Menningarmógúlar mæla með þessum viðburðum á Menningarnótt Benedikt Bóas skrifar 18. ágúst 2018 08:00 Menningarnótt er eflaust í uppáhaldi hjá mörgum. Fréttablaðið/Andri Marinó Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til að velja sér þrjá viðburði sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert Thoroddsen, Jóna Ottesen, Lóa Hjálmtýsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson.Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður og doktorsnemi í tónlistarfræðum.Arnar Eggert mælir með þessu:Tónaflóð Rásar 2 við Arnarhól kl. 20.00-23.00 Það er nauðsynlegt og sjálfsagt að íslenskri dægurtónlist sé gert hátt undir höfði á þessum degi enda er Ísland hvað þekktast út á við fyrir þennan þátt og dægurtónlistarsenan rík, virk, skemmtileg og fjölskrúðug. Margsannað og -reynt. Þessi uppákoma skiptir máli og Rás 2 gerir vel í því að úthugsa dagskrána, upp á flæði, aldur o.s.frv. Rapparar og „r og b“ listamenn keyra þetta í gang, Prins Póló svo með súrrelískar hversdagslýsingar, Írafár með poppið og svo Todmobile með allra handa lokahnút. Almennilegt!Hipphopp á Ingólfstorgi kl. 18.00-22.00 Eðlilega hvet ég gesti á öllum aldri, og þá sérstaklega þá sem trúa því einlæglega að „tónlistin hafi verið mun betri í gamla daga“ að koma við á gamla Hallærisplaninu (þar sem pönkið undi sér vel) og nema það sem ungviðið er að gera í hipphopplistinni – tónlistinni sem hefur nú formlega leyst rokkið af sem tónlist unga fólksins og hvað vinsældir á heimsvísu varðar. Þeir sem eru enn ekki vaknaðir og búnir að finna lyktina af kaffinu geta snarlega bætt úr því með heimsókn hingað.Döbbskúrinn, Vitastíg 17 kl. 12.30-23.15 Júlíus Ólafsson, tónlistarmaður, stórmeistari og Can-áhugamaður heldur utan um döbbskúrinn. Garðskúr Júlíusar fær endurnýjaðan tilgang og mun eima frá sér svellköldu döbbi, ættuðu frá Jamaíka, frá hádegi og fram að miðnætti. Plötusnúðar skiptast á að veiða upp gamalt og nýtt döbb og smellti sá sem þetta ritar í eina syrpu síðast þegar skúrinn var opinn. Mér skilst svo að hann verði ekkert endilega bundinn við þessa slakandi stefnu í ár og hreinlega allt geti gerst á Vitastígnum, enda þekkir góð tónlist engin mæri né mörk.Lóa mælir með þessum viðburðum:Ævintýraleg bókverkasmiðja í Safnahúsinu kl. 14.00-16.00 Eftir að hafa rennt í gegnum dagskrána líst mér best á Ævintýralegu bókverkasmiðjuna í Safnahúsinu. Ég hef sérlegan áhuga á bóka- og bókverkagerð. Svo er námskeiðið líka fyrir börn og fullorðna sem er mjög gott því ég hef meiri áhuga á að taka þátt heldur en að húka í dyragættum með úlpur í fanginu á meðan börn skemmta sér.Tímagöng til 1918, Aðalstræti 10 kl. 12.00-15.00 Ég er forvitin um sýninguna tímagöng til 1918 sem hefur eitthvað að gera með sýndarveruleikagleraugu. Bæði er sýndarveruleiki áhugaverður og svo hef ég verið með frostaveturinn mikla 1918 á heilanum eftir þetta ömurlega sumar.Geimskipið Jörð í Hljómskálagarðinum kl. 13.00-17.00 Geimskipið Jörð í Hljómskálagarðinum hljómar eins og áhugaverð sýning. Þrjár ungar listakonur sem verða með hvelfingar sem hægt er að skyggnast inn í og skoða stjörnur, ský og geislavirkni í þokuhylki. Það hlýtur að vera áhugavert.Matthías Tryggvi Haraldsson, nýútskrifaður af sviðshöfundabraut LHÍ og söngvari Hatara.Matthías Tryggvi mælir með þessum viðburðum:CGFC og Halldór Eldjárn: NAUHJ! A visual laboratory í Mengi kl. 13.00-18.00 Þeir sem ekki hafa heyrt um grafalvarlega flipplistahópinn CGFC verða að skilja tvennt: Kapítalisminn er úr sér genginn og diskó er æðsta listformið. Það segja þau að minnsta kosti, þetta frábæra sviðslista- og prjónalistafólk sem snýr þarna bökum saman. Þau verða með fimm klukkutíma gjörning í Mengi ásamt Halldóri Eldjárn, poppstjörnu og tölvunörd. Búast má við analog tæknibrellum, tónlist, leysigeislum og garni.Menningarnótt á Óðinsgötu kl. 13.30-21.00 Spaðabani er klárlega ein besta hljómsveit allra tíma. Það vita allir sem hafa hundsvit á menningu og listum. Færri vita þó að hljómsveitin byrjaði sem femínísk rannsókn og sviðslistaverk. Þannig getur fólk farið með sviðslistagleraugun á pönktónleika í alræmda hljómsveitagreninu við Óðinsgötu 15. Nú eða bara engin gleraugu, bara opin og pönkþyrst eyru, það má líka. Mig minnir líka að Hórmenni séu að spila.Spunamaraþon Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 17.00-22.00 Meðal sviðslistafólks þykir sérlega asnalegt að hafa ekki farið á að minnsta kosti tvö „improv“ námskeið. Þessu hef ég oft fundið fyrir, enda vil ég ekkert með slík námskeið hafa. Við eigum orðið prýðilegt landslið í þessu furðulega sporti, spunagríni, og ef fólk hefur látið það fram hjá sér fara er um að gera að fara á spunamaraþon í Þjóðleikhúskjallaranum. Að lokum skal bent á að vilji fólk ekki fara úr húsi getur það pantað Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur sviðshöfund heim til sín í húslestur.Jóna Ottesen stofnandi Kátt á Klambra.Jóna mælir með þessum viðburðum:Skemmtiskokk í Lækjargötu kl. 12.15-13.15 Stelpan mín fór í fyrra og það var mjög gaman. Georg og leikhópurinn Lotta halda uppi stuðinu og allir fá medalíu fyrir þátttöku. Frábært að virkja hana í að hlaupa, hún dregur mig þá kannski af stað næsta sumar!Ratleikur og Lengsta landslagið á Kjarvalsstöðum kl. 15.00-20.00 Á Kjarvalsstöðum verður skemmtilegur ratleikur þar sem börn og foreldrar geta leyst þrautir saman. Þar er einnig skemmtileg smiðja þar sem börn geta tekið þátt í að mála lengsta landslagið, sem er málað í sameiningu á stóran renning. Þetta eru allt skemmtilegir viðburðir þar sem börn og foreldrar geta leikið sér saman og tekið þátt.Æskusirkusinn, við útitaflið í Lækjargötu kl. 14.00-15.00 Þá næst skellum við okkur á þessa flottu sýningu þar sem börn sýna listir sínar innblásnar af þeirra uppáhaldskvikmyndum. Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Fréttablaðið fékk fjóra menningarmógúla til að velja sér þrjá viðburði sem höfða til þeirra. Þau Arnar Eggert Thoroddsen, Jóna Ottesen, Lóa Hjálmtýsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson.Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarblaðamaður og doktorsnemi í tónlistarfræðum.Arnar Eggert mælir með þessu:Tónaflóð Rásar 2 við Arnarhól kl. 20.00-23.00 Það er nauðsynlegt og sjálfsagt að íslenskri dægurtónlist sé gert hátt undir höfði á þessum degi enda er Ísland hvað þekktast út á við fyrir þennan þátt og dægurtónlistarsenan rík, virk, skemmtileg og fjölskrúðug. Margsannað og -reynt. Þessi uppákoma skiptir máli og Rás 2 gerir vel í því að úthugsa dagskrána, upp á flæði, aldur o.s.frv. Rapparar og „r og b“ listamenn keyra þetta í gang, Prins Póló svo með súrrelískar hversdagslýsingar, Írafár með poppið og svo Todmobile með allra handa lokahnút. Almennilegt!Hipphopp á Ingólfstorgi kl. 18.00-22.00 Eðlilega hvet ég gesti á öllum aldri, og þá sérstaklega þá sem trúa því einlæglega að „tónlistin hafi verið mun betri í gamla daga“ að koma við á gamla Hallærisplaninu (þar sem pönkið undi sér vel) og nema það sem ungviðið er að gera í hipphopplistinni – tónlistinni sem hefur nú formlega leyst rokkið af sem tónlist unga fólksins og hvað vinsældir á heimsvísu varðar. Þeir sem eru enn ekki vaknaðir og búnir að finna lyktina af kaffinu geta snarlega bætt úr því með heimsókn hingað.Döbbskúrinn, Vitastíg 17 kl. 12.30-23.15 Júlíus Ólafsson, tónlistarmaður, stórmeistari og Can-áhugamaður heldur utan um döbbskúrinn. Garðskúr Júlíusar fær endurnýjaðan tilgang og mun eima frá sér svellköldu döbbi, ættuðu frá Jamaíka, frá hádegi og fram að miðnætti. Plötusnúðar skiptast á að veiða upp gamalt og nýtt döbb og smellti sá sem þetta ritar í eina syrpu síðast þegar skúrinn var opinn. Mér skilst svo að hann verði ekkert endilega bundinn við þessa slakandi stefnu í ár og hreinlega allt geti gerst á Vitastígnum, enda þekkir góð tónlist engin mæri né mörk.Lóa mælir með þessum viðburðum:Ævintýraleg bókverkasmiðja í Safnahúsinu kl. 14.00-16.00 Eftir að hafa rennt í gegnum dagskrána líst mér best á Ævintýralegu bókverkasmiðjuna í Safnahúsinu. Ég hef sérlegan áhuga á bóka- og bókverkagerð. Svo er námskeiðið líka fyrir börn og fullorðna sem er mjög gott því ég hef meiri áhuga á að taka þátt heldur en að húka í dyragættum með úlpur í fanginu á meðan börn skemmta sér.Tímagöng til 1918, Aðalstræti 10 kl. 12.00-15.00 Ég er forvitin um sýninguna tímagöng til 1918 sem hefur eitthvað að gera með sýndarveruleikagleraugu. Bæði er sýndarveruleiki áhugaverður og svo hef ég verið með frostaveturinn mikla 1918 á heilanum eftir þetta ömurlega sumar.Geimskipið Jörð í Hljómskálagarðinum kl. 13.00-17.00 Geimskipið Jörð í Hljómskálagarðinum hljómar eins og áhugaverð sýning. Þrjár ungar listakonur sem verða með hvelfingar sem hægt er að skyggnast inn í og skoða stjörnur, ský og geislavirkni í þokuhylki. Það hlýtur að vera áhugavert.Matthías Tryggvi Haraldsson, nýútskrifaður af sviðshöfundabraut LHÍ og söngvari Hatara.Matthías Tryggvi mælir með þessum viðburðum:CGFC og Halldór Eldjárn: NAUHJ! A visual laboratory í Mengi kl. 13.00-18.00 Þeir sem ekki hafa heyrt um grafalvarlega flipplistahópinn CGFC verða að skilja tvennt: Kapítalisminn er úr sér genginn og diskó er æðsta listformið. Það segja þau að minnsta kosti, þetta frábæra sviðslista- og prjónalistafólk sem snýr þarna bökum saman. Þau verða með fimm klukkutíma gjörning í Mengi ásamt Halldóri Eldjárn, poppstjörnu og tölvunörd. Búast má við analog tæknibrellum, tónlist, leysigeislum og garni.Menningarnótt á Óðinsgötu kl. 13.30-21.00 Spaðabani er klárlega ein besta hljómsveit allra tíma. Það vita allir sem hafa hundsvit á menningu og listum. Færri vita þó að hljómsveitin byrjaði sem femínísk rannsókn og sviðslistaverk. Þannig getur fólk farið með sviðslistagleraugun á pönktónleika í alræmda hljómsveitagreninu við Óðinsgötu 15. Nú eða bara engin gleraugu, bara opin og pönkþyrst eyru, það má líka. Mig minnir líka að Hórmenni séu að spila.Spunamaraþon Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 17.00-22.00 Meðal sviðslistafólks þykir sérlega asnalegt að hafa ekki farið á að minnsta kosti tvö „improv“ námskeið. Þessu hef ég oft fundið fyrir, enda vil ég ekkert með slík námskeið hafa. Við eigum orðið prýðilegt landslið í þessu furðulega sporti, spunagríni, og ef fólk hefur látið það fram hjá sér fara er um að gera að fara á spunamaraþon í Þjóðleikhúskjallaranum. Að lokum skal bent á að vilji fólk ekki fara úr húsi getur það pantað Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur sviðshöfund heim til sín í húslestur.Jóna Ottesen stofnandi Kátt á Klambra.Jóna mælir með þessum viðburðum:Skemmtiskokk í Lækjargötu kl. 12.15-13.15 Stelpan mín fór í fyrra og það var mjög gaman. Georg og leikhópurinn Lotta halda uppi stuðinu og allir fá medalíu fyrir þátttöku. Frábært að virkja hana í að hlaupa, hún dregur mig þá kannski af stað næsta sumar!Ratleikur og Lengsta landslagið á Kjarvalsstöðum kl. 15.00-20.00 Á Kjarvalsstöðum verður skemmtilegur ratleikur þar sem börn og foreldrar geta leyst þrautir saman. Þar er einnig skemmtileg smiðja þar sem börn geta tekið þátt í að mála lengsta landslagið, sem er málað í sameiningu á stóran renning. Þetta eru allt skemmtilegir viðburðir þar sem börn og foreldrar geta leikið sér saman og tekið þátt.Æskusirkusinn, við útitaflið í Lækjargötu kl. 14.00-15.00 Þá næst skellum við okkur á þessa flottu sýningu þar sem börn sýna listir sínar innblásnar af þeirra uppáhaldskvikmyndum.
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira