Mamma Mia myndum skákað af Titanic einni Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Andy Garcia og Cher á heimsfrumsýningu nýju myndarinnar. Vísir/epa Mamma Mia æði þjóðarinnar virðist engan enda ætla að taka. Þannig hafa um 42 þúsund manns séð framhaldsmyndina Mamma Mia! Here we go again. Myndin var frumsýnd þann 18. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðsóknartölur eiga eftir að aukast enn frekar. Að sögn Söndru Bjarkar Magnúsdóttur, markaðsstjóra hjá Myndformi sem er dreifingaraðili myndarinnar á Íslandi, er hún komin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins. Aðeins Avengers: Infinity War með 57 þúsund gesti og Incredibles 2 með 48 þúsund eru fyrir ofan það sem af er ári. „Við erum afar ánægð með þessa góðu byrjun og við væntum þess að myndin haldi áfram að gera mjög vel. Við erum bjartsýn á að hún nái sömu hæðum og fyrri myndin,“ segir Sandra. Hún bendir þó á að aðsóknin á framhaldsmyndina hafi verið meiri en á fyrri myndina fyrstu helgina sem þær hafi verið í sýningum. Þegar 30 þúsund manns höfðu séð fyrri myndina, höfðu á sama tíma 36 þúsund séð framhaldsmyndina. Alls sáu 119 þúsund manns fyrri myndina sem hét einfaldlega Mamma Mia!. Hún var frumsýnd sumarið 2008. Er hún að sögn Söndru önnur aðsóknarmesta myndin frá upphafi hérlendis og sú þriðja tekjuhæsta. Það er aðeins Titanic frá 1997 sem fleiri hafa séð í íslenskum kvikmyndahúsum. Sjálf segist Sandra afar ánægð með nýju myndina.„Þetta er hugljúf saga og yndisleg mynd. Hún heldur alveg sama fíling og fyrri myndin. Maður er oft hræddur um svona framhaldsmyndir en það var ástæðulaust í þessu tilviki.“ Hún segist þekkja mörg dæmi þess að fólk hafi séð fyrri myndina oft, jafnvel fjórum sinnum. „Ég er farin að heyra af því með þessa mynd að sumir eru byrjaðir að fara aftur. Svo heyrir maður af heilu konuhópunum og saumaklúbbunum sem fjölmenna. Stundum fá karlarnir að laumast með.“ Líkt og gert var með fyrri myndina stendur til að halda sérstakar sing-a-long sýningar þar sem gestir eru hvattir til að syngja með ABBA-lögunum sem eru ófá í myndinni. „Það styttist í það og við byrjum væntanlega síðar í ágúst. Eins og síðast munum við gera þetta í samstarfi við Guðbjörgu Ósk, þerapista og jógakennara.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira
Mamma Mia æði þjóðarinnar virðist engan enda ætla að taka. Þannig hafa um 42 þúsund manns séð framhaldsmyndina Mamma Mia! Here we go again. Myndin var frumsýnd þann 18. júlí síðastliðinn og því ljóst að aðsóknartölur eiga eftir að aukast enn frekar. Að sögn Söndru Bjarkar Magnúsdóttur, markaðsstjóra hjá Myndformi sem er dreifingaraðili myndarinnar á Íslandi, er hún komin í þriðja sæti yfir aðsóknarmestu myndir ársins. Aðeins Avengers: Infinity War með 57 þúsund gesti og Incredibles 2 með 48 þúsund eru fyrir ofan það sem af er ári. „Við erum afar ánægð með þessa góðu byrjun og við væntum þess að myndin haldi áfram að gera mjög vel. Við erum bjartsýn á að hún nái sömu hæðum og fyrri myndin,“ segir Sandra. Hún bendir þó á að aðsóknin á framhaldsmyndina hafi verið meiri en á fyrri myndina fyrstu helgina sem þær hafi verið í sýningum. Þegar 30 þúsund manns höfðu séð fyrri myndina, höfðu á sama tíma 36 þúsund séð framhaldsmyndina. Alls sáu 119 þúsund manns fyrri myndina sem hét einfaldlega Mamma Mia!. Hún var frumsýnd sumarið 2008. Er hún að sögn Söndru önnur aðsóknarmesta myndin frá upphafi hérlendis og sú þriðja tekjuhæsta. Það er aðeins Titanic frá 1997 sem fleiri hafa séð í íslenskum kvikmyndahúsum. Sjálf segist Sandra afar ánægð með nýju myndina.„Þetta er hugljúf saga og yndisleg mynd. Hún heldur alveg sama fíling og fyrri myndin. Maður er oft hræddur um svona framhaldsmyndir en það var ástæðulaust í þessu tilviki.“ Hún segist þekkja mörg dæmi þess að fólk hafi séð fyrri myndina oft, jafnvel fjórum sinnum. „Ég er farin að heyra af því með þessa mynd að sumir eru byrjaðir að fara aftur. Svo heyrir maður af heilu konuhópunum og saumaklúbbunum sem fjölmenna. Stundum fá karlarnir að laumast með.“ Líkt og gert var með fyrri myndina stendur til að halda sérstakar sing-a-long sýningar þar sem gestir eru hvattir til að syngja með ABBA-lögunum sem eru ófá í myndinni. „Það styttist í það og við byrjum væntanlega síðar í ágúst. Eins og síðast munum við gera þetta í samstarfi við Guðbjörgu Ósk, þerapista og jógakennara.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira