Gísli Marteinn deilir við lögreglu um „byltingu gegn hjólreiðum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 16:30 Gísli Marteinn Baldursson er mikill áhugamaður um hjólreiðar. Lögregla bað hjólreiðafólk að vanda sig í umferðinni í gær. Vísir/Samsett Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um hjólreiðar, deilir við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag vegna tilkynningar um hjólreiðafólk sem lögregla sendi frá sér í gær. Lögregla hafnar því að taka þátt í „byltingu gegn hjólreiðum“ en segir að færslu gærdagsins hefði mátt „orða betur.“Sjá einnig: Segir lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að „gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. Páll Guðjónsson, ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, gagnrýndi ummælin í samtali við Vísi í gær og sagði lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks. Gísli er sama sinnis og segir það sorglegt að lögregla taki þátt í „herferð Moggans gegn hjólum“ og vísar auk þess í meinta andstöðu Morgunblaðsins við aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir árið 2030. Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir þéttingu byggðar og aukinni áherslu á almennings- og vistvænar samgöngur, þar á meðal hjólreiðar. „Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim,“ skrifar Gísli.Sorglegt að @logreglan taki þátt í herferð Moggans gegn hjólum og #meiriborg. Blaðið hótaði að #ar2030 yrði aldrei samþykkt og hvatti svo borgarbúa til að gera byltingu gegn hjólreiðum. Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 2, 2018 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar þessum ummælum Gísla og segir enga andúð á reiðhjólafólki að finna innan raða lögreglu. „Afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt,“ skrifar lögregla á opinberum Twitter-reikningi sínum.Sæll Gísli - afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt. Hér á bæ er enginn andúð gegn reiðhjólafólki - þvert á móti, enda margir innan lögreglunnar sem hjóla mikið.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Umræðum Gísla og lögreglu virðist þó lykta með sættum. Lögregla viðurkennir að færslu gærdagsins hefði eflaust mátt orða betur og Gísli þakkar lögreglu á móti fyrir góð svör.Æi, að draga fólk í dilka með þeim hætti er tæpast gott. Komum umræðunni frekar á hærra plan. Vafalaust hefði færslan í gær getað verið betur orðuð - en efni hennar er samt mikilvægt.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50 Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og áhugamaður um hjólreiðar, deilir við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á Twitter í dag vegna tilkynningar um hjólreiðafólk sem lögregla sendi frá sér í gær. Lögregla hafnar því að taka þátt í „byltingu gegn hjólreiðum“ en segir að færslu gærdagsins hefði mátt „orða betur.“Sjá einnig: Segir lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks Tilkynning lögreglu vakti mikla athygli í gær en í henni var hjólreiðafólk hvatt til að „gera betur í umferðinni“ vegna tíðra kvartana sem lögreglu hafa borist vegna þess. Páll Guðjónsson, ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, gagnrýndi ummælin í samtali við Vísi í gær og sagði lögreglu ala á fordómum í garð hjólreiðafólks. Gísli er sama sinnis og segir það sorglegt að lögregla taki þátt í „herferð Moggans gegn hjólum“ og vísar auk þess í meinta andstöðu Morgunblaðsins við aðalskipulag Reykjavíkurborgar fyrir árið 2030. Í skipulaginu er m.a. gert ráð fyrir þéttingu byggðar og aukinni áherslu á almennings- og vistvænar samgöngur, þar á meðal hjólreiðar. „Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim,“ skrifar Gísli.Sorglegt að @logreglan taki þátt í herferð Moggans gegn hjólum og #meiriborg. Blaðið hótaði að #ar2030 yrði aldrei samþykkt og hvatti svo borgarbúa til að gera byltingu gegn hjólreiðum. Mogginn mun tapa þessu stríði sínu en vont að löggan vilji tapa trúverðugleikanum með þeim.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 2, 2018 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu svarar þessum ummælum Gísla og segir enga andúð á reiðhjólafólki að finna innan raða lögreglu. „Afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt,“ skrifar lögregla á opinberum Twitter-reikningi sínum.Sæll Gísli - afar sorglegt að þú skulir spyrða okkur saman við slíka herferð án þess svo mikið sem að hafa rætt málið við okkur. Vinsamlegast ekki væna okkur um slíkt. Hér á bæ er enginn andúð gegn reiðhjólafólki - þvert á móti, enda margir innan lögreglunnar sem hjóla mikið.— LRH (@logreglan) August 2, 2018 Umræðum Gísla og lögreglu virðist þó lykta með sættum. Lögregla viðurkennir að færslu gærdagsins hefði eflaust mátt orða betur og Gísli þakkar lögreglu á móti fyrir góð svör.Æi, að draga fólk í dilka með þeim hætti er tæpast gott. Komum umræðunni frekar á hærra plan. Vafalaust hefði færslan í gær getað verið betur orðuð - en efni hennar er samt mikilvægt.— LRH (@logreglan) August 2, 2018
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50 Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Stjórnarmeðlimur Landssamtaka hjólreiðamanna segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki með nýlegri Facebook færslu sinni. 1. ágúst 2018 18:50
Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent