Hækkun olíuverðs og íslenska krónan skýra 2,7 milljarða tap Icelandair Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. ágúst 2018 11:45 Icelandair tapaði 25,7 milljónum dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hækkun olíuverðs og óstöðug íslensk króna útskýra að mestu tapið að sögn Björgólfs Jóhannssonar forstjóra félagsins. Afkoma Icelandair á öðrum ársfjórðungi er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir en uppgjörið var birt í gær. Félagið sendi frá sér afkomuviðörun í síðasta mánuði svo hluthafar voru búnir að undirbúa sig fyrir slæmar fréttir. „Kostnaður hefur farið hækkandi, sérstaklega olíukostnaður sem hefur ekki komið inn í verðlag á miðum. Þannig að það er þessi meðalverðspressa sem við höfum bent á ofan á kostnaðinn sem er auðvitað stóra breytingin. Við höfum ekki náð þessu út í verðlag en það eru auðvitað fleiri þættir sem koma til, við erum að búa við íslenska krónu og hér má nefna fleiri þætti,“ segir Björgólfur. Stærsti kostnaðarliður Icelandair er laun. Þau eru greidd í krónum en bandaríkjadollari er uppgjörsmynt félagsins. Icelendair reiknar með að íslenska krónan muni veikjast í framtíðinni og er félagið að reikna með 2 - 2,5 prósenta veikingu hennar á næstunni. Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair. Ef vel er gáð má sjá skráningarstafina TF-ICE.Mynd/Boeing.Spár um hækkun meðalverðs brugðust Spár Icelandair um hækkandi meðalverð fargjalda á síðari hluta ársins hafa hingað til ekki gengið eftir. Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri en 27 flugfélög fljúga til Íslands í sumar. Á sama tíma hefur olíuverð hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrst olíuverð hefur ekki skilað sér út í miðaverð, hvar lendir þessi kostnaður? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi. Og það eru fleiri félög sem hafa sýnt breytingar, bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa sýnt þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en það eru ýmsir aðrir þættir í rekstrinum sem við getum haft meiri áhrif á,“ segir Björgólfur.Margþættar breytingar Icelandair Icelandair stendur á tímamótum. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Icelandair tapaði 25,7 milljónum dollara, jafnvirði 2,7 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hækkun olíuverðs og óstöðug íslensk króna útskýra að mestu tapið að sögn Björgólfs Jóhannssonar forstjóra félagsins. Afkoma Icelandair á öðrum ársfjórðungi er lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir en uppgjörið var birt í gær. Félagið sendi frá sér afkomuviðörun í síðasta mánuði svo hluthafar voru búnir að undirbúa sig fyrir slæmar fréttir. „Kostnaður hefur farið hækkandi, sérstaklega olíukostnaður sem hefur ekki komið inn í verðlag á miðum. Þannig að það er þessi meðalverðspressa sem við höfum bent á ofan á kostnaðinn sem er auðvitað stóra breytingin. Við höfum ekki náð þessu út í verðlag en það eru auðvitað fleiri þættir sem koma til, við erum að búa við íslenska krónu og hér má nefna fleiri þætti,“ segir Björgólfur. Stærsti kostnaðarliður Icelandair er laun. Þau eru greidd í krónum en bandaríkjadollari er uppgjörsmynt félagsins. Icelendair reiknar með að íslenska krónan muni veikjast í framtíðinni og er félagið að reikna með 2 - 2,5 prósenta veikingu hennar á næstunni. Fyrsta Boeing 737 MAX þotan komin á loft í litum Icelandair. Ef vel er gáð má sjá skráningarstafina TF-ICE.Mynd/Boeing.Spár um hækkun meðalverðs brugðust Spár Icelandair um hækkandi meðalverð fargjalda á síðari hluta ársins hafa hingað til ekki gengið eftir. Samkeppnin á mörkuðum hefur sjaldan verið meiri en 27 flugfélög fljúga til Íslands í sumar. Á sama tíma hefur olíuverð hækkað um 60 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrst olíuverð hefur ekki skilað sér út í miðaverð, hvar lendir þessi kostnaður? „Eins og kemur fram hjá okkur þá er félagið rekið með tapi. Og það eru fleiri félög sem hafa sýnt breytingar, bæði samkeppnisaðilar og fleiri flugfélög hafa sýnt þessi áhrif. Það breytir því ekki að við erum með tap sem orsakast að hluta til af þessu en það eru ýmsir aðrir þættir í rekstrinum sem við getum haft meiri áhrif á,“ segir Björgólfur.Margþættar breytingar Icelandair Icelandair stendur á tímamótum. Fyrr á þessu ári kynnti félagið breytingar á uppbyggingu fargjalda félagsins. Þá er hótelreksturinn undir Icelandair Hotels í söluferli og hafa margir fjárfestar sýnt honum áhuga. Nýjar Boeing MAX vélar komu í flota Icelandair fyrr á þessu ári og í skoðun er uppbygging nýs tengibanka (hub) frá Keflavíkurflugvelli. Þá hafa verið gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Icelandair með ráðningu nýrra framkvæmdastjóra yfir sölu- og markaðsmálum annars vegar og upplifun farþega hins vegar.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira