Forseti GSÍ segir sambandið fara eftir reglum um bann við áfengisauglýsingum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 13:17 Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Vísir/Stefán Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess.
Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21