblaðsins við aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir árið 2030. Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir þéttingu byggðar og aukinni áherslu á almennings- og vistvænar samgöngur, þar á meðal hjólreiðar. „Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim,“ skrifar Gísli.Sorglegt að @logreglan taki þátt í herferð Moggans gegn hjólum og #meiriborg. Blaðið hótaði að #ar2030 yrði aldrei samþykkt og hvatti svo borgarbúa til að gera byltingu gegn hjólreiðum. Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 2, 2018 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar þessum ummælum Gísla og segir enga andúð á reiðhjólafólki að finna innan raða lögreglu. „Afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt,“ skrifar lögregla á opinberum Twitter-reikningi sínum.Sæll Gísli - afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt. Hér á bæ er enginn andúð gegn reiðhjólafólki - þvert á móti, enda margir innan lögreglunnar sem hjóla mikið.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Umræðum Gísla og lögreglu virðist þó lykta með sættum. Lögregla viðurkennir að færslu gærdagsins hefði eflaust mátt orða betur og Gísli þakkar lögreglu á móti fyrir góð svör.Æi, að draga fólk í dilka með þeim hætti er tæpast gott. Komum umræðunni frekar á hærra plan. Vafalaust hefði færslan í gær getað verið betur orðuð - en efni hennar er samt mikilvægt.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50 Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um hjólreiðar, deilir við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag vegna tilkynningar um hjólreiðafólk sem lögregla sendi frá sér í gær. Lögregla hafnar því að taka þátt í „byltingu gegn hjólreiðum“ en segir að færslu gærdagsins hefði mátt „orða betur.“Sjá einnig: Segir lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að „gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. Páll Guðjónsson, ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, gagnrýndi ummælin í samtali við Vísi í gær og sagði lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks. Gísli er sama sinnis og segir það sorglegt að lögregla taki þátt í „herferð Moggans gegn hjólum“ og vísar auk þess í meinta andstöðu Morgunblaðsins við aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir árið 2030. Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir þéttingu byggðar og aukinni áherslu á almennings- og vistvænar samgöngur, þar á meðal hjólreiðar. „Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim,“ skrifar Gísli.Sorglegt að @logreglan taki þátt í herferð Moggans gegn hjólum og #meiriborg. Blaðið hótaði að #ar2030 yrði aldrei samþykkt og hvatti svo borgarbúa til að gera byltingu gegn hjólreiðum. Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 2, 2018 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar þessum ummælum Gísla og segir enga andúð á reiðhjólafólki að finna innan raða lögreglu. „Afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt,“ skrifar lögregla á opinberum Twitter-reikningi sínum.Sæll Gísli - afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt. Hér á bæ er enginn andúð gegn reiðhjólafólki - þvert á móti, enda margir innan lögreglunnar sem hjóla mikið.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Umræðum Gísla og lögreglu virðist þó lykta með sættum. Lögregla viðurkennir að færslu gærdagsins hefði eflaust mátt orða betur og Gísli þakkar lögreglu á móti fyrir góð svör.Æi, að draga fólk í dilka með þeim hætti er tæpast gott. Komum umræðunni frekar á hærra plan. Vafalaust hefði færslan í gær getað verið betur orðuð - en efni hennar er samt mikilvægt.— LRH (@logreglan) August 2, 2018
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50 Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50
Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51