Segir brýnt að sameina FME og Seðlabankann Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2018 21:15 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands Vísir/ÞÞ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana. Eftir bankahrunið 2008 var hávær umræða um að sameina þyrfti að nýju Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, FME. Þetta var þó ekki gert heldur var samstarf þessara stofnana aukið í staðinn. Í ársbyrjun 2011 var undirritaður nýr samstarfssamningur milli Seðlabankans og FME. Í maí 2014 samþykkti Alþingi svo lög um fjármálastöðugleikaráð, sérstakan samstarfsvettvang þessara stofnana og tók ráðið til starfa sama ár. Ráðið hefur fundað nokkrum sinnum á ári í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það sem af er þessu ári hefur ráðið fundað þrisvar. Siðast hinn 26. júní síðastliðinn.Á síðustu árum hafa komið út fjórar skýrslur sérfræðinga þar sem mælt er með sameiningu FME og Seðlabankans. Megintillaga finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännari í skýrslu frá mars 2009 var var að sameina Seðlabanka Íslands og FME eða setja þessar tvær stofnanir undir sömu yfirstjórn. Svíinn Mats Josefsson lagði til í annarri skýrslu frá nóvember 2011 að það myndi styrkja fókus og skilvirkni FME ef að bæði þjóðhags- og eindarvarúð yrði flutt til Seðlabankans en Fjármálaeftirlitið sinnti eingöngu eftirlitshlutverki. Breski bankamaðurinn Sir Andrew Large lagði til í skýrslu sem hann vann fyrir Seðlabankann í maí 2012 að Fjármálaeftirlitið yrði fært inn í Seðlabankann. Kaarlo Jännari vann svo aðra skýrslu í október 2012 ásamt Gavin Bingham og Jóni Sigurðssyni en þremenningarnir lögðu til, orðrétt að: „Samþætta ætti í tveimur áföngum Seðlabanka og Fjármálaeftirlit í einni stofnun sem fari með yfirstjórn peninga- og fjármála á Íslandi.“ Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði segir blasa við að sameina þurfi þessar stofnanir á ný.„Hvað höfum við í rauninni lært af hruninu? Ein helsta gagnrýnin var sú að það væru margir aðilar sem bæru ábyrgð á bönkunum og fjármálastöðugleika. Það er enn þannig. Það eru tveir aðilar sem bera ábyrgð á fjármálastöðugleika. Allir erlendir ráðgjafar segja að þetta fyrirkomulag gangi ekki upp. Seðlabankinn eigi að taka einn ábyrgð á fjármálastöðugleika, enda er hann lánveitandi til þrautavara. Miðað við hvað það er fátt fólk á Íslandi er í raun fáránlegt að vera með tvær greiningardeildir, í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, til að greina sama hlutinn,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent